Heima er bezt - 01.10.1955, Blaðsíða 27
Nr. 10
Heima er bezt
315
gömlu, fínu húsgögnunum,
Speglum, teppum og púðum.
Slíku er hann ekki vanur og
hann nýtur þess.
Hann úthellir hugsunum sín-
um og ríku ímyndunarafli yfir
þá, sem honum þykir vænt um.
Hann leikur, les upp og syngur
vísur. — Honum er hrósað, og
það er einmitt það, sem hann
þráir mest.
Hér heyrir hann í fyrsta skipti
orðið skáld; hann fær lánaðar
kvæðabækur og hann les nú
leikrit Shakespeares.
Hann er ekki hræddur við
fullorðna fólkið eins og hinir
drengirnir. Þeir eru miskunnar-
lausir. Þeir hæða hann og hlæja
að honum. Dag nokkurn hleyp-
ur heill hópur á eftir honum og
hrópar: Skopleikaskrifari. Hinir
löngu fætur hans bjarga honum
frá þessum æpandi skara.
Foreldrarnir fluttu lengra inn
í götuna, fram undan hliðinu
upp að Munkamyllu. Þar fengu
þau garð. Hann lá að ánni og
upp að garði nágrannans, Falbe
etatsráðs.
Löngun Hans Christians til
þess að láta taka eftir sér og
dást að sér, varð sterkari með
aldrinum. Hafði hann heyrt fólk
segja, að hann hefði fallega
söngrödd, og strax á eftir reyndi
hann að græða á því. Hann söng
í garðinum svo að heyrðist víða
vegu. Kyrrlát sumarkveldin stóð
hann á stórum steini úti í ánni
og söng hástöfum, þangað til
margir voru komnir til að hlusta
á hann. — Ef etatsráðið hafði
gesti hjá sér í garði sínum, fór
Hans Christian að syngja hinu-
megin við limgirðinguna. Er
hann var búinn, hlustaði hann
vandlega, hvernig söng hans var
tekið. Eitt sinn heyrði hann ein-
hvern segja, að þetta væri falleg
rödd og hann yrði áreiðanlega
hamingjusamur vegna hennar.
Slíkt mundi hávaxni drengur-
inn og beið þess, að eitthvað
merkilegt skyldi gerast. Eitt-
hvað ævintýralegt kæmi fyrir
hann.
Hann hafði heyrt, að keisara-
dæmið Kína væri hinumegin á
jörðinni, beint undir Odense.
Hann hugsaði sér að það væri
alls ekki óhugsandi, að kín-
verskur prins kæmi á stjörnu-
björtu kvöldi upp úr jörðinni,
eins og moldvarpa, kæmi upp í
garðinn hans, heyrði hann
syngja og tæki hann með í ríki
sitt, þar sem hann yrði ríkur og
voldugur. — En einhverntíma
ætlaði hann að koma aftur heim
til Odense og búa í höll og vera
frægur. Hann bjó til teikningu
af höllinni.
Hann dáðist að tignu fólki, og
smátt og smátt varð hann svo
þekktur í bænum, að margir
vildu heyra hann syngja og lesa
upp.
Sjálfur biskupinn sendi meira
að segja boð eftir hinum unga
söngvara, og hjá honum sá
Höegh-Guldberg ofursti dreng-
inn í fyrsta skipti. Ofurstinn
fékk áhuga fyrir drengnum
og vildi gjarna hjálpa honum;
hann sá hve gáfaður hann var,
en líka, að hann vantaði mennt-
un.
Hans Christian kom eftir
þetta oft til Guldbergs. Þar
reyndi fólkið að gera drengnum
skiljanlegt, að maður verður að
menntast og læra, til þess að
geta komizt áfram í lífinu.
Drengnum féll ekki slíkt tal;
en er ofurstinn eitt sinn sagði
honum, að hann gæti heimsótt
Christian prins, síðar Kristján
áttunda konung, sem bjó í O-
densehöll, var hann fullur áhuga
og tilhlökkunar.
í heimsókn hjá prinsinum í
höllinni! Nú fannst honum æv-
intýrið vera að byrja.
„Ef prinsinn spyr þig, hvað
þig langi til að verða“, sagði of-
urstinn, „þá skaltu segja að þig
langi óskaplega til þess að verða
stúdent“.
Anna María lætur drenginn
fara í sparifötin, með silkiklút
á brjóstinu, og nú gengur hann
hreykinn gegnum bæinn.
En þegar hann kemur til
hallarinanr ólmast hjartað í
brjósti hans. Hann sér fína
þjóninn með silfurhúna á stafn-
um, nemur staðar og dirfist ekki
að fara lengra. — En prinsinn
hefur sent honum boð; það hef-
ur mikla þýðingu fyrir framtíð
hans.
Hann skautzt framhjá þjón-
inum inn í móttökusalinn, og
þar stendur prinsinn, hár og
föngulegur, með dökkt, hrokkið
hár.
Nú er hann ekkert feiminn
lengur, nú er hann öruggur og
fullur sjálfstrausts, þar sem
hann stendur frammi fyrir hans
konunglegu tign. Hann syngur
og flytur leikatriði eftir Holberg
og gengur með lífi og sál upp í
listinni.
Prinsinn spyr hann, hvort
hann ætli að stunda leiklist.
Hans Christian verður svo undr-
andi yfir þessari spurningu að
hann svarar í einlægni, að það
sé heitasta ósk sín, en honum
hefði verið sagt að segja, að
hann vildi ganga á skóla og
verða stúdent. Hans Christian
heldur að hann hafi höndlað
hamingjuna, en svo koma von-
brigðin.
Prinsinn ræður honum til að
læra einhverja iðn.
Drengur hneigir sig og fer;
en prinsinn hefur án efa tekið
eftir vonbrigðunum í svip hans.
Enda þótt vandamálið um
framtíðarstarf hans væri meira
og meira ágengt í huga hans,
er hann átti nú að fermast, þá
vildi hann hvorki heyra nefnt
að verða klæðskeri, eins og
móðir hans vildi, eða rennismið-
ur eins og prinsinn hafði stung-
ið upp á.
Fermingardagurinn nálgaðist.
Hans Christian átti að ganga til
fermingarundirbúnings hjá
stiftisprófastinum. — Fátæku
börnin gengu til aðstoðarprests-
ins, en þau hræddist hann, svo
að hann kaus heldur að láta í
minni pokann fyrir latínuskóla-
nemendum og heldri manna
börnunum. Heldur ekki meðal
þeirra fann hann til neinnar
vinsemdar í garð félaga sinna.
Aðeins eitt af börnunum, lítil
stúlka, gaf honum eitt sinn rós.
Hann gleymdi aldrei síðan, að
það var þó ein manneskja, sem
virtist kæra sig um hann.
Klæði föður hans voru saum-
uð upp handa honum og í fyrsta
skipti á ævinni fékk hann nú
stígvélaskó.
Hátíðisdaginn gengur hann
glaður og stoltur inn eftir
kirkjugólfinu við hliðina á móð-
ur sinni. Það brakar í stígvél-
unum. Hann hefur stungið
buxnaskálmunum ofan í þau,
bvo að þau sjáist nú verulega vel.