Heima er bezt - 01.10.1955, Blaðsíða 6
294
Heima er bezt
Nr. 10
hryggjarliðum úr kind auk gang-
limanna.
Hann telur að kindarbeinin
hafi verið utan við dysina. —
Hann sá glögglega höfuðkúpu af
manni efst í grjóthrúgunni alveg
upp við klettana. Ekki hreyfði
hann neitt smágrjótið ofan á
beinunum. — Enginn telur sig
hafa séð höfuðbein úr kind, enda
er það í samræmi við þjóðsög-
una, þar sem maðurinn slátraði
sauðunum heima á Hlíð og lítil
líkindi eru til, að hann hafi tek-
ið hausinn með. — Það gat verið
óþægilegt, ef hann hitti einhvem
á leið sinni.
Margar spurningar vakna í
sambandi við þennan beinafund.
Hvernig hafa beinin leynzt upp
undir sjötíu ár? Hafa þau aldrei
fundist fyrr en á miðri 19. öld?
Og í þriðja lagi: Hefur maður-
inn fundist strax á sama ári og
hann varð úti, en enginn hirt
um að færa hann til kirkju, þar
sem hann hafði drýgt þann glæp,
að ræna sauðnum og slátrað
honum?
Þessum spumingum fæst
aldrei svarað með nokkurri
vissu. — Skuggi aldar og ára-
tuga hylur að nokkru þessa
sorgarsögu. — Liðni tíminn hef-
ur að nokkru breitt huliðsblæju
yfir atburðina. — Sagan er enn
að nokkru ráðgáta, sem varla
verður upplýst til fulls, — en það
þarf ekki auðugt ímyndunarafl,
til að tengja saman sögubrotin
og fylla í eyðurnar.
Sagan byrjar í fátæklegu
hreysi norðan Hvammsfjarðar.
Það liður að jólum. Heimilið er
bjargarlaust og sulturinn sverf-
ur að.
í einhverju vonleysi, leggur
húsbóndinn upp að heiman, í
leit að lífsbjörg. — Hann kemur
hvergi við á bæjum sunnan
fjarðarins, en leggur á fjallveg-
inn, sem liggur suður í Hnappa-
dalinn. — Hann veit um tvo af-
skekkta bæi í austurhluta
Hnappadals. Hann veit líka að
um hátíðir fara allir til kirkju,
sem geta, og er þá oft liðfátt
heima á bæjunum. Hann kemur
að Hlíð á jóladaginn, þegar
kirkjufólk er komið af stað til
kirkjunnar. — Leiðin til kirkj-
unnar er löng. Það er því lítil
hætta á því, að fólkið komi aft-
ur fyrr en seint að kvöldi eða
þegar komið er fram á nótt. —
Maðurinn verður þess fljótt vís,
að heima eru aðeins börn, og
það elzta stúlka, varla meira en
10—12 ára gömul. Hér er því
ekkert að óttast. Maðurinn fer
í húsin, og velur sér þar vænan
sauð og slátrar honum. —
Maðurinn er langsoltinn og á
erfiða ferð fyrir höndum. Hann
matreiðir því innmat úr sauðn-
um, etur sjálfur sem hann þolir
og gefur líka börnunum með sér,
en þau horfa hrædd og agndofa
á aðfarirnar. — Hann vill ekki
hrella börnin að óþörfu, og þau
þora heldur ekki annað en þiggja
bita hjá honum. — Síðan hefur
maðurinn hraðar hendur. Hann
býr um sauðarfallið, og leggur
það á bak sér. — Ekki er til set-
unnar boðið og ekki er vert að
bíða heimkomu húsbóndans.
Frá Hlíð inn að Beinakasti eru
iíklega 6—7 km. — Ef til vill er
þegar skollin á norðan stórhríð,
— og ef til vill er færið þungt og
allt blindað af lausasnjó, og
náttmyrkur skollið yfir. — Það
segir fátt af einum. — Vel getur
nýmetið hafa orðið of lostætt,
og lasleiki af þeim ástæðum,
bætzt ofan á þreytuna.
Maðurinn finnur afdrep upp
við klettabeltið — Hann leggur
af sér byrðfina og sezt inn í
klettahornið, sem myndast milli
bergstuðulsins og hamraveggj-
arins. — Hann ætlar að hvíla
sig, en hvíldin verður löng. Hann
sofnar þarna svefninum langa.
— Hann vaknar aldrei aftur. —
Sögu mannsins er lokið. —
Heimafólk hans, innan Hvamms-
fjarðar, fer sér hægt með eftir-
grennjslanir, þegar það fréttir
um ránið á Hlíð. Enginn vissi
hvert ferðinni var heitið. — Vel
gat það verið húsbóndinn, sem
sauðinn tók á Hlíð, og vel gat
hann líka hafa farið niður um
ótryggan ís á Hvammsfirði. Það
var bezt að gleymskan geymdi
afdrif húsbóndans frá bjargar-
'lausa heirrtilinu.
Atburðurinn fyrnist. Margir
slíkir atburðir gerast víða um
land þessi ár, þar sem fjöldi
manna örmagnast á hungur-
göngu sinni um landið.
Sorgleg, sönn saga verður að
þjóðsögu, en örnefnið geymir
— Maríukvæði —
María, þú ert mjúk og hlý,
María, viltu heyra
hversu ljóðin mín, Ijúf og ný
líða þér milt að eyra.
Starsýnt mér verður á þrek og
þrótt
í þínum hreifingum öllum.
Nótt verður dagur og dagur
nótt.
er dýrð þín skín yfir fjöllum.
Frjálslegur hugur og fögur
hönd,
fagnandi rödd og kraftur.
Greiða mér veg inn á gæfulönd
ég get ekki týnt þér aftur.
Hvort sem við eigum lengi leið
um lífsins aldingarð bæði,
eða hverfum á ókunn skeið,
þá áttu hjarta míns kvæði.
Svalinn.
Smælki . . .
Neyðaróp Stórabróður.
Bóndakona ein í Danmörku
hafði eignazt dóttur. Þriggja ára
sonur hennar var yfir sig hrif-
inn af litlu systur. En tveimur
vikum eftir að systir hans fædd-
ist, varð hann skyndilega þögull,
áhyggjufullur og móðgaður við
mömmu sína. Kvöld eitt er litla
systir hans var böðuð, og hann
horfði á eins og hann var vanur,
fór hann allt í einu að hágráta.
„Mamma, hvernig geturðu ver-
ið svona vond að ætla að selja
Litlusystur, þegar hún fer að
fitna svolítið?" snökkti hann.
„Hvað ertu að segja, drengur?
Lítil börn eru aldrei seld. Hvernig
getur þér dottið annað eins í
hug?“
„Jú,“ anzaði drengurinn há-
skælandi. „Ég veit vel að þú ætl-
ar að selja hana, af því að þú
ert alltaf að vikta hana.“
minninguna um einmana ferða-
lang, sem sofnar svefninum
langa upp við hamravegg í auðn
milli byggða. — Þetta er stað-
reynd, þótt hin sorglega örlaga
saga, verði aldrei rakin eða skýrð
að fullu.
Stefán Jónsson.