Heima er bezt - 01.11.1958, Side 12

Heima er bezt - 01.11.1958, Side 12
þess að hafa sig alla leið, ef hann nacði ekki að hvilast nokkra stund. Hér yrði hann því að nema staðar um sinn, hvað sem á eftir færi. Veður mátti heita að vera orðið sæmilega gott, hafði birt upp því betur, sem lengra leið á daginn og var orð- ið heiðskírt um kvöldið. Þó lék enn um þessa hálsa nepjuköld norðangola og var auðfundið að frostið var sem fyrr hörku mikið. Það var því allt annað en árenni- legt að þurfa að setjast hér að, þó að ekki væri nú ann- ars kostur. Þó að hvergi sé um verulegt afdrep að ræða á þessum slóðum, hafði samt dregið saman í alldjúpa skafla á stöku stöðum. Greip því Bensi til þess ráðs að grafa sig í fönn. Neytti hann til þess handa og fóta að búa sér svo djúpa gryfju í einn skaflinn, að hann gat skylt ser að mestu fyrir frostbitru næðingsins, og um leið látið líða úr sér sárustu þreytuna. Þó að köld væri hvílan gerði Bensi sér von um að geta látið sér renna í brjóst nokkur augnablik. Hann hafði ekki blundað neitt, frá þvi er hann for að heiman, nema stund og stund á fimmtudagsnottina, 1 Sauðarkofa, og ef honum hefði horfið hugur 1 yfirstöðunni a Kring- ilsárrana, er hann studdist þar fram a staf sinn. Xreysti hann því að vaninn frá smalaárunum mundi endast ser til þess að hafa nægilegt vald á svefninum, svo að blund- urinn yrði ekki lengri en það, að öllu væri ohætt. Og þetta tókst. Hann sofnaði einhverja stund en vaknaði brátt aftur, hvort sem það var nú vaninn frá fyrri tíð eða bara skjálftinn, sem hann átti það að þakka. Reis hann þá upp og braust um stundarkorn til þess að hafa úr sér hrollinn og tókst það að mestu. - Fleygði hann sér því næst niður í ból sitt aftur og hvíldist enn um sinn, þó að minna yrði þa um svefn en hann hafði vonað. — Gekk svo nokkrum sinnum að hann varpaði sér niður í fönnina; hvíldist svo lengi sem hann mátti í hvert skipti. Því að fyrst um sinn taldi hann hvíldina vera ser fyrir öllu. Fram að þessu hafði kuldinn ekki angrað Bensa svo mjög, að hann teldi sig í hættu staddan af þeim sökum. En nú, er líða tók á kvöld, svarf hann svo fast að, að ekki duldist, að við svo búið mátti ekki öllu lengur standa. Flér yrði því ekki til mikið lengri setu boðið ef ekki átti verr að fara. Einkum reyndist erfiðleikum bundið að verjast fótakuldanum nú. En við hann var Bensa hvað verst, vissi vel að þar var við hættu að etja, hættu, sem hlaut að verða því nærgöngulli, sem lengur var haldið hér kyrru fyrir. Bezt mundi því að rölta af stað aftur, þó að hvíldin hefði gjarnan mátt verða meiri. Von um að fá varist kali á stjáinu öllu meiri en ef hér var gefið staðar lengur. Hann lagði því af stað og herti gönguna svo, sem orka hans framast leyfði til þess að hamla gegn kulda, sem hvíldin í skafíinum hafði búið honum. Skyldi nú ekki staðar numið aftur fyrr en heima á Brú. — Því að enn gerði Bensi sér nokkra von um að sleppa úr þessum heljargreipum, þó að nú virtist horfa einna ískyggileg- ast. — — Eins og fyrr er getið voru þeir, sem fengnir höfðu verið til þess að leita að Bensa, staddir að Brú um há- degisbil á sunnudaginn. Veður var þa hið bezta, kyrrt og bjart, og hafði dregið nokkuð ur frostinu. Þeir voru í þann veginn að leggja af stað þegar sást til ferða hans framan dalinn, dokuðu þá ofurlítið við, en þraut þó brátt biðlund, því að svo hægt bar Bensa yfir að líklegt var, að hann þyrfti hjálpar við. Héldu þeir því af stað og mættu honum eftir fárra mínútna göngu. Mjög var þá Bensi máttfarinn orðinn, þó að enn ætti svo að heita, að hann héldi sér uppréttum. Og vafalaust hefði honum tekist að staulast þá stuttu stekkjargötu, er hann átti enn ófarna heim að bænum. En nú leiddu þeir hann síðasta spölinn, til þess að flýta fyrir því, að honum yrði veitt sú aðhlynning, er hann þarfnaðist, og hægt væri að láta honum í té. — Og sannarlega stóð ekki á neinu slíku, er heim var komið. Honum var tekið opnum örmum og hlúð að honum hið bezta, enda töldu sig allir hann úr helju heimtan. Við athugun kom það í ljós að svo mátti heita, að hann væri með öllu ókalinn. Aðeins voru eyrun, er frá leið, í einu kalfleiðri og nokkur frostbólguþroti í andlitinu. Bensi hvíldist að Brú nokkuð fram eftir næsta degi, en hélt þá heimleiðis. Kom hann við á Vaðbrekku og sagði þar helztu tíðindin úr för sinni, enda allþrekaður enn og hvíldar þurfi. Var því liðið mjög á daginn, er hann kom heim, — eftir nokkru meira en fimm sólar- hringa fjarveru. — Eftir að Bensi hafði satt mestu forvitni heimamanna um það, hvernig ferðalagið hafði gengið, vék hann sér að húsmóður sinni, dró upp úr vasa sínum ofurlítinn böggul og stakk að henni. Hún vissi fyrst ekki, hvaðan á sig stóð veðrið, en áttaði sig þó fljótlega, leit með nokkuri undrun á Bensa og spurði: „Á ég að trúa því, Bensi, að þú hafir ekki bragðað a nestisbitanum, sem ég lét þig hafa með þér?“ „Já ójá,“ svaraði Bensi. „Þér er alveg óhætt að trúa því. Eg leit á hann fyrsta kvöldið, sem ég var að heim- an, en hann var þá stálfrosinn í vasa minum. — Het þa að láta það vera að borða hann á meðan svo væri, og hefi staðið við það! Það þurfti ekki að djöflast svona veðrið, þess vegna. Eg hefði aldrei latið undan því! Veit þó ekki hvað ég kynni að hafa gert, hefði ég feng- ið frið til þess að koma kindunum til bæjar. En það var nú ekki því að heilsa, svo að þarna hefur þú bitann!“ Og hann glotti lítilsháttar við tönn, Bensi, um leið og hann tyllti sér á rúmið sitt. Heim var hann þó kominn! Vonandi gerði svo á þennan snjó, sem kominn var, að mögulegt yrði, áður en langt um liði, að sækja kind- urnar á Kringilsárranann. Að vísu var leiðinlegt að vita af'þeim þarna. Reyndar var su bot 1 mali að nu gat hann fullyrt, að þær væru ekki í neinni hættu þar, sem þær voru, - hreint ekki fyrst um sinn. - Þann árangur hafði þó ferð hans borið að um það var ekki að villast. Þeim mundi líða þarna sæmilega vel. þó að eitthvað kynni að dragast, að þeirra yrði vitjað. Sú fullvissa var honum ekki svo htils virði. — 374 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.