Heima er bezt - 01.11.1958, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.11.1958, Qupperneq 15
ist í kringum hann. Heldur glennir hann sundur risa- kjaft sinn til þess eins að ógna fjanda sínum, og er hann þá reiðubúinn til árásar, og vei hverjum þeim, sem bíð- ur hennar. Allt í einu hnippti einn fylgdarmaðurinn í mig og benti mér út á miðja ána. Vissulega var einhver ókyrrð þar á vatnsfletinum. Brátt komu þar í ljós, fyrst nasir, síðan augu og eyru. Hátt hrothljóð kvað við, en áður en ég fengi stillt ljósmyndavélina var allt horfið. Svo má kalla, að nasir, augu og eyru á nílhesti liggi allt í sama fleti. Því þarf hann ekki að rétta nema bláyfir- borðið á hausnum upp úr vatninu, til þess að geta neytt allra þessara skynfæra samtímis, og anda um leið. Ég leit á úrið. Nílhestur getur ekki verið meira en 5—6 mínútur í kafi í einu. Nýbornir kálfar þurfa að koma upp innan 20 sekúndna frá því að þeir eru bornir, ef þeira eiga ekki að drukkna. Enda er það fyrsta viðbragð þeirra jafnskjótt og þeir koma úr móðurkviði. Síðar- meir, er þeir sjúga, gera þeir það í kafi, en móðirin liggur makindalega á hliðinni, meðan afkvæmin totta spenana. Nílhestarnir una sér bezt í 5—6 feta djúpu vatni, þar sem þeir geta þrammað um botninn. En hér í Bandamaánni var miklu dýpra. Aftur skaut höfði upp úr vatninu. Og enn varð ég of seinn til. En gerir ekkert, hugsaði ég, nógur er tím- inn. Ég setti myndavélina á þrífótinn, sem ég hafði skorðað rækilega, og beindi vélinni síðan á blettinn, þar sem hausinn sást seinast. Nokkrum mínútum síðar kom hausinn í ljós, nákvæmlega á sama stað og áður, og nú náði ég myndinni. Við komumst að raun um, að þarna var 6-8 nílhesta hópur. Eftir að við höfðum athugað þá í hér um bil klukkustund, settumst við í eikjuna okkar, sem var ein- trjáningur úr mjóum, sívölum trjábol, og rerum gæti- lega meðfram bakkanum í áttina til nílhestanna. Við sátum flötum beinum í austrinum í botni eikjunnar. Þetta gerði fylgdarmönnunum ekkert, þeir voru hvort sem er allsnaktir. En ég var of æstur í skapi af viðburð- um dagsins, til þess að hugsa nokkuð út í það, þótt ég blotnaði. En seinna komst ég að raun um að veskið, sem ég bar í rassvasanum, hafði gegnblotnað, en í því var vegabréf mitt og farareyrir. Mikael sonur minn var að- gætnari. Hann hengdi myndavélina um hálsinn á sér, svo að hann hefði hana fasta við sig, ef svo illa skyldi vilja til, að bátsskelinni hvolfdi. Annars var það ekkert glæsileg tilhugsun að lenda í vatninu, því að hvarvetna voru krókódílar á sveimi. Allt gekk þó slysalaust. Við komumst í gott færi við nílhestana, og suðið í kvik- myndavél Mikaels og smellimir í myndavél minni, blönduðust saman við bægslagang og hrotur þessara tröllauknu dýra. Vatn Bandamaárinnar er tært, með Ijósbláum litblæ. Þess vegna er hún kölluð Hvíta Bandama. Það var freistandi að steypa sér í kaf í svalt vatnið, þar sem sólin ætlaði alveg að steikja okkur. Sennilega hefðu nílhestarnir látið okkur afskiptalausa, en eins og allar ár í Afríku, er Bandama full af krókódílum, sem eru svo áleitnir, að það getur verið nógu hættulegt að láta höndina hanga niður í vatnið, því að fyrr en varir getur krókódíll komið eins og örskot og klippt hana af. Við stóðumst því freistinguna og héldum áfram. Brátt barst þungur straumniður að eyrum okkar. Við fórum í land og gengum niður með ánni. Eftir að hafa gengið spottakorn komum við þar, sem röð af vatns- sorfnum klettum og klöppum lá, líkt og stiklur út í ána, og svarraði straumurinn við þær með þungum nið. Með nokkrum erfiðismunum tókst okkur að klifra og stökkva klett af kletti, unz við vorum komnir í miðja ána að kalla mátti. Þaðan var afbragðs útsýni yfir stöðvar níl- hestanna. Og við nutum sýnar, sem enginn hvítur mað- ur fyrr hafði átt kost á. Inni á milli klettanna var dálítill pollur með kristals- tæru vatni, um það bil 6 feta djúpu. Hér vorum við óhultir fyrir krókódílunum, enda biðum við nú ekki boðanna með að stökkva út í vatnið. Um leið og ég klæddi mig úr buxunum, sá ég að ísetan var alblóðug. Nú skildi ég, hvers kyns var, og það rifjaðist upp fyrir mér, að fyrir nokkrum dögum, er ég var á leiðinni til Bandama, hafði fjöður úr sætinu á bílskrjóðnum, sem ég ók í, stungizt upp í endann á mér. Sárið eftir hana hafði síðan ýfzt og verið stöðugt ert á gönguförinni hingað. Okkur hafði verið margsagt það, að við skyldum aldrei fara í vatn, nema svertingjarnir færu á undan. Þetta er ágæt varúðarregla. Frumbyggjarnir nota hvert tækifæri, sem þeim býðst til að baða sig, en þeir þekkja háttu krókódílanna út í æsar og eru bæði athugulir og gætnir í þessum efnum, svo að þeir fara ekki í bað, nema þar sem hættulaust er með öllu. En að þessu sinni var ekkert hik. Á augabragði vorum við allir komnir út í pollinn og busluðum þar og nutum tilverunnar af hjart- ans lyst. Meðan við vorum að klæða okkur, kvað við skot- hvellur neðan með ánni, síðan annar og loks hinn þriðji. Við flýttum okkur til þess að vita, hvað væri á seyði. Einn svertingjanna hafði skotið á geysistóran nílhest og hitt hann í hálsinn. Um leið og tröílið kenndi sársauk- ans reis það upp úr vatninu, en fékk þá samstundis tvær kúlur í hausinn. En óheppnin var með veiðimanninum. Dýrið var steindautt og sökk samstundis. — Margar klukkustundir mundu líða, þangað til svo mikið loft hefði safnazt innan í hræið, að það flyti upp. Nokkrir verðir voru settir á bakkann, til þess að bíða þess, að skrokkurinn kæmi í Ijós. Seinna frétti ég, að straumurinn hefði borið hann brott, svo að hann varð engum að notum. Atvik þetta truflaði gjörsamlega allar fyrirætlanir mínar. Langur tími mundi líða þangað til nílhestarnir yrðu aftur svo gæfir, að unnt væri að kom- ast í færi við þá til myndatöku. En þar sem ég var gest- ur meðal hinna innfæddu, gat ég hvorki hreyft mót- mælum né ávítum. TT. I flestum löndum Afríku hafa verið friðuð svæði, til þess að halda við dýralífi þeirra, en annars væri hætta á að gíröffum, ljónum, nashyrningum, zebrahestum og Heima er bezt 377

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.