Heima er bezt - 01.11.1958, Síða 34

Heima er bezt - 01.11.1958, Síða 34
Einhvern veginn komst uliarþvotturinn af á stórbýl- inu Hofi, en Kristjáni fannst ullin skammariega ljót, en við það varð að sitja í þetta sinn. Kannske gengi það betur næsta vor, og þá vonaði hann líka að ullin yrði meiri. Fénu fjölgaði árlega. Hann var að verða stærsti bóndi sveitarinnar. Rósa klæddi sig eftir hálfs mánaðar sængurlegu. Nú bjóst maður hennar við því, að Geirlaug gæti iitið eftir þurrkuninni á ullinni og mörgu fleira utan- bæjar. Hinar stúlkurnar urðu að fara að hreinsa túnið í Garði. Það var orðið of mikið sprottið, þó að seint hefði verið unnið á því. En þá veikitst litli sonurinn, og unga móðirin gat lítið gert annað en að sinna honum. Kristján var óþolinmóður og ergilegur yfir þessu basli. Hann sagði, að systkini sín hefðu aldrei verið veik og þetta hlyti að vera einhver dauðans klaufaskap- ur, að geta ekki látið drenginn þegja. Hann væri sjálf- sagt svangur, eða þá að honum væri gefið of mikið að dreklca. Það væri óskemmtilegt, að geta ekki sofið fyrir hljóðunum í honum, þegar maður væri dauðuppgefinn. Rósa svaraði ósökunum hans litlu. Það komst ekkert að í huga hennar annað en sorgin yfir því, að geta ekk- ert gert fyrir litla drenginn sinn, sem hún hafði verið búin að hlakka svo mikið til að leika sér við. Hún var uppgefin á sál og líkama. Engin stúlkan hafði nokkru sinni svo mikið sem snert á barni. Einu sinni talaði Rósa um það, að sig langaði til að yfirsetukonan kæmi og liti á drenginn. „Hvað ætli hún geti gert,“ hnussaði í Kristjáni. En samt sendi hann smalann fram eftir til hennar. En þá var yfirsetukonan ekki heima. Allt var það á sömu bókina lært, hugsaði Rósa. Hún gat ekki leitað til neins. Hún gat ekki einu sinni beðið Laugu í Þúfum að finna sig. Ivristján hafði margbölvað henni fyrir að vilja ekki þvo ullina fyrir sig. Rósa bjóst við að risin væri úlfúð milli bæjanna, þar sem Lauga kom aldrei. En þá sagði Geirlaug henni það einn daginn, að þau væru bæði í rúminu, gömlu hjónin, svo að það væri sjálfsagt nóg að gera fyrir Laugu annað en skálma á bæi. Eitt kvöldið tók Kristján sængurfötin sín úr hjóna- rúminu og sagðist ætla að sofa frammi í stofu. Hann væri of þreyttur til að geta ekki notið svefnsins þann stutta tíma, sem hann hvíldi sig. Annað væri með hana, sem gæti lagt sig á daginn, þegar hann svæfi, anginn litli. „Á ég þá að vera hér ein með hann, ef hann skyldi deyja?“ spurði hún og barðist við grátinn. „Það er víst engin hætta á því,“ sagði hann. „Börn deyja ekki úr innantökum eða óþekkt eða hvað það er, sem að honum gengur.“ Morguninn eftir kom Kristján inn til Rósu hress og vel út sofinn og bauð henni góðan dag með kossi. „Nú hef ég þó sofið vel. Vonandi hefur hann verið rólegri núna en undanfarnar nætur,“ sagði hann. „Þú skalt ímynda þér það, fyrst þú heyrir ekkert til hans,“ sagði hún fálega. „Þetta hlýtur að fara að lagast, góða mín, svo að ég geti flutt mig inn aftur. Það er óneitanlega leiðinlegt að sjá hjónarúmið, eins og það lítur út núna,“ sagði hann. „Viltu ekki koma fram og grípa í orgelið. Ég skal syngja nokkur lög, þó að ég megi náttúrlega ekki vera að því, því að nógar eru annirnar.“ Hún hristi höfuðið: „Ég hef enga löngun til þess.“ „Blessuð, reyndu að hrista þetta af þér. Þú ert að verða svo föl og mögur, að mér ofbýður að sjá þig,“ sagði hann. Hún fór fram án þess að svara. Það var orðið fáferðugt heim að Hofi hjá því sem áður var fannst Rósu. Reyndar langaði hana lítið til þess að fá gesti þessa dagana, því að hún lá oftast fyrir og reyndi að sofa, svo að hún gæti vakað á nóttunni. En þennan dag heyrði hún, að einhver var frammi hjá Geirlaugu. Hún bjóst við, að það yrði hitað kaffi handa gestinum, hver svo sem hann væri, og hugsaði gott til að hressa sína hálfsvofandi persónu með því. Þetta var Þorsteinn á Hamri, roskinn bóndi framan úr sveitinni. Hann hafði verið vinnumaður hjá prest- hjónunum í mörg ár, foreldrum Rósu. Hún heilsaði honum kumpánlega. Hann var að koma utan úr kaupstað, voteygður af víni: „Sæl vertu, Rósa litla prestsdóttir,“ sagði hann. „Ósköp ertu föl og tekin, góða mín. Þrífstu svona illa af þessum stóra og feita bita, sem þú tókst frá henni móður þinni. Ég býst við, að hann sé hálframmur á bragðið. Ég var einn af þeim, sem var við kirkju á giftingardaginn þinn. Þú varst falleg brúður, en fáir spáðu vel fyrir hjónabandinu. Það var ljóta skítaveðrið daginn þann.“ (Framhald). r Iþróttaþáttur Framhald af bls. 388.--------------------------- tveggja til þriggja mínútna fresti. Nú kemur að öðrum riðli, ég heyri þá nefna Guðbjörnsson, Iceland, og fer að hlusta betur. Jú, Kristleifur er þarna ljóslifandi í þeirra augum, og hann er ýmist fyrstur eða annar, um tíma fjórði, en „nú kemur íslendingurinn með mjög góðan endasprett, hann fer framúr Richtenhein og Murat, Delany sigrar, hann kemur í mark núna, Salsola er annar, og Guðbjörnsson, íslandi, þriðji. Þessir þrír taka þátt í úrslitahlaupinu á sunnudaginn.“ Þetta hafa enskir hlustendur heyrt föstudaginn 22 ágúst 1958. Lýsingin var rétt að öðru leyti en því, að kollegunum hefur fatast þegar tilkynnt var, að Krist- leifur mundi ekki keppa, í staðinn fyrir að strika yfir nafn Kristleifs í leikskránni strikuðu þeir yfir nafn Norðmannsins Lundh, það var hann sem varð þriðji. Svona getur færustu mönnum yfirsézt. Áhorfendur voru nú um 26 þúsund, enda fór spenn- ingurinn sívaxandi. (Framháld). ‘196 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.