Heima er bezt - 01.10.1955, Blaðsíða 5
Nr. 10
Heima er bezt
293
beinin fundu fyrir nær 50 árum,
en hann var forfallaður og gat
ekki farið.
Segir nú ekki margt af ferð-
inni. Veðrið var gott. Hestarnír
viljugir og vegurinn sæmilegur,
þar til inn kom að Fossabrekk-
um. Var mest um það rætt á leið-
inni, hvort við myndum finna
beinin, því að Guðbrandur, leið-
sögumaðurinn, hafði farið svo
ungur að heiman frá Hlíð, að
hann mundi ekki vel um afstöð-
una, — en allnákvæma lýsingu
höfðum við fengið hjá Magnúsi
bþnda í Hraunholtum.
Þegar upp var komið á brún-
irnar, og útsýn opnaðist inn á
Leirdal, var stigið af hestbaki og
farið að athuga umhverfið. Er
þarna gróðurlaust mjög og auðn-
arlegt yfir að líta. — Til vinstri
var klettaraninn og hafði okk-
ur verið sagt, að þar sem kletta-
beltið væri hæst, væru beinin,
en allur hjallinn er nokkuð lang-
ur. Dreifðu menn sér nú með-
fram klettunum og leituðu bein-
anna. — Ég held að Gísli Gests-
son hafi fyrstur komið auga á
kumlið.
Var þarna ofurlítil dys af smá-
steinum fast upp við klettana.
Efst, næst klettunum höfðu
nokkrir smásteinar verið teknir
í burtu, og sá þar í höfuðbein af
manni, en að öðru leyti voru
beinin hulin.
Ég hafði heyrt að beinin væru
inni í litlum skúta, en svo var
ekki. — Þarna er klettabeltið um
tvær mannhæðir, þverhnípt og
vottar fyrir stuðlamyndun. Á
þessum eina stað við klettabelt-
ið, skagar einn stuðullinn nokk-
uð fram, og í horninu, sem
myndast milli stuðulsins og
klettabeltisins, voru beinin. —
Við tíndum allt lausagrjótið í
burtu og kom þá beinagrindin öll
í ljós, eða það sem eftir er af
henni. — Er svo að sjá, sem bein-
in hafi aldrei verið hreyfð. —
Höfuðbein sáust greinilega og út-
limabein að mestu. Mátti glöggt
sjá á legu útlima-beinanna,
hvernig maðurinn hafði setið á
hækjum sínum í horninu sem
þarna myndaðist af klettabelt-
inu og stuðlinum. Gísli Gestsson
tók mynd af beinunum, eins og
þau lágu óhreyfð. — Við tíndum
síðan smásteinana aftur yfir
beinin hljóðir og hugsandi, og
huldum allt eins og áður var.
Ég tel að útlimabeinin hefðu
molnað við minnstu hreyfingu.
— Við horfðum um stund á dys-
ina. — Saga mannsins, hans síð-
ustu lífsstundir, lá fyrir augum
okkar sem opin bók. — Hann er
á leið inn yfir fjall úr Hnappa-
dalnum. — Á hann skellur stór-
hríð. — Hann hefur vindinn og
hríðina í fangið, og framundan
er Leirdalurinn kennileitalaus
og villugjarn. Maðurinn hugsar
sér að leita sér skjóls upp við
klettabeltið. Hann ætlar að hvíla
sig og sjá hvort veðrið lægir ekki.
— En hvíldin hefur orðið löng.
•— Þreytan og kuldinn hefur hel-
tekið þennan einmana ferða-
lang, og náttbólið hefur orðið
gröf hans.
En hver hefur þessi maður ver-
ið? Hve langt er síðan þetta
skeði? Er nokkurt samband á
milli þjóðsögunnar og þessara
beinaleifa í auðn fjallanna?
