Heima er bezt - 01.05.1955, Blaðsíða 7
Nr. 5
135
og dætrauppeldi, því það, hvern-
ig Moniku og þeim hjónum, með-
an manns hennar naut við, hefir
tekist að skapa fagra heimilis-
hætti og ala þannig upp hinn
stóra dætrahóp til kvendáða,
heimilisræktar og óðalsástar má
teljast fágætt uppeldisafrek nú
á þessum umbrota og upplausn-
ar tímum íslenzks sveitafólks,
þegar heita má, að hver pils-
vera ,er meyjar þroska nær —
frá innsta dal til yztu nesja,
striki til borgar eða fiskvera-
þorpa þessa lands, en þær Merki-
gils heimasætur fljóta ekki sem
strá fyrir þeim straumi, þær eru
heimasætur af beztu gerð, bún-
ar dáðum og íslenzku kvenþori,
er þær vilja fórna dalbýli sínu
og heimahéraði. Ég get svo sem
búist við því, að sumu fólki borga
og bæja þessa lands, er ekkert
þekkir persónulega til þeirrar
hlífilausu og oft sigurtvísýnu
baráttu, er útnesja og inndala-
fólk þjóðar okkar hefur orðið og
verður enn að heyja til brauðs
og farsældar sér og sínu sifjaliði,
finnist lýsingar og frásagnir G.
H. á baráttu, þreki og afrekum
þeirra Merkigils mæðgna með ó-
líkindum nokkrum, en hitt veit
ég, að í engu mun hér ýkt frá-
sögn af þessum merkilegu mann-
dóms mæðgum. Þótt lýsingar af
baráttu og sigrum þessarar vel
gerðu konu séu um sumt sér-
stæðar, þá er hitt vitað ,að mik-
ill fjöldi íslenzkra sveitahús-
mæðra hafa skilað baráttuaf-
rekum svo stórum og merkileg-
um að furðulegt má teljast. —
Slíkir sigrar krefjast ekki ein-
asta afburða líkamsorku heldur
einnig og ennþá fremur andlegs
þreks, og nær er mér í huga sú
staðhæfing, að það, hve margar
íslenzkar mæður og húsmæðm:
þjóðar okkar fyrr og síðar hafa
verið stórar og farsælar í lífs-
hlutverkum sínum, eigi undir-
stöðu byggða á guðstrausti
þeirra, — vissunni um hina sí-
vökulu handleiðslu æðri mátt-
ar. Þótt nokkuð sé satt og rétt í
þeirri staðhæfingu skáldsins,
Jóns Helgasonar, er hann segir:
„Bókfellið náist og stafirnir
fyrnast og fúna, fellur í gleymsku
það orð, sem er lifandi núna“,
þá er hitt samt víst, að hin táp-
mikla og göfuga manndóms fyr-
Heima er bezt
irmynd vekur athygli, varpar
birtu langt fram á ógengnar
slóðir komandi tíðar. Það for-
dæmi, þau uppeldisáhrif, er kon-
ur slíkar sem Monika gefa son-
um og dætrum, lifir gegnum
marga ættliði, — varir frá kyni
til kyns. Því sannarlega er það
svo, sem þjóðskáldið okkar,
Davíð Stefánsson, segir um ís-
lenzku konuna:
Þó að margt hafi breytzt siðan
byggingin var reist,
geta börnin þó treyst sinni ís-
íslenzku móður.
Hennar auðmjúka dyggð hennar
eilífa tryggð,
eru íslenzku byggðanna helgasti
gróður.
Hennar fórn, hennar ást, hennar
afl til að þjást,
skal í annálum sjást, verða
kynstofnsins hróður.
Oft mælir hún fátt, talar frið-
andi og lágt.
Hennar fróandi máttur er
hljóður.
Ég hefi hér að framan á það
minnst, að ég teldi G. H. öllum
núlifandi sagnskáldum íslenzk-
um snjallari ævisagnaritara al-
þýðufólks, karla og kvenna —
sakir síns glögga mannskilnings
— skemmtilega stíls og dreng-
lundar, því vildi ég þess óska,
að hann léti áfram skríða penna
sinn til ævisöguritunar sem
flestra merkiskvenna þjóðar
okkar, það væri hið mesta sæmd-
ar og þarfaverk fyrir nútíð og
framtíð. Ég tel litlar líkur til
að nokkur hefði til þess orðið að
skrá hina merkilegu ævisögu
Merkigilskonunnar hefði G. H.
ekki haft þar framtakið. Þeim
er gjarnt til hlédrægninnar,
vilja ógjarnan sjálfar á lofti
halda baráttusigrum sínum, hin-
ar merkilegu afrekskonur byggð-
anna.
Blendnir menn og kjarnakonur.
Eftir sama höfund er allstór
bók, um 290 blaðsíður, fimmtán
sögur, er þar víða viðkomið og á
ýmsu gripið, athugult og hönd-
uglega. Fatast höfundi þar ekki
glöggsæið í mannlýsingum sögu-
persónanna, er hann þar jafn-
vígur til beggja handa, hvort
sem leikur á alvörunnar djúp-
strengi eða léttur hreimur
spaugs og kýmni ómar frá
strengjunum — beitir hann hug
sínum vítt um velli umhorfs og
atburða allt frá hörmunga at-
burðinum um afdrif ágætis
mannsins, Hrafns Sveinbjarnar-
sonar á Eyri, til nútima hátta-
lags karla og kvenna. Allar eiga
þessar sögur erindi til hugsandi
fólks. Höfundur hefir góð tök
á þeirri mannlífsins kúnst, að
bregða til spaugs og gamanyrða,
þótt alvara Uggi að baki. Við
lestur sögunnar „í lífsins land-
er“, finnst lesandanum fram
undir sögulok, að hér ómi bara
léttur kliður leikandi spaugs, en
undir sögulokin verður hins
vart, að djúp alvara þróttugrar
mannlundar og erfiðrar lífs-
reynslu liggur á bak við. Þessi
saga, þótt stutt sé, finnst mér
snilldarverk. Bráðskemmtilegar
og markvissar eru sögurnar,
„Konan að austan“ og „Valda-
maður og vandræðahrútur",
slíkar sögur eru ekkert viðvan-
ings eða klaufasmíði. Þá gleym-
ir maður ógjarnan sögunni „Vor-
menn íslands" þar sem dreng-
skaparmaðurinn, Veturliði, er
svo hart leikinn af frænda sín-
um og fóstbróður, ómenninu og
oflátungnum, Óskari Háberg.
Lengst og innviðasterkust skilst
mér vera sagan „Verkin hans
Jóns“. Þar grípur höfundur á
einu alvarlegasta vandamáli ís-
lenzkra byggða og raunar alþjóð-
ar. Sú saga er í aðaldráttum
raunveruleikans frásögn eða
lýsing — saga sem endurtekur
sig ár frá ári inn til dala og út
með ströndum, þar sem átökin
eru á milli manndómsins, þol-
lundar og átthagatryggðar á
aðra hlið, en undanhalds-
ómennska og ræktarleysi á hina.
Engin væri mér það furða, þótt
Guðmundur Hagalín væri mest
lesið skáld og ævisagnaritari
þjóðar okkar á yfirstandandi
tíð, enda mun það svo vera.
Þórarinn Gr. Víkingur. — Komið
víða við.
Það er farið að nöldra í sumum
yfir ævisagnaútgáfunum —
finnst þær óþarflega margar —
sviplitlar — bragðdaufar — hver
annarri líkar Hins vegar lít ég
svo á, að ævisöguþættir hins