Heima er bezt - 01.10.1955, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.10.1955, Blaðsíða 20
308 Heima er bezt Nr. 10 komu á leiðarenda, spyr Oddur: „Hver skal fyrr mæla bróðir?“ „Skalt þú,“ svaraði Sigvarði, „mun þér erindið náast, eða viltu láta mér eftir nokkuð?“ „Vil ég víst“, kvað Oddur. Sigvarði hugði að um stund og rannsakaði mál þetta vel og lengi, síðan snýr hann sér að Oddi og segir: „Mál þetta hef ég hugað nokkuð, og væri minn sómi meiri, ef eg fylgdi þér vel eftir og gæti um kosti alla, og skal ég þar vel um tala og geta hinna meiri kennda“. Oddur ljómaði við og kvað kviðlinga og annað gaman- rím. Var nú leið á enda, og höfðu þeir bræður hljótt að síðustu, því Oddur vildi huga að málinu vel, og velja því góð orð í kyrr- þey. Þar komu þeir að engi, sem fólk var að verki. Gengu þeir þangað sem bóndi var og heilsa vel. Segjast þeir eiga erindi við hann og verkkonu hans. „Skal hér engan formála hafa“, kvað Oddur. „Er erindi mitt að leita kvonbæna við verkkonu þína, hina erlenzku." „Hef ég eigi þann mála í minni umsjá að gefa konu sjálfráða, og skalt þú leita til mærinnar sjálfur, og hennar samþykki hafa“. Tók þá Oddur festina úr skjóðu sinni og rétti bónda. Tók hann við gjöfinni, og leit glaður við. „Þér vil ég þennan grip gefa, og þar sem hann er dýr nokkuð, veit ég að þú annt mér fylgdar í málinu“, kvað Oddur. „Góður er gripurinn og munt þú mitt traust eiga. Skal eg hér að gott leggja, og þar sem meyjan mælir á er- lenzkri tungu, skal ég þitt mál túlka, og ljóst gjöra, og hennar orð út leggja“. Gengu þeir nú allir til mærinnar, er var að rakstri á enginu, og heilsa þeir bræður henni vel. Gengur þá bóndi fram og segir: „Hér eru komnir bræður tveir, góðir menn og framaðir, og vill sá yngri bón- mál þér flytja. Skal ég hans mál fram bera fyrir vináttu sakir.Lízt mér það góður ráðahagur, þar sem maðurinn er vel fjáður, og gjörir góðan sveitarsóma að þú takir máli þessu vel og mælir ei mót“. Meyjan lítur á manninn um stund, og segir síðan: „Fríð- ur er maðurinn, ekki skal því móti mælt. En hversu vel við dugum saman að búa, skal ég ekki neinu um spá. Taka mun ég bónorði þessu, og mun ég til reiðu verða þá þrjár sólir eru af lofti.“ „Skalt þú, Oddur bóndi, sækja þá meyna á tilteknum tíma, og hennar góss flytja í þinn rann“. Var gert vel að þessum orðum og undu menn því hið bezta. Keypti Oddur það af bónda, að hann flytti sér meyna á ákveðn- um tíma, og skyldi hann sitja festaboð, og vera meyjarinnar svaramaður. Kvöddu þeir bræð- ur síðan og riðu heim. Var nú gert að boði heima á Smálönd- um, og reið Oddur til nábúa sinna og bauð til veizlu. Voru matföng og drykkir heim fluttir, og tjölduð stofan sem bezt. Veizludag var Oddur árla risinn, og sá að húsum. Reisti hann stöng eina mikla og festi á fána af erlendu skipi, er landgrunn hafði kennt og varð eigi út tekið. Bekkir voru settir með borð- um í stofunni og fyrir enda smá- kvartel eitt með hrosshárssetu skrautofinni. Komu nú menn til boðsins og voru leiddir í stofu. Þegar bóndi kom með brúðina, 