Heima er bezt - 01.11.1958, Page 23

Heima er bezt - 01.11.1958, Page 23
gefa þeim, en oft hafði iíka mjóu munað að illa færi. Dálítil ylgja var komin í sjóinn, svo að ekki varð lent við urðina. Við urðum því að lenda á áttlegunni við Látravöll, sem er nokkru innar. Þar var allur mann- skapurinn settur á land, sem upp átti að fara, ásamt kössum, fötum og matarskrínum. Og ekki mátti gleyma drykkjarvatninu, því að illt er að skorta drykkjarvatn upp í bjargi, en svo vill þó oft fara. Hitinn í bjarginu er óskaplegur, þegar logn er, og sólin skín á bjargið. Þá er eins og allt ætli að stikna og brenna. Neyttu menn þá ýmissa bragða til að slökkva þorstann, ef drykkjar- vatn var ekki fyrir hendi. Sumir höfðu með sér silfur- pening og settu hann undir tunguræturnar eða skáru beintölu af fötum sínum, og höfðu hana upp í sér. Fyndist einhversstaðar vatnsdreitill, sem óvíða er, þegar kemur hærra í bjargið, þá var það drukkið, þótt bland- að væri fugladriti. Eitt sinn var það, að menn komu illa haldnir af þorsta úr bjarginu fram í bát, er beið þeirra. Einum varð það á að taka þá fyrstu flösku, er fyrir honum varð, setja hana á munn sér og drekka niður í hana hálfa í einum teig. Þá fann hann, hvað í henni var. Það var steinolia. Manninum varð mjög flökurt og kastaði upp. Er heim kom, var hann látinn drekka mikið af spenvolgri mjólk, og ekki beið hann tjón af þessu.-------- Við vorum nú komnir í fjöruna, og báturinn hélt aftur frá landi. Kassar og annað dót var sett á bakið, og svo var haldið af stað út á urðina. Yfir fjörugrjót var að fara. Drengirnir trítluðu með og stukku stein af steini. Margt þurftu þeir að skoða. Dauðir fuglar lágu víða í fjörunni. Steinar höfðu orðið þeim að bana. Kind ásamt lambi sínu lágu dauð í fjörunni. Þau höfðu hrapað úr berginu. Sundur moluð tré lágu víða upp við bergið, klesst í glufur og undir steina. Nokkrar alúmíniumkúlur voru þarna líka í fjörunni, sumar heil- ar, aðrar brotnar. Allt þurftu drengirnir að athuga, svo að þeim sóttist seint ferðin. Við og við féllu smá stein- ar úr berginu og smullu á fjörugrjótinu. Þá góndu drengirnir upp í loftið, svona til að athuga, hvaðan hann hefði nú komið þessi. Þeim var sagt að hætta því og ganga fast upp við bergið. Fugladrit lenti á kollinum á Kalla. Hann leit þá hreykinn upp í loftið, og fékk þá fugladrit í andlitið, en þá var það Kalli, sem hló. Þannig Hver tekur sinn hlut. Guðbjartur Þorgrímsson og Daniel Eggertsson. Fáir munu hafa fleiri fuglalíf á samvizkunni en þeir, þó ekki verði á þeim séð samvizkubitið. gekk ferðin yfir fjörugrjótið í glensi og gáska. Nú var komið út undir Rana, en svo heitir klettabrík ein, sem gengur fram úr berginu, rétt innan við urðina. Það var hásjóað, en fyrir Ranann er ekki hægt að fara, nema um fjöru. Um hálffallinn sjó er þó hægt að kopi- ast utan í Ranann og á háa hlein, sem gengur fram úr honum, og svo af henni og niður á urðina. Eftir því urðum við að bíða. Drengjunum líkaði það stórilla og lögðu til að vaða bara strax. Fötin myndu þorna fljótt aftur. Aldursforseti fararinnar, Gúðbjartur Þor- grímsson, sem var á sjötugsaldri, hafði fengizt við bjargið frá því að hann var um fermingu, og verið sig- maður í Látrabjarginu um áratugi, bað drengina að vera ekki svona bráðláta, álkan myndi fá nógan tíma, til að bíta þá í fingurna, þegar þeir færu að tína undan henni eggin. „Ja-á, hún bítur fast sá skratti,“ sagði gamli maður- inn og hló mikið. Kalli var þá fljótur til, tók vettlinga upp úr vasa sínum og sagðist ætla að hafa þá. En þá skríkti í gamla manninum, og sagði hann, að það gerðu bjargmenn aldrei, að nota vettlinga við eggjatínsluna. Kalla þótt miður þessi fáfræði sín og reri sér til, þar sem hann sat á steininum. Svo fór Guðbjartur að gefa drengjunum ýmsar leiðbeiningar varðandi eggjatökuna, og að lokum fór hann að segja þeim ýmsar sögur af bjargferðum sínum, sem voru orðnar býsna margar. Vil ég taka einn útúrdúr enn og endursegja eina af sögum þeim, er hann sagði, meðan við biðum þarna eftir sjónum, sem hefur alla sína hentisemi, þótt dreng- irnir séu óþolinmóðir og miði nákvæmlega, hvað hon- um munar. Sagan gerðist þar í bjarginu, er Háhöld heita. Þar er standberg úr brún og niður í fjöru. Um mitt bergið, sem þarna er um 200 metra hátt, er mikið af skútum og skvompum. Einn skútinn er þeirra stærstur og heitir Háhaldaflæmi og er mjög fuglríkur. Guðbjartur hafði sigið í Háhöldunum, þá með sér vanari manni, en ekki fóru þeir í Flæmið, eins og það var venjulega kallað, í það skiptið, heldur í hinar skvompurnar, og fleiri stalla, sem þar eru, en þá sýndi félagi hans honum leið þá sem farin er nú í Flæmið og þótti Guðbjarti Heima er bezt 385

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.