Heima er bezt - 01.11.1958, Side 20

Heima er bezt - 01.11.1958, Side 20
— — Bóndinn í Hjörleifshöfða var Ólafur Ólafsson. En kona hans var Sigríður Jónsdóttir. Þau höfðu gifzt í Skálholti. Ekki verður með vissu vitað, hvað urn þau varð eftir að hlaupið hafði tekið af bæ þeirra og svo að segja eigur þeirra allar. En í Bólhraun fluttust þau árið 1738, þegar Bjarni sýslumaður Nikulásson fluttist þaðan. Og þar eru þau árin 1744—1747. Síðan fluttu þau sig austur á Síðu eða í Fljótshverfi. Og þar hefur Ólafur dáið. Dáinn er hann 1755, því að þá er Sigríður orðin ekkja og býr þar á Kálfafellshjáleigu með börnum sín- um, Jóni, Páli og Valgerði. Drengurinn, sem Sigríður flýði með undan hlaupinu, hét Benedikt. Fór nú Höfðinn í eyði í 31 ár. Enda var þar nú ekki orðið um auðugan garð að gresja, þar sem öll hús jarð- arinnar ásamt túni, engjum og mestöllu beitarlandi og öðrum mannvirkjum, hafði sópazt burt á fáeinum klukkustundum. En einmitt um þetta leyti eða litlu fyrr er fýllinn að nema land í MýrdalsfjölÍum og þá einnig í Hjörleifs- höfða, Mun hann því hafa átt drýgstan þáttinn í því, að Höfðinn byggðist aftur. Fýllinn gaf Höfðabóndan- um ótrúlega miklar tekjur. Mergð hans varð brátt svo mikil, að numið mun hafa allt að sex þúsund fýlungum árlega, eftir að varpið var komið í mestan blóma. Hafa það verið allt að 60 hestburðum. A4á af því sjá, hvað hér var um geysimikið búsíiag að ræða. Enda mátti sja lestir, klyfjaðar fýl, halda frá Hjörleifshöfða til austurs og vesturs, um 18. sumarhelgina, sem jafnan var kölluð fýlahelgi í Mýrdal, og svo er að vísu enn, þótt fýlatekja sé þar ekki teljandi lengur. \"ar þá mikið við að vera i Hjörleifshöfða, en allt fór þar fram með hinni mestu reglu og eftir föstum reglum, sem þeir Höfðamenn höfðu myndað sér og reynslan hafði kennt þeim að vissast væri að breyta ekki mikið út af, ef allt átti vel að fara. Svona var það í tíð Markúsar Loftssonar og þeirra, sem eftir hann komu. Að vísu varð að fá allmikinn vinnukraft að um fýla- tímann, en sú vinna var öll borguð með fýl, og auk þess sem heimilið var alltaf vel birgt, var alltaf mikið selt. 0<í bætti það mikið upp hvað heyskapurinn var lítill, enda alltaf mikið gefið með fóðrum og hey kevpt fvrir fýl. Þetta allt. samfara stakri ráðdeild og reglusemi á öllum sviðum, varð til þess, að afkoma Höfðabænda varð með því bezta, sem gerðist í þeirri sveit, svo lengi sem sögur fara af. Árið 1752, eða 31 ári eftir að hlaupið tók af bæinn neðan undir Höfðanum, settist þar að maður, Þorvald- ur Steinsson að nafni. Byggði hann bæinn uppi á fjall- inu, þar sem hann stóð þar til fyrir fáum árum, að bvggð lagðist þar niður. Er nú lítið vitað um Höfða- bændur fyrr en Eoftur Guðmundsson og Þórdís Mark- úsdóttir flytjast þangað frá Holti í Mýrdal árið 1831. Yoru þau foreldrar Markúsar Loftssonar, sem nafn- kunnastur hefur orðið Höfðabænda