Heima er bezt - 01.11.1958, Page 22
Eggjunum skipt.
hvalbeinshlunna fyrir lítinn bát og ýttu á flot. Árum
var slegið í sjó, menn signdu sig, tóku ofan og lásu
sjóferðabæn, og báðu einnig um varðveizlu frá hættum
bjargsins. Þeir reru þó á meðan, svona til að halda í
horfinu. Þegar bænastundinni var lokið, settu menn
upp höfuðföt sín, fengu sér í nefið, hagræddu sér á
þóftunum, fengu sér góða viðspyrnu fyrir fæturna, og
svo var róðurinn tekinn.
Tveir drengir 12 ára sátu í skutnum. Annar hét Daníel
Eggertsson, en hinn Þorsteinn Ingimundarson (fór síðar
til Ameríku). Þeir voru að fara í sína fyrstu för undir
bjarg.
Báturinn tók land í Mölvíkinni fyrir utan Stórurð.
Þar gengu menn á land, þeir er upp áttu að fara. Fóru
menn úr skinnbrókum sínum og hengdu þær til þerris
á smá körtur þarna neðst í berginu. Sumir héldu af
stað neðan bergið, með stengur sínar, snörur og vað.
Sumir urðu eftir í fjörunni til að tína saman fuglinn
og bera hann inn í víkina, jafnóðum og honum yrði
kastað niður.
Fyrst í stað ætluðu þessir menn að vera á urðinni
með drengjunum. Fugli hafði verið kastað niður og
þeir, sem niðri voru, höfðu tínt hann saman og fóru
nú að bera hann inn í víkina. Drengirnir voru því tveir
einir eftir á urðinni, rétt hvor hjá öðrum. Allt í einu
heyrðu þeir drunur miklar. Þeir litu upp og sáu ryk-
mökk mikinn, hátt upp í bjargi. Á sömu stundu steypt-
ist grjótflugið yfir þá. Daniel varð fyrri að fleygja sér
á grúfu, þar sem hann stóð, því að grjótflugið var á alla
vegu og engrar undankomu auðið. Þorsteinn hljóp
nokkur skref til hliðar. Sagði hann síðar, að sér hefði
fundist stórt bjarg stefna á sig. Svo hélt grjótinu áfram
að rigna niður í tugtonna-tali. Tugþúsundir af fugli
þustu fram úr bjarginu, skelfingu lostnir. Drengirnir
heyrðu grjótið skella niður á alla vegu við sig; aur og
mold þyrlaðist um þá. Lamaðir af skelfingu biðu þeir
þess að kremjast í sundur, og skildu ekkert í því, hvað
það gat dregizt. En smám saman dóu drunurnar út.
Aðeins einn og einn steinn heyrðist detta. Þykkur ryk-
mökkur umlukti urðina. Að lokum varð allt hljótt,
óhugnanlega hljótt. Þeir, sem á horfðu, sáu hrunið koma
beint niður, þar sem drengirnir voru á bersvæði. Töldu
því víst, að lífi þeirra væri lokið, og lík þeirra grafin
undir stórgrýtinu. Þá setti því hljóða.
Þegar enginn steinn heyrðist lengur detta, leit Daníel
upp. Hann trúði því varla, að hann væri heill og
ómeiddur, eftir það, sem yfir hafði gengið, en þó var
svo. Hann kallaði þá til félaga síns, sem svaraði honunr
strax skammt frá. Hann kvaðst einnig vera ómeiddur,
en rykið ætlaði að kæfa sig. Þegar rykmökkurinn hjaðn-
aði hlupu drengirnir til félaga sinna út í Mölvíkinni,
sem trúðu því naumast, að drengirnir kæmu þarna heilir
á húfi. Undrun þeirra verður ekki með orðum lýst.
Seinna um nóttina kom annað hrun, utar á urðina, og
að nokkru yfir leið þá, er bjargmennirnir fóru upp á
hillurnar. Þetta hrun var stærra hinu fyrra og fór yfir
urðina og allt í sjó fram. Þá var þar enginn, sem betur
fór. Þeir, sem í fjörunni voru, stóðu undir berginu
utanvert við Mölvíkina, meðan ósköpin dundu yfir.
Bergið nötraði svo, að brækurnar duttu niður af snög-
unum.
Ekkert slys hlauzt af þessum hamförum, og allir komu
heim heilir á húfi með fullan bát af fugli.
Og nú blasti hún á ný við ungum drengjum, þessi
stóra urð, ævintýraland ungra drengja á Látrum, enda
varð það líka á þeim séð, að tilhlökkunin var mikil.
Eldri menn í förinni gáfu henni líka hýrt auga. Þeir
gátu þó enn tínt egg á urðargreyinu, ef þeir kæmust
í land. Ó,já — Margan málsverðinn var hún búin að
Undan Látrabjargi.
384 Heima er bezt