Heima er bezt - 01.11.1958, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.11.1958, Blaðsíða 33
vondur. „Kannske þú ætlir að þvo hann, þegar þú stíg- ur af sænginni, sem mér sýnist ætla að verða nokkuð seint. Þetta er þér líkt. Ahugaleysi fyrir öllu nema ein- hverju óþarfa föndri. Við það geturðu fengið hjálp hjá Laugu en ekki það, sem gagnlegt er. Eg sé ekki að það sé mögulegt að búa við annan eins hégóma.“ „Svo þú ert þá eftir allt saman svona líkur föður þín- um,“ sagði Rósa. „Viltu ekki reka mig út í fjós til að fara að mjólka kýrnar.“ „Þú hefur nú til allrar lukku þessa kerlingu, sem aldrei gerir annað en að snúast um bæinn. Líklega verður ekki minna að gera, þegar þessi barnungi bætist við verkahringinn, þykist ég vita.“ Svo var hann rokinn fram. Það var farið að loga undir pottinum við lækinn í Þúfum, og Stefán bar hvern ullarpokann eftir annan út eftir, svo að ekki stæði á því. Sjálfur hafði hann hugsað sér að svipast um eftir nokkrum ám, sem enn vantaði í ullu. Þá birtist stelpugopinn frá Hofi allt í einu á bæjar- hlaðinu. Stefán var að koma út úr skemmunni. Telpan gleymdi alveg að heilsa, svo mikið lá henni á: „Ég þarf að finna Laugu,“ sagði hún. „Þá skaltu hafa þig í bæinn,“ sagði Stefán. Telpan þrammaði inn göngin og rataði til baðstofu, þó að hún hefði aldrei komið að Þúfum áður. „Jæja,“ sagði hún, þegar hún opnaði baðstofuhurð- ina, „nú átt þú að koma heim að Hofi, Lauga, og þvo ullina. Kristján sagði það.“ „Mér lízt nú illa á það,“ sagði Lauga. „Hefði hann verið búinn að tala um það fyrr hefði það kannske getað gengið, en nú er farið að loga undir ullarpottin- um hjá okkur,“ sagði Engilráð. „Kannske Stefán vilji hjálpa mér að þvo, svo að þú getir farið,“ bætti hún við og leit til tengdasonar síns, sem kominn var inn. „Ég hef hugsað mér að leita að ánum sem mig vantar í ullinni,“ sagði hann. „Samt hefði ég slegið því á frest ef önnur hvor ykkar hefði verið lasin, en svo er nú ekki sem betur fer, heldur á að hlaupa á aðra bæi til að þvo þar ull. Kannske þú viljir hella vatni á eldinn úti í hlóð- unum, svo að hann hætti að loga, en flýta þér að kveikja upp úti á Hofi?“ Hann hló háðslega. „Hún á nú bágt með að neita Rósu,“ sagði gamla konan. „Þá getur hún farið þangað í kvöld, ef hún getur ekki neitað kvabbinu. En mér heyrðist telpan segja að Krist- ján hefði sagt henni að koma,“ sagði Stefán. „En í dag þvær hún sína eigin ull og byrjar svo á hinni í fyrra- málið.“ „Hann sagði mér að segja að Rósa segði henni að koma,“ sagði telpan, sem Bogga hét. „En hún er enn í rúminu. Og hann er alveg vitlaus yfir því, að ullin er ekki þvegin. Hann rífst við Rósu í rúminu.“ Stefán sneri sér að stelpunni og sagði: „Þú skalt segjc Kristjáni það, að Sigurlaug sé búin að hita vatnið á sína ull og þvoi hana í dag og á morgun. Hann hlýtur að geta látið vinnukonuna þvo og þú getur skolað.“ „Kemur Lauga þá í kvöld?“ spurði Bogga. „Nei, hún kemur ekki í kvöld. Ég var bara að stríða henni með þessu.“ Bogga litla fór, án þess að kveðja. „Svona er vinnufólkið, sem hann smalar að sér. Það er ekki með hálfu viti,“ sagði Stefán glottandi. „Ég er smeyk um að þú aukir ekki á vinfengið milli bæjanna með þessum óliðlegheitum," sagði Engilráð. „Ég hef ekki ætlað mér að kaupa vináttu Kristjáns á Hofi með því að láta konuna mína ganga á skítverkin fyrir hann,“ sagði Stefán. „Ég hef ekki vanizt þess konar búskaparlagi.“ Um náttmálabil kom Stefán Dondi heim með ullar- poka á bakinu. Kona hans stóð við hlóðirnar, en Anna systir hennar kraup við lækinn og skolaði. „Hvernig gengur ullarþvotturinn? “ spurði hann. „Mér sýnist þú svo þrevtuleg. Hefur mamma þín ekk- ert getað hvílt þig.“ Unga konan tyllti sér á kassa, sem var þar skammt frá: „Mér ætti nú ekki að vera vorkunn frekar en Onnu litlu, sem hefur skolað í allan dag, nema það sem pabbi var að reyna að hvíla hana,“ sagði hún og brosti hálf- vandræðalega. „Það var nú bara svoleiðis, að mamma gat ekki hugsað til þess að ekki væri hægt að þvo ullina á Hofi, svo að hún dreif sig úteftir.“ Það hnussaði í Stefáni: „Það er mikið ambáttarblóð í ykkur hér í Hofstorfunni. Ég ætti að kannast við.það síðan ég var á Hofi. En það var mikill munur að vinna fyrir séra Jón eða þennan kauða, sem þar er nú. En nú hættið þið og farið heim. Ég rak kýrnar heim undir, svo að ekki þyrfti að tefja sig við að ná í þær.“ Gamla konan kom ekki heim fyrr en eftir háttatíma. Morguninn eftir var hún með tak og hafði hita. Það leið ekki á löngu þar til sama stelpan kom hlaup- andi suður eftir til að sækja þvottakonuna, en hún var þá í rúminu. 1 .auga flýtti sér fram í bæjardyrnar. „Kristján er alveg orðinn vitlaus yfir því að kerling- in skuli ekki koma í ullarþvottinn. Það er farið að hitna í pottinum.“ „Hún er nú bara sárlasin og í rúminu eftir þennan þvottadag hjá honum,“ sagði Lauga, „svo að Kristján verður að útvega sér einhverja aðra, ef þið getið ekki þvegið ullina sjálfar,“ sagði Lauga. „Þá bara kemur þú,“ sagði Bogga. „Honum er sama um það.“ „Það er mér ómögulegt. Ég yfirgef ekki mömmu í rúminu, og svo þarf ég að þvo mína ull, ef ég get. Þú segir Rósu, að mér sé ómögulegt að gera þetta. Ég hefði gert það, ef ég hefði getað.“ „Hún skiptir sér ekkert af því. Það er hann, sem argast í öllu. Hún bara liggur róleg í rúminu,“ sagði stelpan og hljóp heimleiðis. Heima er bezt 395

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.