síðan Hjörleif Hróðmarsson leið. Loftur og Þórdís bjuggu í Hjörleifshöfða til ársins 1856. En það ár virðist Loftur hafa dáið, því að þá er Markús byrjaður búskap í tvíbýli við móður sína. Bú- stýra hans er þá Þórunn Erlendsdóttir. En árið 1860 kvæntist Markús Guðrúnu Gunnarsdóttur frá Görðum í Reynishverfi. Sambúð þeirra varð ekki löng, því að hún lézt á þriðja hjúskaparári þeirra, 1863. Þau eignuð- ust einn son, Skúla að nafni. Hann kvæntist en átti ekki afkomendur. Elann var mikill bókamaður, víðlesinn og vel greindur. Hann gaf út aðra útgáfu af Eldritum Markúsar föður síns, allmikið aukna. Hann er ekki fyrir löngu dáinn. Árið eftir, 1864, kvæntist Markús Málfríði Andrés- dóttur frá Hellum. Þau eignuðust þrjú börn, Guðrúnu, Pál og Guðjón. Þau Guðrún og Páll giftust bæði og eignuðust afkomendur, en Guðjón kvæntist ekki og átti ekki börn. Hann dó á bezta aldri. Málfríður dó 1882. En 1888 kvæntist Markús í þriðja sinn Áslaugu Skæringsdóttur frá Skarðshlíð undir Eyja- fjöllum. Var Markús þá 60 ára gamall en Áslaug 26. Þau eignuðust þrjú börn. Eitt dó nýfætt, en tveir synir þeirra eru enn á lífi, báðir kvæntir og eiga afkomendur, Skæringur, Ijósmyndasmiður í Reykjavík, og Kjartan Leifur, bóndi og búfræðingur í Suður-Hvammi í Mýr- dal. Markús dó 20. nóvember 1906, 78 ára gamall. Áslaug, ekkja Markúsar, giftist aftur 1908 Hallgrími Bjarnasyni frá Kerlingardal, er þá tók við búsforráðum í Hjörleifshöfða. Bjuggu þau í Hjörleifshöfða til ársins 1919, að þau fluttust alfarin þaðan að Suður-Hvammi, og hafa þeir stjúpfeðgar búið þar síðan, fyrst Áslaug og Hallgrímur, og er Hallgrímur enn á lífi á 90. aldursári, en Áslaug er dáin fyrir allmörgum árum. Hallgrímur dvelst nú hjá Kjartani stjúpsyni sínum og Ástu konu hans. Frctmhald. ÚR ÝMSUM ÁTTUM ÁBURÐUR ÚR ÚRGANGI Á hverju vori eigum vér í erfiðleikum með að hreinsa rusl úr görðum vorum. Gamalt lauf, sinu og plöntuleif- ar. Venjulega er úrræðið að brenna þetta rusl eða flytja það á öskuhaugana. Annars er hægt að gera hinn bezta áburð úr þessu. Amerískur garðvrkjufræðingur hefur gefið svohljóðandi formála fyrir tilbúningi áburðar úr slíku rusli: Gerið um 20 cm þykkt lag af laufi og rusli og þjappið því vel saman, dreifið yfir það 2—3 kaffi- bollum af venjulegum tilbúnum áburði og Vz—% bolla af kalki. Bleytið vel í þessu og leggið 2—3 cm þykkt moldarlag ofan á. Síðan er þetta endurtekið meðan ruslið endist; látið hauginn þó ekki verða meira en 1.5 m á hæð. Þegar ruslið er fúnað, er þetta hinn ágætasti garðaáburður, einkum til að leggja ofan á beðin. SVÍNAFEITI GEGN KRABBAMEINI í Krabbameinsstofnun Bandaríkjanna hafa menn fundið það, að í svínafeiti séu efni, sem varna krabba- meinsmyndun í músum. Nú er unnið að því að kanna, hvort þessi efni geta stöðvað vöxt krabbameins, sem þegar er tekið að myndast. 382 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.