Heima er bezt - 01.10.1955, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.10.1955, Blaðsíða 4
292 Heima er bezt Nr. 10 Hlíð. Ekki er hann nefndur í Landnámu, eða fornum sögum, enda eru örnefni ekki sögulega örugg í Hnappadal. — í Land- námu segir aðeins þetta um landnám í austanverðum Hnappadal: „Þorgils Knappi, leysingi Kolla Hróaldssonar nam Knappadal“, en ekki er bústaður hans nefndur og ríkir nokkur ó- vissa um það, hvar hann hafi búið. — Hafursstaðir í Hnappa- dal eru nefndir í Bjarnarsögu Hítdælakappa, þar sem sagt er frá ferð Þorsteins Kuggasonar suður yfir f j all frá Dunk í Hörðu- dal. Er þar sagt, að Þorsteinn hafi farið suður Knappadalsheiði og komið niður hjá Hafursstöðum. Þetta nafn, Knappafellsheiði, er glatað, en leiðin er nefnd Fossar eða Fossavegur, og er oft tekið svo til orða, að farið sé suður Fossa, eða „inn Fossa“, ef farið er frá Hafursstöðum inn í Hörðu- dal. í þjóðsögunni er sagt, að börn- unum á Hlíð hafi virzt ránsmað- urinn hverfa frá bænum á leið inn á Fossa, eins og hann hefði ætlað „inn yfir fjall“, sem svo er kallað 1 Hnappadalnum. — Ef litið er á íslandskortið, þá má þar sjá, að mjög skammt er yfir f j allgarðinn úr austanverðum Hnappadal inn að Hvammsfirði, ef farin er Fossaleið. •— Leiðin, sem maðurinn hefði átt að fara frá Hlíð, liggur inn dal- inn vestanvert inn með Fossá, upp á Fossabrúnir, þar sem áin fellur í mörgum fossum niður í dalinn. — Þegar komið er upp á brúnirnar, sér inn á flatlendan, grunnan dal, sem Leirdalur heit- ir, og eru þaðan hallandi heiða- drög niður að Hvammsfirði. — Sé farin þjóðleiðin inn frá Fossa- brún, hefur maður á vinstri hönd klettarana, eða klettabelti í gróðurlausri hlíð, og heitir þessi hjalli „Beinakast“. — En það er þetta örnefni, sem ég vil gera að umtalsefni í sambandi við þjóðsöguna um manninn sem tók sauðinn á Hlíð. — Eins og áður er sagt, gerðist þessi saga á árunum eftir Skaft- áreldana, þegar sulturinn svarf að fólki um land allt. — Sagan barst um héraðið, en engar Ijós- ar fregnir bárust af ránsmann- inum, en eftir að fréttin barst um manninn, sem hvarf að heiman innan Hvammsfjarðar, var talið víst að það væri sami maðurinn. En það þóttu ekki nein stórtíðindi í þá daga, þótt menn röltu að heiman í bjarg- arleit, þegar sulturinn svarf að, og komu ekki aftur. — Árin líða. — Atburðurinn fyrn- ist, en gleymist ekki. — Þá ger- ist það rétt fyrir miðja nítjándu öldina, að smalamaður frá Hlíð finnur manns- og kindarbein upp við hamrabelti, sem áður er nefnt við Fossaveg, og heitir hjallinn, síðan Beinakast. — Segja sumir að þessi smala- maður hafi verið sonur stúlku þeirrar, er elzt var barna á Hlíð, er hinn ókunni maður tók sauð- inn. — Voru þá allir atburðir tengdir saman og talið að þarna hefði ránsmaðurinn borið bein- in. Myndi hann hafa ætlað norð- ur yfir með sauðarfallið á bak- inu, en uppgefist vegna illviðris eða þreytu og sofnað sinn síðasta blund undir hamrabeltinu með björgina, sem hann ætlaði sínu langsoltna heimilisfólki. -- Líklegt er að beinin hafi þá strax verið hulin með smásteinum, — en aldrei hreyfð. Ekki fara svo neinar sögur af þessum beinafundi, út alla nítj- ándu öldina, en örnefnið Beina- kast þekkja allir. — Á árunum 1882—1883, flytur að Hlíð Magn- ús Magnússon frá Mýrdal og býr þar upp frá því til dauðadags yf- ir 50 ár. — Litlu eftir síðustu aldamót finna synir hans beinin, líklega á árunum 1905 til 1907. Eru þeir allir á lífi og muna vel hvernig beinin litu þá út. — Þeir þekktu nafnið Beinakast, áður en þeir fundu beinin og þekktu þjóðsög- una um manninn, sem tók sauð- inn á Hlíð. — Líka höfðu þeir heyrt talað um að reimt væri á þessum slóðum, og oft var talað um Fossadrauginn, þótt engar merkar sögur hafi ég um hann heyrt. Þegar beinin fundust rétt eftir aldamótin, var eitthvað rætt um að flytja þau til kirkju að Kol- beinsstöðum og veita þeim þar legstað í vígðri mold, en ekkert varð þó af því, meðal annars, — ef til vill, vegna þess, að erfitt var talið, að lesa sundur, hvað væru mannsbein og hvað kind- arbein. Magnús á Snorrastöðum, sem sagt hefur frá þjóðsögunni í IV. bindi af Göngum og réttum, hafði þó mikinn áhuga á að bein- in væru athuguð, og sérstaklega fengist úr því skorið, hvort þarna væri um bein af manni og kind að ræða. Þótti honum sem hægt væri að staðfesta sann- leiksgildi þjóðsögunnar, ef bein- in væru athuguð. — Hafði ég rætt um þetta mál við Kristján Eldjárn, þjóðminjavörð, fyrir þremur árum, en hann hafði ekki, sökum annríkis, getað gefið sér tíma til að fara vestur og at- huga beinin. Líður nú tíminn þar til sum- arið 1954, að ég, ásamt nokkr- um fleiri mönnum fór inn á Fossa til að leita þessara um- ræddu beina og athuga þau. Aðal hvatamaður að förinni var Jón Ólafsson frá Söðulsholti, nú verkamaður í Reykjavík. — Hafði hann lengi haft í huga að athuga fornar bæjarrústir inn- an Höfða í Eyjahreppi í svo- nefndum Brenningi. Og einnig gamlar rústir á Núpudal. Hafði hann í samráði við þjóðminja- vörð fengið Gisla Gestsson frá Hæli, til að vera með í þessari ferð, en Gísli hefur um langt skeið unnið að fornmenjarann- sóknum með þjóðminjaverði, og meðal annars unnið að upp- greftri á bæjarrústum í Þjórsár- dal. Þeir sem lögðu upp 1 ferð að Beinakasti voru þessir menn: Jón Ólafsson frá Söðulsholti, Gísli Gestsson frá Hæli, Guð- brandur Magnússon frá Tröð, einn af Hlíðarbræðrum, sem beinin fundu, Kristján Jónsson frá Snorrastöðum, Einar Andrés- son, Hafnarfirði og Stefán Jóns- son, sem þennan þátt hefur sam- an tekið. — Var farið á bifreið að Heggs- stöðum í Hnappadal, en þaðan á hestum, eins og leið liggur inn á Fossa. — Er mjög bratt upp brekkurnar meðfram Fossunum, en þó sæmilega hestfært, — Var upphaflega áætlað að fá með í ferðina Magnús Magnússon bónda í Hraunholtum, en hann er elztur þeirra Hlíðarbræðra, er

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.