Heima er bezt - 01.11.1958, Side 9

Heima er bezt - 01.11.1958, Side 9
á höfði. Þannig var hann og klæddur nú. Hann settist upp í vagninn, þögull og hátíðlegur. Síðan var lagt af stað og Þingvellir kvaddir með söknuði í huga. Farið var sem leið liggur, upp úr Almannagjá, fram hjá Kára- stöðum og upp á Mosfellssheiði. Þegar komið var spölkorn upp á heiðina, fór skáldið að fá munnherkjur af kulda. Var veður þó milt og lygnt. Svo vel vildi til, að ég hafði þykkt sjal með í ferðinni, og bauð ég nú skáldinu sjalið. Virtist hann verða því feginn, sveipaði hann því um herðar sér, en upp úr stóð harði hatturinn. Ekki talaði hann orð við okkur alla leiðina, hefir því líklega verið í skáldaþönk- um. En þetta gerði okkur ekkert. Það fór vel um okkur, og Karl var hinn skemmtilegasti, eins og þeir sem hann þekktu, kannast við. Til Reykjavíkur kom- um við undir morguninn. Á Laugaveginum varpaði skáldið af sér sjalinu og sté af vagninum, án þess að kveðja. Við Jakobína flýttum okkur í rúmið og sváfum vært fram um hádegi, sælar af því að hafa verið við- staddar konungskomuna á Þingvöllum 1907. — Seinni- part dagsins fór ég til vinnu minnar á stöðinni. Vorið eftir fór ég alfarin norður. Síðan liðu 41 ár svo, að ég kom ekki á Þingvelli. Að vísu kom ég nokkrum sinnum til Reykjavíkur á þeim árum, en aldrei gafst mér tóm til að bregða mér til Þingvalla. Sumarið 1948 var ég stödd í Reykjavík og heimsótti þá Jakobínu Davíðsdóttur, sem þá hafði verið búsett í Reykjavík alllengi. Bar þá Þingvallaferð- ina 1907 á góma eins og ætíð, er við höfðum hitzt. Datt okkur nú í hug, að gaman væri að skjótast til Þingvalla og rifja þar upp gamlar minningar. Nú þurfti ekki að panta bikkjur hjá Thomsen. — Það fyrirtæki, „Magasinið“, og allt saman var löngu undir lok liðið. Ekki þurfti annað en að hringja á bílstöð og panta farið. Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir slóst með í för- ina. Við mættum á bílstöðinni á tilteknum tíma, og svo rann bíllinn af stað. Nýir tímar og nýr vegur var kominn. Nú var heiðin ekki lengur farin, heldur inn Mosfellsdalinn og framhjá Gljúfrasteini, þar sem Nobelsverðlaunaskáldið situr. Aður en varði vorum við komin í áfangastað. Hvílíkur munur, eða dragnast áfram allan daginn á vondum hestum. Við fórum heim í Valhöll og drukkum kaffi. Síðan gengum við á Lögberg og upp á gjárbarminn gegnt fossinum, sem enn steypist „ofan í Almannagjá“. Þar á eftir fórum við heim að Þingvallabænum og skoðuð- um legstaði skáldanna tveggja, sem þarna hvíla. Osjálf- rátt verður manni að spyrja: Eru það nú áreiðanlega bein Jónasar Hallgrímssonar, sem þarna liggja, en ekki einhvers blessaðs Baunverja? En hvert sem svarið verð- ur, þykir mér þessi uppgröftur og flutningur á dauðs manns beinum meira en lítið óviðfelldinn. — Og hver verður nú næstur, sem finnur þá náð fyrir augum ráða- manna þjóðarinnar að verða greftraður á Þingvöll- um? — Eða kærir sig ef til vill enginn um það? Er við höfðum staðið þarna um stund og hugleitt þetta bæði hátt og í hljóði, héldum við út í hraunið til að tína ber, því að enn blánar lyngið á Þingvöllum „af berjum hvert ár, börnum og hröfnum að leik“. Og þótt við værum allar komnar af barnsaldri, höfðurn við ánægju af að tína ber á þessum stað og minntumst nú berjatínslu norður í Eyjafirði í gamla daga á barnsár- unum. Kvöldið var kyrrt og rótt. Á slíkum stundum hvílir meiri helgiblær og hrifningar yfir Þingvöllum heldur en nokkrum stað öðrum. Þar er gott að vera. Ég tók kló af lyngi og stakk í töskuna mína. Örlög hennar voru að visna og deyja. En þau áhrif, sem vér verðum fyrir og orka á sál vora og hug, eru ódauðleg. Eitt slíkra áhrifa eru minningar frá Þingvöllum. Septemberkvöldið var að læðast með húmblæju sína yfir staðinn. Við héldum til Valhallar og biðum þar um hríð. Innan stundar stóð hár maður í dyrunum. Var þar kominn Davíð fiskimálastjóri, sonur Jakobínu, með bíl sinn til að sækja okkur. Við kvöddum staðinn með hljóðum huga og stigum upp í bílinn. Á leiðinni til Reykjavíkur mætti okkur undurfögur sjón. — Hauður og haf var vafið í gullhjúp kvöldsólar- innar. Eyjarnar, Esjan og sundin blá voru sveipuð purpuralit. Vesturloftið var logagyllt. Úti við sjóndeild- arhringinn í vestri reis Snæfellsjökull, hvítur og gulli skrýddur. Vill svo nokkur, sem séð hefir slíkar dásemdir lands- ins okkar, hafa á móti því, þó að við segjum að „Heima er bezt“. T)aníel Jirnji nnsson Er ég heyri hafvindana strjúka heiðbrekku lyng, af lækjanið og lóusöngum óma loftin blá, og móðir lífsins móablómi hlúir mjúkri hönd. Mér finnst ég vera ungur eins og forðum og eilíft vor, og mig og þig að mildum armi vefja vornótt hlý. Við horfum inn í himinblámans fegurð, hamingju börn. Heima er bezt 371

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.