Heima er bezt - 01.11.1958, Qupperneq 32

Heima er bezt - 01.11.1958, Qupperneq 32
Fólki í sveitinni varð tíðrætt um ungu hjónin. Og það hafði mesta vitneskju um þau eftir fólkinu í Garði. Rósa var hégómagjörn og gerði ekkert annað en spila á orgel og liggja í bókum. Ótrúlegt var það, að sú manneskja væri dóttir slíkrar myndarkonu sem móðir hennar var. Kristján var samansaumaður grútur, sem sífellt nauðaði um að spara mat og kaffi eftir að hann þurfti að fara að leggja það til sjálfur. Meðan fyrning- ar frá stórbúinu höfðu enzt, var aldrei talað um sparn- að. En Kristján var ólíkt meiri búmaður heldur en kona hans. — Þetta fréttu hjáleigukonurnar í maskínuhúsinu hjá Geirlaugu vesalingnum, sem nú var farin að kaupa sér kaffi til að hita handan grannkonunum, þegar þær læddust heim til hennar í rökkrinu. Vanalega sváfu þá ungu húsbændurnir rökkursvefni eða það heyrðist í orgelinu innan úr skrifstofunni. Geirlaug sagði, að hún gripi oft í það í leiðindum sínum, blessunin. „Það leiðist öllum á þessu heimili,“ bætti hún við og stundi dauflega. Nágrennið milli Þúfna og Hofs kólnaði talsvert við það, að Stefán vistaði Sigga til Vestmannaeyja. Kristján hafði búizt við að hann þyrfti ekki að minnast á vistar- ráð við hann fyrr en komið var fram undir sumarmál. Það var ólíklegt að margir kepptust um að fá nýfermd- an strákhvolp. En svona fór það nú samt. Siggi hafði verið búinn að segja það margsinnis, að hann yrði ekki lengur á Hofi. Kristján kenndi Stefáni um, að strákurinn fór að brjótast í þessu, að fara alla leið til Vestmannaeyja. Það mátti ekki minna vera! Nú varð að fara að reyna að útvega smala og líklega vinnumann líka, og það gekk hreint ekki vel. Leifi í Garði hafði engan frið fyrir sífelldu kvabbi Kristjáns. Hann þraukaði þó við það í tvö ár, en þá fluttist hann í kofaskrifli úti á Hvalseyri. Alitlegt virt- ist það ekki vera, en Leifi kaus það samt heldur en að búa í nágrenni við Hofsbóndann. Þetta sama ár fæddist sonur á Hofi. Kristjáni þótti vænt um frumburðinn, en fannst hann hafa fæðzt á óhentugum tíma, rétt fyrir fráfærurnar og sláttinn. Og svo var allt umstangið, sem í kringum hann varð! Ljósmóðirin sat í viku á Hofi, og Geirlaug var alla daga að hengja upp bleiur og kjóla, sængurver og lök. Kristján sagði það einu sinni við konu sína, að það hefði gengið heldur minna á heima hjá móður hans, þegar krakkarnir þar hefðu verið að fæðast. Hún hefði ekki Iegið nema svo sem fjóra daga í rúminu. Rósa skildi svo sem, hvað hann var að fara. Sjálf var hún búin að vera átta daga í rúminu. „Það var ein hörmungarsagan, sem hún móðir þín sagði mér, vesalingurinn, að einu sinni hefði hann faðir þinn rekið sig á fætur á fjórða degi til að mjólka kýrn- ar. Hún sagðist hafa orðið að styðja sig við veggina eins og barn, svo var hún máttlaus,“ sagði Rósa og brosti köldu brosi. „Hana hefur misminnt þetta, stráið,“ sagði hann og fór hjá sér. „En náttúrlega var hann harðjaxl við hana. En nú verður að fara að hugsa fyrir að þvo ullina. Mér sýnist alls staðar vera farið að rjúka. — Heldurðu, að stelpubjálfinn hún Bogga geti ekki hugsað um matar- verkin, svo að Geirlaug geti þvegið úr pottinum.“ „Þér dettur þó ekki í hug að þessi vesalingur geti tekið við bæjarverkunum. Ég efast um að hún kunni að hræra í grautarpotti, hvað þá að þvo þvott, sem alltaf fellst til á hverjum degi núna,“ sagði Rósa. „Nú vantar okkur Gerðu til að grípa til.“ „Það var meiri bölvaður bjánaskapurinn í Leifa að fara að rjúka burt úr Garði. Nú labbar hann iðjulaus allan daginn þarna út frá. Líklega kemur hann svo á sveitina næsta ár,“ sagði Kristján og var mikið niðri fyrir. „Svo er hann búinn að bera mig svo út, að engum dettur í hug að taka kotið.“ „Ojá, það verður heldur lítið úr þeirri eigninni,“ sagði Rósa. „Þetta er nú líka óttalega lélegt býli,“ sagði Kristján. „Það fengu það víst færri en vildu, þegar pabbi sálugi átti það,“ sagði Rósa. „Það var nú þessi mikla vinsæld og friður, sem ríkti þá hérna í torfunni og við njótum víst ekki,“ sagði hann. „En það er útlit fyrir að kotið standi í eyði þetta árið. Náttúrlega höfum við töðuna af túninu og getum valið úr engjunum.11 „Það vantar víst ekki slægjur hér á þessu heimili. Lík- lega skortir frekar vinnukraft, ef hér á ekki að verða nema þessi eina vinnukona og unglingskjáninn og svo smalastrákurinn,“ sagði Rósa. „Jú, líklega verð ég að fá mér vinnumann, fyrst Leifi skratti gerði mér þennan grikk. Ég læt stelpuna hlaupa upp að Bakka til að vita um, hvort Jóna getur ekki verið hjá mér við ullarþvottinn.“ Rósa bjóst við, að hún gæti sofnað svolítið, þegar maður h'ennar var horfinn út, en svo varð þó ekki. Hann var kominn inn aftur, áður en hún gat sofnað. „Ekki hafði þetta mikið upp á sig,“ sagði hann. „Stelpan segir, að Jóna sé frammi í dal og komi ekki fyrr en á morgun. Þú skalt nú senda til Laugu vinkonu þinnar í Þúfum og biðja hana að vera hjá okkur í tvo daga. Mér þykir ólíklegt að þær klári þá ekki ullina að mestu leyti. Að minnsta kosti fór Gerða langt með hana á þremur dögum.“ „Hún var alltaf þrjá til fjóra daga með hana,“ sagði Rósa. „Þú skalt nú reyna þetta, góða mín. Lauga hefur aldrei unnið handarvik hérna síðan við komum hingað, og er sú eina af öllum nágrannakonunum, sem það hef- ur ekki gert, svo að mér þykir ólíklegt að hún neiti þér um það.“ „Mér dettur það ekki í hug,“ sagði Rósa hálfergileg. „Það er nóg, að ég bið hana að hjálpa mér við ýmislegt innanbæjar, þó ég fari ekki að biðja hana að standa við ullarþvott, enda veit ég að Stefán leyfði henni það ekki. Ég get ekki meint að ullarþvotturinn megi ekki bíða svo lítið. Það er víst óvíða farið að þvo ullina enn.“ „Eftir hverju á hann að bíða?“ sagði Kristján fok- 394 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.