Heima er bezt - 01.11.1958, Side 21
Pórhur jónsson frá Látrum:
Uiidir Látrabjargi
(Niðurlag)
Nú hverfum við aftur að okkar ferð og drengjanna.
Þegar suður fyrir Bjargtanga kom, var falleg sjón að
sjá upp í bjargið. Allt moraði af fugli. Á sillunum lá
hann eins þétt og hægt var, svo að þær voru á að líta
eins og á þær væri breitt svart klæði. í loftinu var
fuglinn að sjá eins og ryk, sem þyrlaðist til og frá.
Úr hafi kom hann í stórum fleygmynduðum hópum,
sem alltaf eru að breytast á fluginu eftir einhverjum
ákveðnum reglum, að því er virðist, þannig að ekki er
nema stutta stund í einu sami fuglinn í broddi fleygs-
ins. Þegar að bjarginu kemur, sundrast hópurinn. Hver
þekkir sinn stall eða sillu, og þangað fer hann.
Á sjónum var fuglinn í stórum flekkjum og lét sig
berast með straumnum. Stundum stungu fuglarnir sér
tugum saman í einu, köfuðu niður í djúpið í leit að æti,
komu upp aftur, þá dreifðir, en syntu svo saman aftur
í þéttan hóp.
Svo hófst eggjatakan. Skjöktbáturinn var dreginn að
vélbátnum. Menn fóru úr stígvélunum og létu á sig
gúmmískó, nema þeir sem í bátnum voru. Fjórir bjarg-
menn fóru í bátinn og einn, sem átti að flytja þá í land.
Tveir og tveir áttu að fara á hvern stall. Þeir tóku með
sér sína fötuna hvor til að tína eggin í. Þá settu þeir
stálhjálma á höfuð sér, og var svo róið til lands. Sjór
var sléttur og því gott við landið. Fyrsti stallurinn, sem
farið var á, hét Stefniskleif, og er í Stefninu, sem svo
er nefnt, rétt innan við Bjargtangavitann.
Fleiri stallar eru á þessum stað, og alls komu þeir
þaðan með þrjú hundruð egg. Svona var iialdið áfram
inn með bjarginu. Menn voru fluttir í land, klifruðu
upp í bjargið, tíndu egg og voru svo sóttir upp í fjör-
una, þegar þeir voru tilbúnir. Fljótteknust egg undir
bjarginu, 'er á urðunum, þó sérstaklega á Stórurð, og
þangað var ferðinni aðallega heitið.
Stórurð er stærsta urðin undir bjarginu og af mörg-
um kölluð Rauðaskriða. Hún mun vera stærsta eða með
stærstu álkuverum í heiminum. A'Iunnmæli herma, að
þegar þessi stóra urð myndaðist, þá hafi hrunið verið
svo mikið, og lengi að hrynja, að ekki hafi séð í bjargið
af Rauðasandi í tvo sólarhringa fvrir rykmekki. Mikið
hefur því gengið á, þegar þessi mikli bústaður álkunnar
varð til, og hefur margur fuglinn þá látið lífið, því að
þetta gerðist á þeim tímum árs, sem fugl var við bjargið.
Brimið hefur nú sorfið mikið framan úr urðinni, en það
hefur líka hrunið á hana til viðbótar, úr berginu fyrir
ofan.
Ég get ekki stillt mig um að skjóta hér inn í frásögn
af einu slíku hruni, því að þá voru þar einmitt tveir 12
ára drengir í sinni fyrstu för „undir bjargi“.
Það var rétt eftir síðustu aldamót, eða árið 1902, að
Látramenn fóru í eina af sínum mörgu ferðum undir
Látrabjarg. Ferðinni var heitið á Kvíarhillur og víðar.
Þá var engan farið að dreyma um vél í bátinn sinn,
hvað þá meir. Menn fóru því í skinnbrækur sínar, lögðu