Heima er bezt - 01.10.1955, Blaðsíða 18
306
Heima er bezt
Nr. 10
eyru ber. Hefur mér oft dott-
ið í hug, að hann hefði orðið
siyngur leynilögreglumaður, ef
hann hefði stundað það starf.—
Þeir, sem þekkja Guðmund,
munu allir líta svo á, að hann
muni ekki með neitt fleipur
fara. Og sannfærður er ég um
það, að hann hefði aldrei sagt
mér frá sýn þessari, ef hann
teldi hana ekki jafn raunveru-
lega og hvað annað í lífi hans,
sem ekki verður um deilt.
Á ég þar við það, að þetta
bar fyrir hann, en hins vegar
fullyrðir hann ekkert um hið
dulræna sem í þessum fyrir-
burði felst, þótt hann geti þess
í frásögn þessari, hver skoðun
hans persónulega er, til skýr-
ingar á fyrirbæri þessu. Get-
ur svo hver sem vill lagt sinn
skilning í það, hvaða ástæða,
eða skýring sé fyrir sýn þessari.
Haustið 1919, fer Guðmundur
Guðbrandsson, þá bóndi á Leið-
ólfsstöðum, fram í Laxárdal, til
þess að bólusetja sauðfé við
bráðapest, eins og oft áður, því
á þeim árum var „bráðin”
skæður gestur á flestum heim-
ilum í sveitinni.
Pálssel er fremsti bær í Lax-
árdal, sunnan Laxár. Þá bjó þar
Daði Jóhannesson, bróðir Skúla
Jóhannessonar, sem enn býr á
Dönustöðum, og eru þeir næsti
bær við Pálssel neðan frá.
Guðmundur hafði áður gert
Daða boð um að hann væri
væntanlegur þennan dag fram
að Pálsseli, svo að Daði gæti haft
féð við þegar hann kæmi.
Fyrir utan bæjarlækinn og
túnið í Pálsseli, er hátt og langt
holt, sem var kallað Holtið í
daglegu tali. — Að fara út á
Holtið, eða ef einhver var á
ferð: — Þarna er einhver að
koma, fyrir utan Holtið, eða
— upp Holtið —
Þeir gestir, sem komu neðan
úr dal fóru flestir, á þeim árum,
heim að Pálsseli, eftir götuslóð-
um, að utan og neðan frá ánni,
þar sem þeir liggja af aðal-
veginum, rétt fyrir utan lækinn,
er fellur í Laxá neðanhalt við
Sólheimafoss.
En sökum þess að gótuslóðar
þessir eru óskýrir, þegar kemur
upp með mýrarsundi því, sem
liggur upp með Holtinu að ut-
anverðu, þá fóru menn ýmist
það neðarlega yfir mýrina að
þeir komu þá upp Holtið eða
þeir fóru upp fyrir mýrina og
komu þá heim á Holtið á móts
við bæinn, sem stóð þar fram á
túninu á háum hól.
Guðmundur mun hafa farið
þessa leið í þetta sinn, því þegar
hann kom fram Holtið sá hann
féð, vera að renna heim að fjár-
húsunum, en fjárhúsin standa
spölkorn fyrir ofan bæjarhús-
in. Ef hann hefði komið neðan
Holtið, hefði hann ekki séð
fjárhúsin, því þá skyggðu bæjar-
húsin fyrir. —
Guðmundur þóttist vita að
Daði væri upp við fjárhús að
láta féð inn.
Hann hættir því við að fara
heim að bænum, en fer fram
túnið rétt fyrir neðan bæjar-
hólinn, þar sem bærinn stendur.
En á meðan hann er að
fara þessa leið, hverfa fjárhúsin
á bak við bæinn, þar til að hann
kom upp á svokallaða Fjósflöt
framanhalt við bæjarhúsin, þá
sá hann aftur upp að fjárhús-
unum.
Sér hann þá að Daði stendur
við fremstu húsdyrnar, sem
stóðu opnar og rann féð þar
inn. — Gengur svo Daði að
næstu dyrum, og heldur Guð-
mundur þá, að hann ætli að
láta þar inn líka, en þá hverf-
ur Daði inn í húsið. Og er þá
Guðmundur kominn það nálægt
húsunum, að ekki taldi hann
öllu lengra en sem svaraði 50
metrum.
En þegar hann kemur að hús-
dyrunum, þar sem honum sýnd-
ist Daði fara inn, sér hann, að
þær eru bundnar aftur að utan-
verðu. Það þykir Guðmundi
undarlegt, en opnar samt húsið
og kallar á Daða með nafni, en
fær ekkert svar. Og þá tekur
hann líka eftir því, að ekkert fé
er sjáanlegt í húsunum. —
Verður hónum þá litið heim að
bænum um leið og hann snýr
sér frá dyrunum, og sér hann
þá, hvar Daði kemur, að utan-
verðu við bæinn og stefnir upp
að fjárhúsunum. Guðmundur
hugsar þá, að hann skuli taka
eftir því, hvar Daði byrjar að
Tveir
Hreystitaugar hér má sjá,
héraðsbaug, sem glitrar á,
fögur augu, björt og blá,
Böðvar Laugarvatni frá.
Oftast glaður, orðaþjáll,
óðs í vaði snjall og háll,
umtalaður eins og Njáll
er Hjálmsstaðaskáldið Páll.
Jósep J. Húnfjörð.
láta inn féð. Og gerir hann það
þá í sömu röð og hann áður
gerði, eða Guðmundi sýudist. —
Fór Guðmundur þá að bera
saman í huganum þá sýn, sem
hann sá fyrst þegar hann kom
heimundir fjárhúsin, og nú þeg-
ar hann sér Daða raunverulega
vera að láta féð inn, og virðist
honum elginlega enginn munur
þar á vera. —
í þetta sinn var veður bjart og
glatt sólfar, svo ekki var hægt að
kenna um daufri birtu, og því
síður myrkri.
Ekki fannst Guðmundi vert að
segja Daða frá sýn þessari. Og
var það sérstaklega af þeirri
ástæðu, að almennt var svo á
litið á þeim árum, að slíkar sýn-
ir boðuðu feigð þess er sást á
þeim stað sem hann ekki var,
þegar hann sást.
En Guðmundur var sjálfur
strax á þeirri skoðun, að um
slíkt væri ekki að ræða — enda
er Daði enn á lífi, þegar þetta er
ritað — heldur hafi hugur Daða
verið þarna að verki. Og hugsar
Guðmundur það þannig, að þeg-
ar hann hafi verið að koma heim
á túnið fyrir neðan bæinn, þá
hafi Daði verið að hugsa um féð,
að það væri sennilega komið
heim að fjárhúsum og hann
þyrfti að fara upp að húsum að
láta það inn. —
Jóh. Ásgeirsson, skrásetti.