Heima er bezt - 01.11.1958, Blaðsíða 16

Heima er bezt - 01.11.1958, Blaðsíða 16
fleiri tegundum yrði útrýmt sakir óhóflegra veiða. En eitt er það friðland í allri Afríku, þar sem ekki einungis allar veiðar eða skot eru bönnuð, heldur mega hvorki hvítir menn né svartir stíga þar fæti, nema með leyfi, sem er næsta torfengið. Þetta er friðlandið í Nimba- fjöllum. Það var friðað með sérstökum lögum árið 1944, og ætlunin er að náttúra landsins geymist þar óbreytt og ósnortin af áhrifum mannsins. í Abidjan, höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar, kynnt- ist ég yfirmanni þessara mála, Tournier að nafni. Hann bauð mér til kvöldverðar, og í skini af flögrandi kerta- Ijósum sagði hann mér frá Nimbafriðlandinu og öllum þess herlegheitum. Meðal annars sagði hann: „Frið- landið liggur í 800 km fjarlægð héðan, en þar sem mér skilst, að þér hafið ráðið för yðar til Bouaké, þá leng- ist leiðin upp í 1200 km.“ Þótt þessu væri svona farið, þá brann ég í skinninu eftir að komast til Nimba, og bað því herra Tournier um vegabréf, ef þess væri nokkur kostur, og sýndi hann mér þá vinsemd að láta mér það í té. Og mánuði síðar vorum við á leiðinni til friðlandsins í Nimbafjöllum. Vörubíllinn skrykktist fram og aftur á ósléttum vegi um kjarri vaxnar hæðir. I fjarlægð sáum við foss, er spann silfurband sitt fram af um 300 feta háum hamra- stalli. Við komum að vegamótum. Við þau var veðrað spjald með fánalitunum frönsku, en á það var skráð með klunnalegum stöfum: Friðland Nimba fjalla. Aðgangur bannaður. Við losuðum farangur okkar af bílnum, sem hélt lengra áfram. Nú vorum við feðg- arnir einir ásamt Jóa, svörtum þjóni okkar. Við létum mestallan farangurinn liggja hjá vegamótunum, en tók- um éinungis hið vandmeðfarnasta með okkur. Við fór- um eftir götunnni, sem vegvísirinn benti á, og innan stundar komum við að stóru steinhúsi með þykku strá- þaki. Umsjónarmaðurinn var svertingi, en hann talaði sæmilega frönsku. Hann tók okkur vinsamlega, og sendi þegar eftir farangri okkar, og er hann hafði lesið vega- bréf okkar, bauð hann okkur velkomna til híbýla sinna og Nimbafriðlandsins. Morguninn eftir lögðum við í fjallgöngu, ásamt burðarmönnum, sem umsjónarmaðurinn hafði útvegað okkur. Fyrst lá leið okkar um svo þéttan frumskóg, að við urðum að ryðja okkur braut með hnífum og öxum gegnum flækjur og vafningsplöntur. Þar sem smá rjóður opnuðust var þægilegur andvari, en inni í skógarþykkninu nær óþolandi mollusvækja. Hlíðin var snarbrött. Skógsvörðurinn var þakinn blaðdyngjum, og svo var sleipt í þeim og á föllnum greinum, að hvergi var öruggt að stíga niður fæti. Hvað eftir annað varð ég að leita handfestu í greinum og ofanjarðarrótum, en samt hnaut ég í öðruhvoru spori að kalla mátti. Ofan á þetta bættist svo óttinn um að burðarmennirnir mundu detta og brjóta hin dýrmætu tæki, sem þeir báru. En sá ótti var ástæðulaus, þeir voru miklu fótvissari en við, enda aldir upp við skóginn og fjöllin. Burðarmennirnir fóru beinustu leið upp hlíðina. Víða var svo bratt, að við Mikael urðum að skríða á fjórum fótum. En ofan á erfiðið bættist að sólin skein beint ofan á kollinn á okkur og brenndi og steikti án afláts. I hvert sinn, sem við sáum hjallabrún framundan, hélt ég að þar væri fjallsbrúnin, en vonbrigðin voru sár hverju sinni, er við sáum að annar hjalli var framund- an, og brúnin sjálf eða tindurinn virtist alltaf jafn fjarri. Eg bölvaði með sjálfum mér þeirri metnaðargirnd minni, að vilja endilega klífa þetta fjall, og hefði vissu- lega snúið aftur, ef ég hefði ekki vitað, að það mundi gera mig að athlægi í augum svertingjanna, en það vildi ég sízt af öllu. Síðasta spölinn skreið ég meira en ég gekk, en þegar tindinum loksins var náð, fleygði ég mér á bakið og hvíldist um stund og horfði upp í heiðan himininn. En jafnskjótt og við tókum að litast um, þótti okkur sem fengið hefðum við full laun erfið- isins, í útsýninu einu saman, svo stórkostlegt var það. Fyrir sjónum okkar blöstu við fjalllendi Líberíu, Fíla- beinsströndin og Franska Guinea. Leiðin niður eftir var nærri enn verri en uppgangan. Hvað eftir annað renndi ég mér langar leiðir á rassinum. Skyrtan mín var rennandi af svita. Jafnskjótt og við komum úr sólskininu inn í skugga skógarins, fór ég því úr henni, en það varð skammgóður vermir, því að á augabragði þyrptust að mér fylkingar termíta og þökktu á mér skrokkinn. Mjög erfitt varð að ná fótfestu á sleipum laufdyngjunum. Ég fann því upp sérstaka aðferð til að komast áfram, ég kaus mér hæfi- lega gildvaxið, þyrnalaust tré, svo sem 30 metra fyrir neðan mig, síðan renndi ég að því fótskriðu og greip um það dauðahaldi og tók þannig af mér skriðinn og hvíldist lítilsháttar áður en næsti sprettur tæki við. Allt í einu kallaði sá burðarmaðurinn, sem ögn babblaði ensku: „Babúnar, stórir svartir Babúnar,“ og um leið benti hann á svolitla skítahrúgu við fætur sér. Ég hafði þá þegar komizt að raun um, að bæði hann og aðrir svertingjar á þessum slóðum kölluðu alla apa Babúna, en vissulega mundi hér vera um að ræða sim- pansa, og þetta, sem mér var bent á, skíturinn úr ein- um þeirra, líktist hann mest vallgangi manns, sem etið hefði kynstur af kirsiberjum eða öðrum steinaldinum. Annars voru steinarnir í vallganginum nokkru stærri en kirsuberjasteinar. Ég hirti nokkra þeirra, og vafði þá innan í blað og hét hverjum þeim verðlaunum, sem færði mér aldinið sjálft, sem þeir voru úr. Við héldum áfram gegnum skóginn, og nokkru síðar fundum við troðninga eftir simpansana, lágu þeir inn í kjarrið, og mynduðust þar um tveggja feta há göng undir laufþaki þess, og voru þau nægilega há fyrir simpansana, þegar þeir skríða á fjórum fótum. Þetta var hátíðleg stund í lífi mínu. Við höfðum fundið merki um lifandi, villta simpansa. Ég hét á ný verðlaunum fyrir að finna náttból þeirra. Við þokuðumst áfram hægt og hljóðlega, í von um að koma auga á einhvem apann, þótt ekki væri nema snöggvast. Okkur kom þá sízt í hug, hversu mikið við áttum eftir að reyna á okkur, áður en sú von rættist. Framhald. 378 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.