Heima er bezt - 01.10.1955, Blaðsíða 25

Heima er bezt - 01.10.1955, Blaðsíða 25
Nr. 10 Heima er bezt 313 Ævintýrið um H. C. Andersen Eftir Undir stikilsberjarunnanum. Hans Christian er nú tójf ára og hefur stækkað mikið. Hand- leggir, fætur og nef er svo langt, að það vekur eftirtekt fólksins. Hann stundar stöðugt leiklist- ina, og leikur oft sjálfur skop- leiki. Til þess notar hann föt móður sinnar og býr til sérstæð- ar manntegundir. Það eru erfið- ir tímar fyrir Önnu Maríu og oft getur hún ekki útvegað næg- an mat handa þeim báðum. Hún þvær fyrir nágrannana og tek- ur að sér alla þá vinnu, sem henni býðst. Hans Christian hefur verið settur í skóla handa fátækum börnum, og þegar hann kemur heim er hann ákaflega einmana. Brúðurnar og leikheftin eru einasta dægrastyttingin. Hann situr á kassa við stikils- berjarunnann og saumar brúðu- föt eða les. Stundum situr hann með augun lokuð, án þess að hafa nokkuð fyrir stafni. Stund- um skrifar hann líka og hefur alltaf með sér blýant og pappír. Anna María er að sópa húsa- garðinn með sófli. „Hvernig tala kóngar og prinsessur, mamma?" „Það hef ég aldrei heyrt“, svarar móðirin, „en þess háttar fólk talar víst ákaflega vandað mál“. „Já, nú hef ég fundið það út“, segir hann og skrifar eitthvað niður. „Guten morgen, mon pére, hafið þér sleeping vel?“ „Hvað ertu að gera núna?“ spyr móðirin. „Það er leikrit“. „Já, þú hefur nóg að gera, en þú verður sjálfur að taka til eftir þig. Ég get ekki unað við allt þetta rót, og tuskur um all- „Ég skal taka til, mamma, en an garðinn“. Karen Margrethe ég hef bara svo mikið að gera í dag“. „Mikið að gera, jú, þú ert að búa til leikrit og hugsar ekki um annað en brúðurnar þínar og brúðuleikhúsið. Þú saumar og saumar alla daga. Þú ætlar þér áreiðanlega að verða klæðskeri“. „Nei, ég vil ekki verða klæð- skeri“, svarar Hans Christian. „Ég vil stunda leiklistina“. „Já, þá áttu von á góðu“, svar- ar móðirin. „Þú verður látinn svelta og drekka olíu til þess að verða nógu liðugur. Það hef ég heyrt, að þeir geri. — Nei, líttu bara á Stegmann klæðskera! Hann hefur það gott. Hann býr 1 Krossbænum, hefur stóra glugga og menn í vinnu. — Ef þú yrðir einn þeirra, væri þér vel borgið“. „Ég vil stunda leiklistina, mamma". „Jæja, drengur minn, en það er ég, sem ákveð það. Bara að pabbi þinn hefði lifað. Hann var skynsamur maður, þó að hann væri dálítið sérvitur. — Æjá, það er mikil ábyrgð, sem hvílir á mér. Hvað skyldi verða úr þér, sláninn minn.“ „Ég vil verða frægur, mamma." „Frægur“, endurtekur móðirin. „Já“, segir drengurinn. „Fyrst verður maður að ganga í gegn- um svo hræðilega mikið illt og svo verður maður frægur“. „Já, þú talar eins og þú hefur vit til“. En nú koma gestir, rödd ömmu heyrist úr eldhúsinu. „Nú, þið eruð þá hérna að slæpast!“ „Nei, ég er ekki að slæpast, amma“, hrópar drengurinn. „Ég er iðinn“. „Líf mitt leyfir sannarlega engan slæpingshátt“, andvarp- ar Anna María. „Ég verð að taka svolítið til hér heima, áð- ur en ég fer að þræla fyrir aðra. Bitsch Eftir hádegið fer ég niður að ánni til að þvo fyrir bæjarfóget- ann og í kvöld fer ég að þvo flöskur í lyfjabúðinni“. „Já, þú hefur nóg að hugsa um, Anna María. Það var óham- ingj a, að þú skyldir missa mann- inn þinn. En misstu ekki kjark- inn. Það hefur litið illa út fyrir fleirum en þér — jú, svo sannar- lega. Hugsaðu þér bara, hvað ég hef orðið að þola. Maðurinn minn gengur um bæinn og er hafður að háði og spotti, af því hann er ekki með fullum söns- um. Þú hefur þó drenginn“. Amma og Anna María setj- ast á lítinn bekk við eldhús- dyrnar. Nágrannakonan hefur komizt að því að amma er í heimsókn, og hana langar í ofurlítið rabb. Hún á dreng á aldur við Hans Christian; en í hennar augum er hann allt öðruvísi en sláninn hennar Önnu Maríu, og hún á erfitt með að stilla sig um að finna að þessum einkennilega dreng. Hún teygir höfuðið yfir girð- inguna. „Nú, þarna sitjið þið og njótið sólarinnar“, kallar hún til þeirra. „En langi sláninn þinn hefur ekkert fyrir stafni. — Hvað á það að þýða, að sitja lengi með lokuð augu um há- bjartan daginn?“ „Kannske er eitthvað að aug- unum í honum“, segir móðirin. „Mér finnst, þú ættir að láta hann gera eitthvað gagnlegt“, segir konan, „svo að þú þurfir ekki að þræla svona“. „Hann er ekki nógu stálpaður til þess“, segir Anna María. „Já, við erum ekki ætíð sam- mála“, segir amman og stingur stafnum hart niður í jörðina. Hún kann illa við að það sé fundið að drengnum. „Ég held nú samt, að það verði eitthvað

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.