Heima er bezt - 01.11.1958, Síða 5

Heima er bezt - 01.11.1958, Síða 5
hann hefur síðan gengið, og lengst af sinnti hann kennslustörfum jafnframt háskólanáminu. Hann var kennari við Barnaskólann á Akureyri fyrir Þorstein M. Jónsson 1932—33, stundakennari við Samvinnuskólann 1933—34 og við Menntaskólann á Akureyri 1934—36. Af kennslustörfum, rannsóknum og bókagerð á sviði íslenzkrar málfræði er Halldór Halldórsson orðinn þjóð- kunnur. Að loknu magistersprófi varð hann kennari við Menntaskólann á Akureyri, og var hann aðal-íslenzku- kennari skólans til 1951. Kenndi hann og stundum aðrar námsgreinar en íslenzku. í kennslustarfinu naut Halldór sín prýðilega. Hann var ágætlega lærður í sinni grein, áhugasamur, kröfuharður, duglegur og afkastamikill. Hann tamdi nemendur við nákvæmni og skýrleik í hugs- un, og fróðleik skorti þá ekki, sem af honum vildu læra. Til hafði hann og að bera þann myndugleik, að enga nemendur vissi ég gera sér dælt við hann. Veit ég líka, að sumir hafa gagnrýnt einstaka þætti í kennslufari hans, enda fer ekki hjá því, að um mikilhæfa menn og starf þeirra verði deildar skoðanir. En hafi nemendum stundum þótt hann úr hófi hvass í aðfinnslum og bitur í gagnrýni, þá var það vegna þess, að hann þoldi ekki grautarlega hugsun, böðulslega framsetningu eða fúsk í starfi. Það leyfði hann aldrei sjálfum sér og þá ekki öðrum heldur, og duga stundum engin vettlingatök, né verður með öllu óþægindalaust, þegar slíkt er kveðið niður. Ég, sem þetta skrifa, átti þess kost að njóta kennslu Halldórs í menntaskóla fjóra vetur samfleytt. Var mér kennsla hans öll með ágætum, og hef ég af fáum meira lært. Árið 1951 var Halldór Halldórsson kvaddur að Há- skóla íslands, varð þar dósent og síðar prófessor í ís- lenzku nútíðarmáli og hagnýtri íslenzkukennslu. Hafa góðir kostir enn enzt honum þar til orðstírs. Um það leyti, sem hann var skipaður dósent, var hann tekinn að vinna að hinu mikla riti sínu um íslenzk orð- tök. Það rit kom út 1954, og fyrir það fékk hann dokt- orsnafnbót. Er þá komið að öðrum höfuðþættinum í lífsstarfi Halldórs, en það eru ritstörf hans og fræði- mennska. Alla tíð jafnframt kennslunni hefur Halldór unnið mikið að málfræðirannsóknum og ritstörfum. Skal hér getið hins helzta, er eftir hann liggur. Stafsetningarregl- ur, 1946 (2. útg. 1952). Stafsetningarorðabók með skýr- ingum, 1947. íslenzk málfræði handa æðri skólum, 1950. Egluskýringar handa skólum, 1950. íslenzk orðtök, doktorsritgerð sú, er áður getur, 1954. Kennslubók í setningafræði 1955. Kennslubók í íslenzkri málfræði 1956. Nýyrði II—IV, 1956. Enn er að koma á markað- inn hjá Bókaforlagi Odds Bjömssonar ný bók eftir hann, og. nefnist hún Örlög orÖanna. Þá er ótalinn fjöldi fræði- legra ritgerða í tímaritum, afmæliskveðjum og blöðum. Frá því 1954 hefur Halldór verið ritstjóri Skírnis, tímarits Hins íslenzka bókmenntafélags. Hann sá um þáttinn íslenzkt mál í Ríkisútvarpinu 1952—53 og þátt- inn íslenzk málþróun 1953—54, og íslenzkuþætti hefur hann skrifað í tímaritið Samtíðina og nú að staðaldri í dagblaðið Tímann. Fru Sigríður Guðmundsdóttir og Halldór Halldórsson. Þessi upptalning sýnir bezt, hvílíkur starfs- og af- kastamaður Halldór Halldórsson er, að hann skuli hafa komið öllu þessu í verk meðfram umfangsmikilli kennslu, þar sem hann hefur aldrei hvikað hársbreidd frá skyldu sinni. I tengslum við starf sitt og sérgrein hefur Halldór Halldórsson tekið nokkurn þátt í félagsmálum og skyld- um störfum. Hann var ýmist formaður eða varaformað- ur Fél. menntaskólakennara um tíu ára skeið, frá 1942— 52. I stjórn byggingasamvinnufélagsins Garður á Akur- eyri 1947—51. I Götunafnanefnd Akureyrar 1946—51. í Örnefnanefnd frá 1957. Og árið 1955 sótti hann 1. þing Alþjóðasambands germanskra málfræðinga í Róm. Halldór Halldórsson hefur verið gæfumaður. Honum voru gefnir góðir hæfileikar, sem hann hefur lagt við verðuga rækt. Hann hefur átt því láni að fagna að geta helgað sig nær óskiptur hugðarefnum sínum og hafizt á því sviði til þess frama og þeirrar virðingar, sem hér verður auðið. í annan stað er það gæfa hans að eiga ágæta konu, frú Sigríði Guðmundsdóttur, og gott heim- ili, og allir, sem honum hafa kynnzt persónulega, meta hann mikils. Hann á karlmannlegt og jákvætt lífsvið- horf, er jafnan glaður og reifur, höfðingi heim að sjekja, veitull og skemmtinn. Hann stendur næst mannshugsjón Hávamála, enda munu þau vera eftirlætiskvæði hans. Að lokum vil ég ekki láta undir höfuð leggjast að geta þess, ef mér skyldi ekki verða þess síðar auðið, að fár eða enginn mér óskyldur hefur reynzt mér betur en Halldór Halldórsson, þegar mikið lá við. Heima er bezt 367

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.