Heima er bezt - 01.10.1955, Blaðsíða 22
310
Heima er bezt
Nr. 10
árgæzku og afurðagróða búa
vorra, og hef ég það eitt að segja,
að fiðurfé vort hefur tvöfaldað
allan ágóða þetta ár, og gefið oss
góð hlunnindi í bú vort“. Þá er
Oddur hafði mælt, stóð upp Sig-
varði bróðir hans. ,,Hér er ég ei
kominn til að tala mál langt.
Vildi ég lítið eitt huga að,
hverju slíkir samfundir vorir
gætu afkastað oss til heilla. Þurf-
um við bændur saman að koma,
og ræða hin stærri hugðarmál
vor, leggja í og taka af, það er
eigi ágóðasamt. Væri það vel ef
bændur tækju upp slíkar veizl-
ur, og ræddu um málin“. Þegar
Sigvarði hafði lokið máli sínu,
sté fram klerkurinn og þakkaði
boðið. „Þetta ágóðaríka ár ber
oss að þakka með bæn og þakk-
argjörð. Bræður þeir, sem nú
byggja Smálöndin, hafa byrjað
hér með gott fordæmi, og eiga
þeir allra vor þakklæti skilið.
Munu þeirra orð lengi lifa og
þeirra minningar lengi minnzt
verða á meðal vor. Rausn sú og
stórmennska, sem hér er oss
sýnd, er ættgengur arfur frá hin-
um betri mönnum sögualdarinn-
ar, sem um aldirnar hefur
smeygt sér eins og þráður í
gegnum líf þjóðarinnar og fram
á vora tíma. Lengi lifi minning
þessara bræðra!"
Þá er veizlan var á enda kallaði
Oddur gestina í eitt horn stof-
unnar, og fékk þeim eina gjöf
hverjum. Sagði þetta vera vin-
áttuvott sinn til sinna sveitunga,
og skyldu þeir vel geyma. Þakk-
aði sóma sér sýndan með kom-
unni, og óskuðu þau hjón þeim
árs og friðar. Nú, þegar gestir
voru farnir, sagði Sveinbjörg Sig-
varða manni sínum, að hún
hefði hlerað af samtali manna,
að rætt var um, hversu ágjarn
Oddur væri á annara manna fé,
og vildu þeir smáhlutir við hann
loða, er hann með leynd mátti
með sér taka. Sigvarði bað hana
hljótt um tala, sagði hann að
kosturinn væri dýr og eigi frá
mennzkum kominn. Mundu fleiri
eiga vilja slíka kosti. Sefaðist
hún við þetta nokkuð, og var
eigi frá að Sigvarði færi með rétt
mál. Henni fannst hann tala svo
hátíðlega um málið, að það var
eigi frítt við að henni fyndist af
leggja helgiljóma. Þegar á leið
veturinn, komu hinir yngri menn
í sveitinni saman að æfa glímu
og aðrar íþróttir. Reið þangað
margt manna, og skemmtu sér
við að horfa á íþróttir. Komu þeir
bræður, Sigvarði og Oddur, til
mótsins, og var Oddur við glímu,
en Sigvarði lék að knetti. Féll
Oddur skjótt og var gaman að
gjört. Féll honum það illa og
bauð að þeir skyldu reyna við
naglafjölina. Sótti Oddur síðan
fjöl og hamar og tók nagla væn-
an úr pung sínum og bauð að
menn skyldu reyna. Reyndu
menn um stund, en enginn
hæfði. Tók þá Oddur hamarinn
og dreif að fast, og var allur
naglinn inni. Þá kallar Sigvarði:
„Skal hér um nokkuð þenkja og
sjá, að menn eru ekki allir jafn-
vígir, og mun Oddur bróðir njóta
sóma síns, eins og hann hefur
til unnið.“ Gerðu menn góðan
róm að og var nú gengið frá
leikjum.