Þessum spurningum verður
víst aldrei svarað með fullum
rökum, en ég vil reyna í þessum
þætti að telja fram þau rök, er
tengja saman beinin undir
Beinakasti og söguna um mann-
inn með sauðarfallið —
Ég skal strax taka það fram,
að við verðum þarna fyrir nokkr-
um vonbrigðum, við athugun
beinanna þarna sáust engin
kindabein, hversu vel, sem við
leituðum, en það hefur ætíð fylgt
sögunni um beinin undir Beina-
kasti, að þar væru líka kinda-
bein. — Þeir sem beinin sáu eftir
síðustu aldamót staðhæfa flest-
ir, að hafa séð þar bein úr full-
orðinni kind. — Get ég varla
dregið í efa að þeir skýra þar rétt
frá.
Þessi saga um heimsókn ó-
kunna mannsins að Hlíð í
Hnappadal, á að hafa gerzt fyrir
170 árum eða þar um bil. — f
raun og veru er þetta ekki lang-
ur tími fyrir þjóðsögu og vel get-
ur sannleiksgildi hennar verið
óbrjálað allan þennan tíma. — í
þjóðsögunni er getið um nafn
elztu telpunnar, sem heima var
á Hlíð, þegar ránsmaðurinn
heimsótti börnin. Nú lá næst fyr-
ir mig, ef ég vildi leita sannleik-
ans í þessu máli, að athuga
kirkjubækur frá þessum tíma úr
Kolbeinsstaðasókn, en þangað
átti Hlíð kirkjusókn. Þetta hef
ég líka gert, en á því var ekkert
að græða. — Allar kirkjubækur
úr Kolbeinsstaða-kirkjusókn frá
árunum 1780 til 1800 eru glatað-
ar. Aðeins eru til 4 rotin og máð
blóð, frá einu ári, en heimilisfólk
frá Hlíð er ekki á þessum rotnu
ðlöðum. —
Þá var næst að athuga mann-
talið frá 1801, og sjá hverjir eru
þá ábúendur á Hlíð. — Á því var
þó lítið að græða. — Hjónin, sem
þá búa á Hlíð eru bæði um
fimmtugt, og hjá þeim eru heima
þrjú böm. Elzt er dóttir 13 ára
og drengir tveir 10 og 7 ára. Eng-
in Ólöf er þar þá á heimilinu. —
Ef sagan hefur gerzt á árunum
1784 til 1786, og stúlkan, sem
elzt var af börnunum á Hlíð
hefði þá verið 10 til 12 ára. þá
ætti hún að vera 25 til 27 ára á
manntali árið 1801. Hún gæti
líka vel verið farin að heiman
eða látin. — Kirkjubækurnar,
sem þarna gátu sannað eða
staðfest að nokkru leyti þjóð-
söguna eru glataðar. Sönnun eða
staðfesting á þjóðsögunni fæst
því engin. — Það verða því líkur
einar, sem hægt er að byggja á.
— En líkurnar eru margar, þótt
ég geti ekki rúmsins vegna getið
þeirra allra. — Höfuðrökin hafa
glatast með kirkjubókunum.
Þeir bræður frá Hlíð, sem nú
eru á sextugs og sjötugsaldri,
muna vel beinafundinn fyrir 50
árum. — Magnús Magnússon
bóndi í Hraunholtum, sem er
þeirra elztur man þó ekki glöggt
eftir kindarbeinunum, en heyrði
þó um þau talað. Guðmundur
Magnússon, sem nú býr að Ön-
undarholti í Villingaholtshreppi
man vel eftir kindarbeinunum,
en telur þau hafi verið utan við
dysið. Hann telur sig hafa séð
beinin fyrst 1904—1905. — Hann
man ákveðið eftir langlegg af
fullorðinni kind ásamt völunni.
Telur hann að leggurinn hafi
legið utan við dysina, en man
ekki glöggt eftir öðrum kindar-
beinum. — Gunnlaugur Magnús-
son frá Hlíð, sem bjó í Miðfelli í
Hreppum, og nýlega er látinn,
sá fyrst beinin, er hann var 10
til 11 ára. — Hann fullyrti að
kindarbein hefðu verið þar líka.
— Hann mundi glöggt eftir