Heima er bezt - 01.10.1955, Blaðsíða 2
290
HEIMA ER BEZl'
Nr. 10
Þjóðlegt
h e i m i I i s r i f
<srlbm.?
HEIMA ER BEZT . Heimilisblað með myndum . Kemur út mánaðar-
Ieca . Áskriftagjald kr. 67.00 . Útffefandi: Bókaútgáfan Norðri .
Heimilisfang blaðsins: Pósthólf 101 Reykjavík . Prentsm. Edda h.f.
Ábyrgðarmaður: Albert J. Finnbogason . Ritstjóri: Jón Björnsson .
llttlltlllllltllltllllllllltlllHfHIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItllllllMIIIIIIIMIIIIItllllillllllllHIIIIIIIIHIir
! HALLDÓRA B. BJÖRNSSON: !
Efnisyfirlit
Bls. 291 Beinakast, eftir Stefán Jónsson.
— 295 Að Húsafelli, eftir Jóh. Ásgeirsson.
— 297 Möðruvellir í Eyjafirði, eftir Eirík Sigurðsson.
— 302 Tove Ditlevsen, eftir Ó. G.
— 304 Sagnir úr Laxárdal, Jóh. Ásgeirsson, skrásetti.
— 307 Oddur á Smálöndum, eftir Orra Uggason.
— 311 Um hirðingu búfjár, eftir Bjarna Sigurðsson.
— 313 Ævintýrið um H. C. Andersen. Myndasaga, kvæði og margt flcira.
Mjöll við sköll um skalla dró,
skullu spjöll á tindum.
Öll eru fjöllin falleg þó,
full af tröllamyndum.
Gista furstar fastir efst,
frostið þusti æsta.
Byrstum gusti vasta vefst
vestra bustin næsta.
Aftangrett og ekki bein,
iila sett á stalli
húkir klettakelling ein,
komin rétt að falli.
Orða meining mundi bein,
þó máski leynist hinum;
á ferðum ein er ekki nein,
ef á sér steina að vinum.
JJuíue^t
uiueórun^ur
Forsíðumyndin
ísland á marga sögustaði, en einn af þeim merk-
ustu er Hrafnseyri í Arnarfirði. Þar er Jón Sigurðs-
son fæddur, og væri það eitt nóg til þess, að Hrafns-
eyri yrði einn þeirra staða, sem aldrei gleymdust.
Ævistarf Jóns Sigurðssonar hefur haft slíka þýð-
ingu fyrir íslenzku þjóðina, sjálfstæði hennar og
menningu, að yfir það mun aldrei fyrnast meðan
íslenzk tunga er töluð. En um leið er það áminning
og skylda allra sannra íslendinga, að haga svo gerö-
um sínum, að þeir glati ekki sjálfstæðinu úr hönd-
um sér, eins og höfðingjar Sturlungaaldar. Þetta
mál er hátt hafið yfir allan ríg flokka og stétta, og
ævarandi skömm sé hverjum þeim, sem kynni að
láta „hagsmuni“, tildur eða fylgispekt við aðrar
þjóðir, hvort heldur er í „austri“ eða „vestri", fá
þau áhrif á gerðir sínar, að sjálfstæðinu geti staöið
hætta af. Starf Jóns Sigurðssonar er bæði áminn-
ing og hvatning fyrir okkur, sem nú lifum, og fyrir
því er sá staður, þar sem hann er borinn og barn-
fæddur, helgur í augum allra íslendinga.
(Ljósm. Þorvaldur Ágústsson)
Valgerði aö virða mikils
verður mér alltaf tamt,
en ég veit að mig og élin
að jöfnu leggur hún samt.
Lesi ég henni Ijóö mín
og loft eru éljagrá,
hrollkalt af hvorutveggj a
henni verður þá.
Ágætt er það aö unna manni
og yndi að strjúka lokkinn hans,
} en það er meira en þrek mitt
i anni
| að þurfa að stoppa í sokkinn
i hans.
Meðan okkur sáttum semur
segist hann bczta vörnin mín,
| þó er hann vís, ef þar að kemur,
að þræta fyrir börnin mín.
IIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIItlllltlllHIIIIIIHHIIIII
HHHIIHHIMMIHHMHIHHIMMIMIIHHHII IMIMIIMIMIMHMH...........................Illllllll......11111111111111111111111111111111111111111111111IIHHHIH II11111111111■ 1111111II111II111II111• II111IIII.