'gengu þeir bræður, Oddur og Sigvarði, í móti þeim, tóku meyna og leiddn í stofuna. Varð hún glöð við er hún sá hversu vel og ríkmannlega stofan var búin. Stóðu menn úr sætum þá brúð- urin gekk inn. Skildu þeir bræð- ur ekki við hana fyrr e'n hún var sezt á hrosshárspúðann. Töluðu menn síðan almenn tíðindi, og sögðu fréttir úr sveitinni. Allir dáðust að, hversu brúðurin var vel búin. Hafði hún þjóðbúning af Noregi og sómdi sér hið bezta. Bræðurnir Oddur og Sigvarði höfðu úlpur miklar og dökkbrún- ar buxur af flaueli. Þá er allir voru seztir og talað um stund, gekk í loftið klerkur einn hár og tigilegur. Hafði hann hempu og kraga, og staðnæmdist þar sem brúðurin sat. Tók þar sæti og hafði tal nokkuð með henni á erlendri tungu, mátti þar enginn kenna, utan bóndi sá er mærina hafði haldið. Gengu því næst fram svaramenn, og leiddu brúði og brúðguma að klerki. Hafði hann tal nokkuð til brúðhjón- anna, bæði á hérlenzku og er- lenzku máli. Var síðan sungið. Þegar þessu hafði farið fram gengu allir í sæti sín og neyttu matar, var þar stórmannlega veitt. Hestakjöt reykt, úldin grá- slemba og ábrystir. Þegar menn höfðu matast var á borð borinn súrleggjar mjöður vel gerjaður og stóð hann gráður nokkrar. Urðu menn nú glaðir og skemmtu sér við stökur og rím, og kvað hver sem kunni. Þótti eigi hlíta í svo mikilli veizlu að fara með einstæðingsstökur, heldur tóku menn að kveða hin- ar meirikapparímur og láta fylgja langan hala af kveðanda- seim í enda hverrar stöku. Bezt þótti klerkur kveða, bæði var hann raddsterkur og kunni mikið úr Gönguhrólfs-, Bern- harðar og Númarímum. Þá nienn höfðu skemmt sér um stund, gengu þeir út og skoðuðu bú bræðra, sér í lagi hænsnahúsið sem var mikið og gott hús. Nú sótti Oddur fjalarenda og nagla nokkra, bauð mönnum að þeir skyldu þreyta kappraunir nokkr- ar. Var það sú fyrsta að reka naglann í fyrsta eða öðru höggi í gegnum fjölina, það reyndist flestum erfið raun, utan einum bónda er vann þá þraut. Oddur bauð nú öllum í stofu og skyldu þeir þiggja kaffi. Báru gestir þá fram brúðkaupsgjafir sínar, voru það góðir gripir, svo sem járn undir hesta, stafbroddur úr ekta stáli, ullarkambar nýir, kven- mannsskíði úr hvítu eltiskinni vel sköfðu, og nett tóbaksílát úr nautshorni, vel gerður hlutur. Margt var fleira góðra muna. Litu menn gripina um stund og töluðu til. Vænst þótti Oddi um einn mikinn torfljá, er stóð átján tommur á lengd, og var hinn bezti gripur hérlendis gjörður. Kvaddi Oddur sér hljóðs og þakkaði góða gripi. Sagðist finna það hugarþel, sem á bak við lægi alla þessa góðu muni, og skyldu þeir lengi bera þann vott virðingar og kærleika, sem gefendur hefðu sýnt sér. „Vil ég ykkur blessunar biðja fyrir alla hugsan og þenkingu, sem þér hafið til vor. Mun rausn yðar lengi hugkær verða og af gjöfum yðar endurvarpast hlýja til vor. Allir, sem á þessa muni líta, sjá, að hér hafa góðir drengir við komið, og hamingja vor er það, að eiga slíka trygga vini. Skal þessi dagur æ síðan hátíðisdagur

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.