Heima er bezt - 01.11.1958, Side 18

Heima er bezt - 01.11.1958, Side 18
bjarnarins. Notuðu þá þrælarnir tækifærið og réðust á þá sinn í hverju lagi, og drápu þá alla. Rændu þeir síðan lausafé öllu, er þeir máttu með sér koma, svo og konum þeirra frjálsu manna, og flýðu til Vestmanna- eyja. Var þar lokið fyrstu tilrauninni til að nema land á þessum stað. Um frekara landnám á þessum slóðum segir Land- náma: Eysteinn, son Þorsteins drangakarls, fór til íslands af Hálogalandi og braut skip sitt en meiddist sjálfur í við- um (sennilega er átt við, að hann hafi meiðst í landtök- unni). Hann byggði Fagradal. En kerlingu eina rak af skipinu í Kerlingarfjörð. Þar er nú Höfðársandur. Öl- ver son Eysteins nam land fyrir austan Grímsá. Þar hafði enginn maður þorað land að nema fyrir landvættum síð- an Hjörleifur var drepinn í Höfða. Ölver bjó í Höfða. Hans sonur var Þórarinn í Höfða. Þá segir þar, að Sigmundur kleykir, sonur Önundar bílds, hafi numið land milli Grímsár og Kerlingarár. Hefur hann því búið á milli Hjörleifshöfða og Höfðabrekku, því að Grímsá hefur að öllum líkindum fallið til sjávar vestan við Hjör- leifshöfða. Það má því ætla, að Sigmundur hafi numið land og búið á Höfðabrekku. Eftir því sem segir í Landnámu og öðrum heimildum, mun sjávarströndin frá Vík og austur að Hjörleifshöfða ekki hafa tekið miklum breytingum frá því á landnáms- tíð og fram að 1660. Er því útlit fyrir að hlaupin hafi næstum því eingöngu brotizt fram fyrir austan Hjör- leifshöfða. í Eldriti Markúsar Loftssonar, sem tekið er eftir skýrslu sr. Jóns Salómonssonar, prests í Reynis- þingum, segir, að fram að því hlaupi (1660) hafi sjór náð upp að Skiphellisnefi og Skorbeinsflúðum, sem eru sunnan undir Fagradalsheiði. Hefur þá sjór einnig náð upp að Víkurhömrum og Fagradalshömrum, og fjörð- ur gengið inn í sandinn milli Höfðabrekkuháls og Fagra- dals. Þó mun eitthvert sandvik hafa verið vestur af Skor- beinsflúðum, því að í hlaupinu 1660 er sagt að tekið hafi af útræði við Víkurklett, sem er þar vestur af. Hjörleifshöfði. Talið er, að Mýrdalssandur hafi allur verið vaxinn grasi og skógi þegar land byggðist og að þar hafi brátt risið upp víðáttumikil byggð. En þó að hér kunni að vera eitthvað orðum aukið, er hitt þó víst, að þar hefur verið all- fjölmenn byggð. Meðal annars sést það á því, að allmörg bæjanöfn eru enn kunn víðs vegar um sandinn og örnefni, sem sanna þetta. Það er því nokkurn veginn víst, að Kötlugos hafa ekki valdið jökulflóðum á þessum slóðum fyrir landnámsöld og ekki fyrr en alllöngu síð- ar, annars hefði þar ekki getað haldizt við gróð- ur og því síður mannabústaðir fremur en síðar varð, eftir að hlaupin fóru að umtuma öllu. Hvenær byggðin hefur eyðzt eða í hvaða hlaupum verður ekki með vissu vitað. Sú sögn, að Dynskógar og fleiri býli hafi farið af 894, getur tæp- lega staðizt, því að þá eru ekki liðin nema um 20 ár frá því að talið er að Hjörleif hafi borið þar að landi. Gat því ekki verið komin svo fjölmenn byggð þar á svo stuttum tíma. En hvað sem þessu h'ður má fullvíst telja, að sjór hafi náð upp að Hjörleifshöfða og upp með hon- um að vestanverðu að minnsta kosti, fram á 14. öld, og að hann hafi haldið meginhluta af landi sínu óskertu fram að hlaupinu 1721. í hlaupinu 1416, sem kallað hef- ur verið Höfðahlaup, er fyrst getið um skemmdir á Höfðalandi. Þá er sagt, að hlaupið hafi lent á norður- horni Höfðans og tekið með sér stórt stykki. En þrátt fyrir það að þetta kunni að vera rétt með farið, þá er auðséð, að hlaupið hefur stefnt meira til austurs og því ekki lent að neinu ráði vestan við Höfðann, því annars hefði það stefnt á bæinn og orðið honum að grandi, eins og síðar varð, þegar flóðið tók þá stefnu. Um gosið 1311 segir, að þá hafi sjór náð upp að Hjör- leifshöfða og þaðan beint í Skiphelli. Er því sjáanlegt, að hér hefur ekki verið orðin nein breyting á, frá því sem upphaflega var. Þó er ekki ólíklegt, að eitthvað hafi verið farið að fyllast upp vestanundir Höfðanum af sandi, sem borizt hefur vestur með ströndinni. Það er alveg fullvíst, að fram að þessum tíma hafa hlaupin nær eingöngu flætt yfir sandinn milli Hjör- leifshöfða og Hafurseyjar að vestan og Alftavers að austan. Þó að sagt sé um hlaupið 1625, að það hafi flætt yfir allan sandinn, frá Álftaveri að Mýrdal, hlýtur að vera átt við Hjörleifshöfða að vestan, því að ekld er talað urn neinar skemmdir á Höfðalandi eða Höfða- brekku í því hlaupi. Voru þó þeir bæir báðir niðri á sléttlendinu. Hefðu því þær jarðir hlotið að verða fyrir meiri eða minni spjöllum, ef hlaupið hefði geisast fram þar á milli fjalla. Það er ekki fyrr en 1660 að Höfðabrekku tók af með mestöllum túnum, engjum, kirkju og mestum hluta bæj- arhúsanna. En fram að þeim tíma hafði sjórinn náð upp að Skiphellisnefi. En eftir það voru 800 metrar til sjáv- ar. Tók þá af útræði við Skiphelli og Víkurklett. 380 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.