Heima er bezt - 01.11.1958, Qupperneq 7
hafði áður til landsins komið nema faðir hans, Kristján
IX, er hann kom með „frelsisskrá í föðurhendi“ 1874.
Ekki er því að spyrja, að mikill fjöldi fólks streymdi
til höfuðstaðarins víðsvegar að af landinu, til þess að
vera við konungskomuna, en þó sérstaklega hátíða-
höldin á Þingvöllum 2. ágúst.
Þótt ég hefði nú til Þingvalla komið, eins og fyrr
segir, lék mér mjög hugur á að komast á þessa hátíð.
Það ýtti einnig undir mig, að frænka mín, Jakobína
Davíðsdóttir Ketilssonar, sem þá átti heima á Eskifirði
hjá Jóni bróður sínum, hafði skrifað mér og tilkynnt
komu sína til Reykjavíkur, og taldi hún sjálfsagt, að
ég kæmi með til Þingvalla, en þangað var för hennar
heitið.
Mikið gekk á í bænum við undirbúning konungs-
komunnar. Konungur og eitthvað af fylgdarliði hans
átti að búa í Menntaskólanum. Marga undanfarna mán-
uði hafði verið unnið að því, að gera þetta gamla, virðu-
iega hús hæfilegan konungsbústað. Hvarvetna um bæinn
voru hús máluð, og daginn áður en konungur stigi á
land, voru allar götur hreinsaðar og vatnsbomar. Bær-
inn mátti því kallast sem sápuþveginn. Svo rann hinn
mikli dagur upp, 31. júlí, er konungur sté á land með
mikilli viðhöfn.
Austurvöllur og allar götur í miðbænum voru troð-
fullar af fólki. Þar í fólksþyrpingunni rakst ég óvænt á
föður minn, sem var rétt í þeim svifum að koma með
skipi að norðan.
Orskammri stundu eftir að konungur gekk í land,
vitnaðist það, að hann væri staddur mitt á meðal fólks-
ins við Austurvöll. Hafði hann afldæðst einkennisbún-
ingi sínum og var nú klæddur á borgaralega vísu. Ann-
ars hefir svo margt verið ritað um þessa konungskomu
í blöð þess tíma, að ekki skai orðlengt meira um hana.
En víkjum nú að Þingvallaferðinni.
A þessum árum rak Ditlev Thomsen, konsúll, stór-
verzlun í Reykjavík, „Thomsens Magasin“. Þá var aug-
Iýst í öllum blöðum bæjarins „Allt fæst í Thomsens
AIagasin“, Thomsen var eini maðurinn í bænum, sem
hafði þrjá síma, voru þeir nr. 1, 2 og 3. Eitt af mörgu,
sem Thomsen hafði með höndum, var að leigja ferða-
mönnum hesta í lengri og skemmri ferðir. Nærri má
geta, að ekki var auðvelt að fá hesta lánaða til Þing-
Fyrsta gönguför konungs i Reykjavík.
Brottförin frá Reykjavik. — Fremstir fara konungur og
Hannes Hafstein ráðherra.
valla, þar sem að minnsta kosti hálfur bærinn ætlaði
austur, og margt aðkomufólks að auki, að vísu höfðu
margir kornið ríðandi. Við Jakobína höfðum ekki önn-
ur ráð en að fá lánaða hesta hjá Thomsen, og vissum
við þó, að það voru engir gæðingar, en ekki dugði að
sjá í það. Austur urðum við að komast.
Einn þeirra, sem suður hafði komið á hátíð þessa,
var Guðmundur Guðmundsson, hreppstjóri á Þúfna-
völlum. Hann hafði margt hesta, og lánaði hann föður
mínum, Einari Sigfússyni, bónda á Stokkahlöðum, hest
til ferðarinnar. Urðum við því fjögur samferða til
Þingvalla. Tímanlega var lagt af stað, því að ferðin
tók um 8 klukkustundir, jafnvel þótt reynt væri að fara
dálítið liðugt.
Á undan konungsfylgdinni fór maður, til þess að
ryðja veginn. Þegar austur kom á heiðina, náði hann
okkur og skipaði okkur út af veginum, því að nú kæmi
konungur og föruneyti hans. Brugðum við skjótt við,
og biðum utan vegarins, meðan konungsliðið fór frarn-
hjá.
Fremstir riðu þeir Friðrik konungur og Hannes Haf-
stein ráðherra, samsíða að kalla mátti. Vagn var hafður
með í förinni, ef konungur skyldi þreytast á hestbaki.
En hann kaus heldur hestinn, og sagt var, að hann hefði
aldrei notað vagninn.
Að áliðnum degi komum við á Þingvöll, var þá
komin sallarigning, en milt veður. Tjaldborg mikil
hafði verið reist á völlunum, og voru tjöldin leigð hverj-
um sem hafa vildi. Okkur gekk greiðlega að ná í tjald
og koma hestum okkar í gæzlu, en reiðtygi og annan
farangur bárum við í tjaldið, sem strax var gefið nafnið
Eyfirðingatjald. Auk okkar fjögurra bættust þau í
tjaldið Jónína Magnúsdóttir frá Grund í Eyjafirði og
Karl Finnbogason, síðar skóiastjóri á Seyðisfirði. Hann
var að vísu Þingeyingur, en hafði dvalizt um hríð í
Eyjafirði og var þar öllum að góðu kunnur. Var hann
því tekinn í hópinn, sem góður og gildur Eyfirðingur.
Þegar við höfðum setzt að um kvöldið, var tjald-
skörinni lyft upp, og inn gægðist ókunnug kona. Spyr
hún hverjir þar búi, og hvort unnt sé að fá að sofa í
tjaldinu um nóttina. Við sögðumst vera Eyfirðingar,
en pláss væri henni heimilt. Ekki man ég iengur, hvað-
Heima er bezt 369