Heima er bezt - 01.11.1958, Side 29
þeirra, og spyrja hann ráða til úrbóta. En hún hættir
jafnharðan við þetta áform sitt. í fyrsta skipti á ævinni
vantreystir hún Þórði til þess að skilja tilfinningar
hennar á réttan hátt, og er því bezt, að hún beri ein
byrðarnar á þessu vandræðamáli og vinni bug á því
eftir sínu eigin hyggjuviti.
Frú Hildur breiðir sængina fyrir andlitið og lokar
augunum. Nóttin er senn á enda, og kyrrðinni lokið.
En loks sigrar þreytan æstan hug hennar, og mildur
friðarfaðmur svefnsins færir henni algleymi sitt.
XIV.
Björt nóttin víkur hljóð og tigin fyrir glæstu veldi
dagsins, og morgunsólin laugar sefgræna og döggvaða
jörðina geislum sínum. Fyrstu árdagsgeislarnir smjúga
inn um herbergisgluggann hennar Astu og kyssa hlýtt
á vanga hennar, þar sem hún hvílir í sælum svefni og
dreymir um angandi rósalund og riddara á hvítum
gæðingi. En klukkan hringir brátt, og þar með er frið-
ur svefnsins rofinn. Eldhússtúlkan hlítir kalli tímans
og rís upp af legubekknum. Draumsæl nóttin er liðin.
Ásta klæðir sig í skyndi, gengur út að glugganum
og dregur tjöldin til hliðar. Síðan lítur hún út og horfir
heilluð á dýrð og unað hins rísandi dags. Aldrei fyrr
hefir hún litið jafn fagra morgunstund á sýslumanns-
setrinu, og þó er allt óbreytt hið ytra. En nýr morgunn
í hennar eigin sál gæðir allt ferskari lit og dýpri feg-
urð í augum hennar, þótt hún geri sér ekki grein fyrir
því sjálf. Hún stendur kyrr við gluggann og nýtur
friðsælu morgunsins í draumljúfri hrifningu. En skyndi-
lega tekur hjarta hennar að slá hraðara, og bros rennur
upp yfir andlit hennar. Hún sér ungan glæsisvein koma
á hraðri ferð sunnan túnið og stefna heim til bæjar.
Hann hefir þá líka getað Vaknað á réttum tíma í morg-
un, þótt hann háttaði með seinna móti í nótt.
Valur gengur meðfram húsveggnum og lítur eins og
af tilviljun upp í herbergisglugga eldhússtúlkunnar. En
þar mæta honum alveg óvænt blikandi björt og blíð
augu hennar, sem hann þráir. Hann nemur skyndilega
staðar, og bros hans Ijómar bjart og hreint upp til
hennar. Unaðsrík gleði straumir um sál ungu stúlk-
unnar, sem stendur eins og fjötruð innan við glugg-
ann og borfir út. Á hún í raun og veru eld þessara
djörfu og drengilegu augna, sem svo hiklaust mæta aug-
um hennar. Þetta er svo ólíklegt. Hún trúir því varla,
en þó....
Ásta lítur snöggt og feimnislega undan heitu augna-
ráði Vals og gengur burt frá glugganum. Morgun-
störfin kalla, og hún hraðar sér niður í eldhúsið.
Valur teymir hestana heim á hlaðið og leggur aktýgin
á þá. Síðan heldur hann rösklega með þá út á túnið og
beitir þeim fyrir sláttuvélina. Morguninn boðar góðan
þurrk á töðu hins árrisula búmanns, og Valur tekur
að slá af kappi. Hann er einn í fyrstu, því að Sveinn
og Elín eru ókomin enn, og engin hreyfing sjáanleg
heima í Ártúni. Honum verður dýrðlegur morguninn,
hljóð og heilög stund, og minningarnar frá síðastliðnu
kvöldi streyma fram í huga hans. Allar gefa þær hon-
um glæst fyrirheit um fylling fegurstu framtíðardrauma
hans og veita sál hans heitan og þróttmikinn fögnuð
sannrar ástar. Starfið er honum leikur, og lífið ham-
ingja. -
Hádegisverðinum er lokið. Ásta stendur við eldhúss-
borðið og þvær diskana. Hún raular fjörugt lag fyrir
munni sér, og starfið leikur í höndum hennar. En
skyndilega opnast eldhússhurðin, og frú Hildur kemur
inn. Ásta lítur á húsmóður sína og hættir að syngja.
Henni virðist sýslumannsfrúin óvenju svipþung og næst-
um raunaleg. Frú Hildur gengur þögul að eldhúsborð-
inu, tekur diskaþurrkuna og fer að þerra diskana, jafn-
óðum og Ásta þvær þá. Aldrei fyrr í sumar hefir hún
hjálpað til við uppþvottinn, og Ástu finnst þessi ný-
breytni muni ekki spá neinu góðu. Hvorug mælir orð,
og þögnin er þung og lamandi.
Ásta keppist við starf sitt ennþá meira en áður, og
forðast að líta á sýslumannsfrúna, en óljós, kvíða-
blandin sektartilfinning gagntekur sál hennar. Hún
hefir að líkindum móðgað frú Hildi með burtför sinni
að heiman í gærkvöld, og þarmeð glatað trausti hús-
móður sinnar. En skyldustörf sín vanrækti hún ekki
að neinu leyti á meðan frú Hildur var fjarverandi. Þar
hefir hún hreina samvizku. Loks rýfur frú Hildur þögn-
ina og segir með kaldri röddu:
— Mér þótti heimkoman heldur daufleg í gærkvöld.
Það var bara engin manneskja sjáanleg á fótum, hvorki
úti eða inni.
(Framhald).
• • VlLLl • • • •