Heima er bezt - 01.11.1958, Qupperneq 28

Heima er bezt - 01.11.1958, Qupperneq 28
ur hann til Ástu og nemur staðar hjá henni. Sól er gengin til viðar, og þau setjast hlið við hlið. Djúpur friður kvöldsins umlykur þau. XIII. Frú Hildur ríður heim á hlaðið í Ártúni og stígur af baki. Hún er að koma af kvennfélagsfundinum. Hún stendur nokkra stund kyrr á hlaðinu, heldur í hestinn og litast um. Enginn kemur til þess að taka á móti henni, og því er hún óvön, að minnsta kosti þegar Valur er heima. Henni bregður kynlega við. Að lokum bindur hún hest sinn á hlaðinu og hraðar sér inn í húsið. Þar ríkir alstaðar djúp þögn, og engin manneskja er sjáan- leg á fótum. Frú Hildur gengur hljóðlega að svefn- herbergisdyrunum sínum og lýkur þeim upp. Maður hennar hvílir í föstum svefni, og verður hennar ekki var. Hún vill ekki vekja hann, og Iokar herberginu hægt aftur. Svo gengur hún að svefnherbergisdyrum sonar síns og lýkur þeim upp. Þar er enginn. Nokkur augna- blik stendur hún kyrr, án þess að loka hurðinni, og gleð- in, sem hið nýafstaðna ferðalag hafði vakið í sál hennar, hverfur skyndilega með öllu. Hún verður að fá að vita með vissu, hvort fleira vanti af heimilisfólkinu en son hennar einan. Hún lokar herbergi Vals aftur og gengur síðan að svefnherbergisdyrum eldhússtúlkunnar. Þar drepur hún á dyr, en fær ekkert svar. Hún opnar hurð- ina og lítur inn. Legubekkur Ástu er auður. Frú Hildur skellir hurðinni aftur og hraðar sér út úr húsinu. Hugur hennar er í uppnámi. Hvar er Valur? Hvar er Ásta? Er sonur hennar virkilega að bregðast því trausti, sem hún hefir borið til hans? Er hann að gerast sekur um eitthvað óheiðarlegt? Enn koma þessar sömu spumingar fram í huga hennar og heimta svar. Og hún verður að komast að sannleikanum í því máli, áður en það er orðið um seinan. Reiðhestur sýslumannsfrúarinnar bíður bundinn á hlaðinu og unir því illa. Frú Hildur sprettir af honum og teymir hann suður að ánni. Það em liðin mörg ár, síðan hún hefir sjálf flutt reiðhestinn sinn í haga, og hún brosir biturlega að hlutverki sínu í starfi hesta- sveinsins. Hljóð sumarnóttin ríkir yfir sýslumanns- setrinu, og allt er vafið kyrrð og friði, en sál konunnar, sem gengur heim túnið frá því að flytja reiðhestinn sinn í haga, er í fyllsta ósamræmi við allt þetta. Hún er bæði heit og æst. í nótt skal hún vaka, vaka, þangað til þaú eru komin heim, sem hún bíður eftir. — Frú Hildur hraðar sér inn í húsið og nær. sér í stól. Síðan gengur hún út á svalirnar, sezt og bíður. Innan skamms ríður maður og kona hlið við hlið heim að sýslumannssetrinu og njóta þess að vera ein saman. Gæðingarnir stíga fetið létt og ljúft í friðhelgi nætur- innar og láta í öllu að vilja þeirra, sem taumunum halda. En hvorugt þeirra hefir minnsta grun um, að tvö skarp- skyggn konuaugu fylgist með hverri hreyfingu þeirra og vega hana og meta af kaldri afbrýðisemi og brenn- andi forvitni. Valur og Ásta eru komin heim á hlaðið í Ártúni, og nema þar staðar. Valur rennur sér fimlega af baki gæð- ingi sínum og festir honum á hlaðinu, svo gengur hann hann að hlið hestsins, sem Ásta situr enn á, og stað- næmist þar. Ásta hikar við að stíga af baki og horfir þögul og hálf vandræðaleg niður á glóbjart fax gæð- ingsins, sem bylgjast eilítið í mildum andvara nætur- innar. Valur rýfur þögnina að lokum og segir bros- andi: — Þá er þetta fyrsta ferðalag okkar á enda, Ásta mín. — Já, því er víst lokið, — svarar hún lágt og rennur sér niður úr hnakkanum. Sterkir armar Vals taka á móti henni og verja hana falli. Ásta stendur við hlið gæð- ingsins, sem hefir borið hana þetta dásamlega kvöld, og heitt barnslegt þakklæti streymir um sál hennar. Hún strýkur hönd sinni mjúklega um stinnan háls hans og segir angurblítt: — Ég þakka þér fyrir kvöldið, vinur. Valur horfir brosandi á Ástu og spyr síðan, þýtt og glettnislega: — Á þá hesturinn minn allt þakklæti þitt, Ásta? — Þú átt það líka, Valur. — Hún snýr sér að honum og réttir honum höndina. Hann tekur þétt um hönd hennar, og augu þeirra mætast. Hjörtu þeirra beggja lyftast í barmi, frjáls og fagnandi, og á þessu augna- bliki er tilveran aðeins þau tvö. — Ásta, — hvíslar Valur og dregur hana blíðlega að sér. Heitur andardráttur hans leikur um vanga hennar, og augu hans blika í bæn. Ásta er þegar sigruð og veitir ekkert viðnám. Traustur faðmur hans umlykur hana, og varir þeirra mætast í löngum kossi. — Ég þakka þér fyrir hestlánið, Valur, — segir hún og losar sig aftur úr faðmi hans. Svo hraðar hún sér inh í húsið og hverfur honum. Ævintýrinu er lokið. Valur horfir brosandi á eftir Ástu, og heit og djúp hamingjukennd fyllir sál hans. En hann hefir öðru að sinna. Hann sprettir af hestunum og flytur þá suður að ánni. Frú Hildur rís á fætur og reikar inn í húsið. í nótt hefir hún orðið áhorfandi að meiru en hún óskaði að sjá, og djúp hryggð og sársauki verður reiði og afbrýði- semi yfirsterkari í sál sýslumannsfrúarinnar á þessari stundu. Einkasonurinn kæri er að bregðast trausti henn- ar. Háar og glæstar vonir hennar um framtíð hans fölna nú skyndilega og visna fyrir ofurþunga þeirrar van- virðingar, sem sýslumannssyninum í Ártúni er að slíku ástarævintýri, sem hún hefir nú orðið sjónarvottur að. Hún ætlar ekki að reyna að tala um fyrir honum,því það myndi með öllu verða tilgangslaust og veikja aðstöðu hennar. En hún skal tala rækilega við Ástu og benda henni ótvírætt á hrösun hennar og yfirsjón. Slíkt má aldrei endurtaka sig, heiðri sonar síns verður hún að bjarga að einhverjum leiðum, hvað sem það kostar. Frú Hildur háttar og leggst til hvíldar við hlið manns síns. En hún getur ekki fest svefn fyrir þungum og sárum áhyggjum, sem fylla sál hennar. Hvað eftir annað kemur henni til hugar að vekja mann sinn og trúa honum fyrir hneyksli því, sem hent hefir drenginn 390 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.