Heima er bezt - 01.10.1955, Blaðsíða 12
300
Heima er bezt
Nr. 10
Kyssumst, kæran, vissa
kemur ein stund, sú er meinar,
sjáum við aldrei síðan
sól af einum hóli.
Meinendur eru mundar
mínir frændur og þínir.
Öllum gangi þeim illa
sem okkur vilja skilja.
Þola má ég þetta,
þrjár eru harðastar:
frændur og fé láta
ellegar fljóð missa.
Skjótt skal kjör kjósa,
því kostir ójafnir,
fyrr vil ég fljóðið spenna
en fé eða vini öðlast.
Munnmœlasaga.
Að lokum, áður en ég skil við
Loft ríka, vil ég segja frá munn-
mæiasögu, sem geymst hefur í
Eyjafirði um dauða hans. Ekki
vil ég þó neitt fullyrða um, hvað
rétt kann að vera í henni. En
hana hefur skráð eftir sögusögn
ömmu sinnar, Pálmi Pálsson,
n7./:nntaskólakennari, frá Tjörn-
um í Eyjafirði. En munnmæla-
sagan er á þessa leið:
Loftur var auðugastur manna
á sinni tíð, og átti bú á Möðru-
völlum, mikið og gott. Hafði hann
margt manna á heimili sínu og
mikið um sig, enda þurfti til
margs að afla. Sjálfur fór hann
endur og sinnum skreiðarferðir
suður á land með mönnum sínum
og til annarra erinda, því að
víða átti hann ítök og eignir.
Var þá farinn Eyfirðingavegur,
vestanverðu, sunnan við Hafrár-
gil. Lá leið hans þá fyrir ofan
garð á Tjörnum, þar sem Kristín
Oddsdóttir, vinkona hans, bjó
með Höskuldi manni sínum. Var
hann þá vanur að ríða heim,
hvort sem hann fór suður eða
norður um, og sat löngum á tali
við Kristínu, en manni hennar
þótti slíkt við of og mátti ekki
ráða bót á þessu fyrir ríki Lofts
og vilja konu sinnar. Einu sinni
sem oftar var Lofts von að sunn-
an; það var snemma á túna-
slætti. Einn morgun árla voru
karlar að verki á Tjörnum; sjá
þeir þá lest mikla fara ofan í
dalinn, og þykjast vita, að það
munu vera þeir Möðruvellingar.
Kemur þá Höskuldi til hugar að
leika á konu sína og „launa
jnSu9£) „ eujS giqui'ei oas rauaq
hann þegar inn að hvílunni, þar
sem kona hans svaf og vekur
hana. Spyr hún hann þá, hvað
um sé að vera, hvort Loftur væri
sunnan kominn. „Hann er nú
riðinn um garð með sveinum
sínum og sendi þér enga kveðju,“
svarar Höskuldur. En er hún
heyrði þessa harmasögu, hné
hún aftur í sænginni og var ör-
end. Litlu síðar kemur Loftur
og vill hitta Kristínu; en er
hann frétti tíðindi þau, er orðin
voru, hélt hann leiðar sinnar.
Fékk allt þetta honum svo mik-
ils, að hann komst eigi nema út
fyrir Núpafellsá; þar varð hann
að stíga af hestinum og báru
sveinar hans hann dauðvona
heim á leið til Möðruvalla, en
komst eigi lengra en í Fjósakot;
þar andaðist hann samdægurs.
Munnmælasagnir þessar bera
saman við það, sem Björn á
Skarðsá segir, að Loftur hafi
andazt í fátæklegu koti. Þá
segir einn sagnaritari, að vísur
Lofts hafi fundizt á honum
látnum í treyjuermi hans, og
bendir það til að orðið hafi
snöggt um hann, og hann hafi
eigi andazt heima. En fyrst og
fremst sýnir þó þessi munn-
mælasaga, að fólk hefur trúað,
hve innilega ást þau hafi borið
hvort til annars Loftur og
Kristín. En það er uppistaða
sögunnar.
Sumar heimildir telja, að
Kristín hafi búið á Úlfá, en
samkvæmt sögunni er senni-
legra, að hún hafi búið á
Tjörnum, því að þar lá vegurinn
fram dalinn. Læt ég svo lokið
þessari frásögn um einhvern
ríkasta mann á íslandi.
Þorvarður Loftsson.
Eftir lát Lofts ríka 1432, tók
Þorvarður sonur hans við búi á
Möðruvöllum. En þessi ár voru
viðbrigðarík og óvenjulegir at-
burðir, sem nú gerðust í sögu
þjóðarinnar. Svipar þeim að
ýmsu til þleirra atburða, sem
síðar gerðust á dögum Hunda-
dagakonungsins, enda var þá
annar Hundadagakonungur, sem
þá réð ríkjum í Skálholti, en það
var Jón Gerreksson biskup.
Sumarið 1433 var nótt eina
umkringdur bærinn á Kirkjubóli
á Miðnesi. Lögðu aðkomumenn
brátt eld í bæinn, létu ófriðlega
og vildu þar alla inni brenna.
En ungur maður, vel búinn og
höfðinglegur, brauzt út úr hús-
inu og reyndi að bjarga sér á
flótta, en var skotinn til bana.
Brunnu svo öll húsin. En
brennumenn héldu burt um
morguninn og geipuðu um, að
þeir hefðu framkvæmt réttláta
hefnd, fyrir móðgun, sem þeir
hefðu orðið fyrir.
Ungi maðurinn, sem skotinn
var, var Ivar Vigfússon Hólm,
hirðstjóri, og hafði hann þá
nýlega tekið við embætti af föð-
ur sínum. Hann bjó þarna ásamt
Margréti systur sinni. Hafði
Magnús, fyrirliði sveina Jóns
biskups Gerrekssonar, beðið
Margrétar um vorið, en ívar
neitað honum um ráðahaginn.
Nú voru sveinarnir komnir hér
til að hefna þessarar synjunar.
Og þegar þeir fóru frá brenn-
unni, vissu þeir ekki annað, en
Margrét hefði brunnið inni og
bæði systkinin því látið þar líf
sitt. En örlögin höfðu ætlað
Margréti lengra líf. Hún hafði
einhvernveginn komizt út úr
húsinu og rifið á það gat með
skærum sínum. Og henni tókst
að komast svo frá brennunni, að
enginn varð hennar var. Þessi
ráðagóða sunnlenzka stúlka átti
eftir að koma mikið við sögu
Möðruvalla. Margrét flýði þá til
Norðurlands, og hét því að eiga
þann mann, sem hefði dug til
að hefna harma hennar.
Víkur nú sögunni frá Mar-
gréti. Sumarið áður en þessi at-
burður skeði, 1432, létu sveinar
Jóns Gerrekssonar mjög til sín
taka og sýndu allskonar ofbeldi
og yfirgang. Það sumar tóku
þeir fasta tvo höfðingja og héldu
í fangelsi í Skálholti. Létu þeir
þá vinna ýms auvirðileg verk
eins og að berja fisk, og gerðu
óspart spott að þeim. Þessir
höfðingjar voru Þorvarður
Loftsson á Möðruvöllum og
Teitur ríki Gunnlaugsson í
Bjarnanesi í Hornafirði. Þor-
varður slapp um haustið, en
Teitur sat í fangelsinu til páska.
Sumarið á eftir höfðu þeir
Þorvarður og Teitur samráð sín
á milli að hefna fyrir meðferð-
ina í Skálholti. Þá hafði Kirkju-
bólsbrenna bæzt við óhappaverk