Gerðist nú fátt til tíðinda það
misseri út. Seint á næsta sumri
kenndu landgrunna smáhvalir
nokkrir á landi því er kirkjueign
var. Reið Oddur með menn
nokkra til hvalskurðarins og kom
hann þar fyrr en aðrir menn og
hafði hvalskurð. Þá er oddviti
hreppsins kom, var Oddur búinn
að skera mikið af hvalnum. Gekk
oddviti þar að, sem Oddur var,
og spurði hvaða leyfi hann hefði
til hvalskurðarins. Oddur segir
fátt, en segir að endingu: „Hér
má hver eiga, sem hann kann
með að komast, því guð gefur, en
menn ei aflað hafa“. Skýrði þá
oddviti málið og sagði, að kirkj-
an hefði sína eignarhelgi sem
aðrir, og sér bæri að annast
kirkjunnar góss sem annað, er
undir hið opinbera lyti.Odd setti
hljóðan um stund og menn hans
hættu hvalskurðinum. „Vildi ég
hafa einn þriðja hluta þess, sem
ég og menn mínir hafa að unn-
ið“, kvað Oddur. „Hafa munt þú
laun verka þinna,“ kvað oddviti,
„en skammta munt þú eigi mér
ráð í þessu máli, Oddur bóndi.
Vil ég launa þér verkið sem gilt
er, en selja hvalinn sem góðir
menn um segja, og mun þá koma
réttast niður röð vor.“ Oddur
heyrði á, en lét ómælt um stund.
Spurði þá einn af mönnum Odds
hver þar skyldi um dæma, eða
hvort það skyldi gert þá strax.
„Kveða mun ég upp dóminn
strax“, sagði oddviti, og nefndi
til tvo menn úr sínu liði og einn
af Odds. Gengu þeir á tal saman.
Er þeir höfðu rætt um stund
komu þeir í áheyrn og mæltu:
„Skal Oddur hafa þriðja hluta
hvalsins, er hans menn höfðu
skorið, og eitt stykki betur sem
verkstjórahlut". Þessu undu
menn vel, og var góður rómur að
gjör. Bundu menn svo upp afla
sinn og bjuggust til heimfarar.
Vék Oddur að oddvita og spurði,
hvort hann mætti eiga liði
nokkra til hægindisgjörðar í
stofu sína og var honum veitt
það. Tók hann liðina og hafði
á brott. Þegar heim kom var
eldur gjör og liðirnir soðnir,
urðu þeir þá hreinir og sina-
lausir. Staflaði Oddur þeim síð-
an með borðum fram í stofuna
og hafði hrosshárspúða á hverj-
um. Þótti mönnum þetta hug-
vitsamlegt, og rækt við fornan
frumbyggjasið. Mætti sá siður
endurspeglast innan um nútíð-
artækni, svo séð yrði framfara-
spor vort í menningarlegum og
siðferðislegum þroska. Varð
Oddur glaður við þessi orð og
sagðist löngun hafa til að leiða
fram í dagsljósið tíundu aldar
menningu. Hún hefði sinn til-
verurétt, og það væru formyrkv-
aðir menn, sem ekki þyrðu að
endurspegla menningartímabil
sögunnar, svo séð yrði, hvar við
værum stödd.
Var gestum er að garði bar boð-
ið að setjast í hin nýju sæti, og
var ekki frítt vi ðað menn vildu
brosa nokkuð að. Meinti Odd-
ur, að það væri að hyggni sinni
og ráðdeild, og varð glaður við.
Ekki höfðu þau barn átt, Oddur
og Maren. Féll henni það miður
og minkuðu kærleikar með þeim.
Kom þar að, þá Maren vildi fara
í ferð nokkra og sagðist heiman
dvelja um stund. Tók Oddur því
fálega, en lét þó kyrrt. Leið svo
veturinn allur, að Maren kom
eigi Var nú Oddur þykkjuþung-
ur orðinn, og skap hans tók að
vanstillast. Kvað nokkuð að því
er hann starfaði að verki. Var
hann þá stundum í þvílíkum
berserkjaham, að enginn mátti
mæla. Ágerðist þetta svo að til
vandræða horfði. Var þá sendi-