Heima er bezt - 01.11.1958, Side 30

Heima er bezt - 01.11.1958, Side 30
ELLEFTI HLUTI „Ég rölti þetta bara út úr vandræðum til að vita, hvort ógleðin gæti ekki yfirgefið mig. Ég hef aldeilis kvalizt og kúgazt í hvert sinn, sem ég hef komið inn í bæinn. Alls staðar er þessi bölvuð brækja, sem alveg ómögu- legt er að þola,“ sagði Stína. „Hvað ertu eiginlega að kvarta um?“ sagði Geirlaug. „Því liggurðu ekki í rúminu, fyrst þú ert svona illa haldin?“ „í rúminu, þar komstu með það! Svo ég gæti notið þess sem bezt,“ sagði Stína, hneyksluð yfir ónærgætni hennar. „Settu þig bara inn í maskínuhúsið,“ bauð Rósa í annað sinn. „Við komum rétt strax.“ Stína rölti inn og fékk sér sæti. „Hér getur maður þó dregið andann að sér án við- bjóðs,“ heyrðu þær hana segja. „Hvað gengur að kerlingunni?11 sagði Rósa í hálfum hljóðum við Geirlaugu. „Var hún ekki að rausa eitthvað um hrossakjöts- brælu? Eitthvað skildist mér hún nefna það. Kannske Leifi greyið hafi fengið sér afsláttarhross. Það hefur nú sjálfsagt lítið ket. En Stína gamla er alveg æf út í það,“ sagði Geirlaug. Rósa tók tvö trog, sem slátur hafði verið í, og bar þau út í læk, en Geirlaug fór inn til gestsins. „Mér er að létta, eftir að ég settist hér inn,“ sagði Stína. „Ég segi það þó Rósa heyri til, að ég hef aldrei séð ógeðslegri manneskjur yfir hrossakjöti en þessa tengdaforeldra hennar. Ég hélt, að kerlingin ætlaði að éta það hrátt. Hún veinaði yfir því að hún skyldi ekki geta soðið það strax og étið. Þvílík bölvuð átvögl!“ „Rósa fór út að læk og heyrir ekki til þín,“ sagði Geirlaug. „Hvaðan fengu þau hrossakjöt? Við vitum ekkert um þetta hér.“ „Þetta grunaði mig líka. Það verður líklega ekki það eina, sem Rósa verður að bera kinnroða fyrir, sem til- heyrir þessum manni hennar. Þetta var spikfeit stóð- hryssa, sem karlgreyið í Háabæ átti, en hún aftók að matbúa það, konan hans. Leifi keypti helminginn. Karlinn hann Hartmann vildi helzt fá það allt, en syni hans fannst þetta alveg nóg handa þeim tveimur.“ „Og voru þeir að lóga hryssunni í gær og fyrradag? “ spurði Geirlaug. „Ég skildi ekkert í, hvað þeir væru að gera suður í Garði.“ „Jú jú, þeir lóguðu henni í fyrradag en söltuðu í gær. Aumingja manneskjan hún Rósa. Ég veit, að það er ekki nokkur manneskja í sveitinni, sem ekki ofbýður hennar lánleysi að giftast inn í þessa fjölskyldu.“ Geirlaug hristi bara höfuðið. „Þú skalt ekki minnast á þetta meir við hana. Ég skerpi hérna á katlinum og þú hlýtur að geta séð eitthvað fallegt í bollunum okkar. Vonandi verður það ekki hrossakjötsbiti!“ „Ég á nú ekkert orð til að lýsa gremju minni og við- bjóði yfir þessu framferði,“ sagði Stína gamla. Samt hélt hún óhikað áfram, einkennilega fljót að finna við- eigandi orð, án þess að hika hið minnsta. „Það var aldrei hann væri af göfugu bergi brotinn, tengdasonurinn hans séra Jóns og maddömunnar. Dálítill munur eða maður- inn hennar Sigrúnar, þessi mikli glæsimaður, sem ber það utan á sér að hann er kominn af stórhöfðingjum. En lánið, að maddaman stendur ekki sjálf í sporunum hennar Rósu. Hvað heldurðu að hún hefði sagt og gert, þegar þessir garmar birtust?“ Geirlaug bandaði krepptum hnefanum að málaskjóð- unni og aðvaraði hana líka með augunum. Stína hló: „Ég sé, hvað henni líður. Hún er út við lækinn ennþá,“ sagði hún. „Blessuð, láttu engan heyra þetta og annað eins! Henni hefur víst aldrei dottið það í hug, þó fólk væri að þessu rugli,“ sagði Geirlaug. „Þessir fáleikar, sem komu upp á milli þeirra, hafa sjálfsagt stafað af því, að henni hefur ekki líkað hann sem tengdasonur og þótt hún of ung til að fara að hugsa um heimili.“ „Ojæja, annað skildist fólki á ykkur í fyrra, vinnu- konunum hérna,“ sagði Stína. „En þú'skalt ekki vera að reyna að slá ryki í augun á mér. Ég sá bollana þeirra. Þeir ljúga ekki. Og ég býst við að margir minnist þess, að ég sagði að hann nyti ekki lengi hylli hérna í sveit- inni, væri sjálfsagt ekki allur þar sem hann væri séður.“ „O, ætli það geti samt ekki átt sér stað að þeir Ijúgi ekki síður en aðrir, þessir bollar,“ sagði Geirlaug og 392 Heima, er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.