Heima er bezt - 01.11.1958, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.11.1958, Blaðsíða 35
HEIMA___________ BÓKAHILLAN Halldór Halldórsson: Örlög orðanna. Akureyri 1958. Bókaforlag Odds Björnssonar. Orðin eiga sér sögu og örlög. Breyttir hættir og breyttir tímar skapa þeim nýja merkingu, og oft geyma þau sjálf smámynd a£ löngu liðnum þjóðháttum, hugsunarhætti eða þjóðtrú, sem annars væri með öllu gleymd. Það er vænlegt til fróðleiks og þroska að kynna sér slíka hluti. Það vekur hugsun mannsins á því, sem hann heyrir og því, sem hann segir, og ef til vill er hann fyrr en varir farinn að rýna í málfar sitt og félaga sinna og skapa sér með því ánægjustundir og heyja sér nýjan fróðleik. Bók sú, er hér um ræðir, Örlög orðanna eftir Halldór Halldórs- son prófessor, ræðir um þessa hluti. Höfundur rekur þar allmörg islenzk orð og orðtök, sum algeng en önnur sjaldgæf eða stað- bundin. Leitar hann þar eftir frummerkingu þeirra, kannar aldur þeirra, uppruna og útbreiðslu. Er þetta allt skýrt með dæmum úr rituðu og mæltu máli. Margir menn víðs vegar um land, hafa lagt þar fram ýmsan merkilegan fróðleik, en hversu almenn sú þátttaka hefur verið sýnir bezt, að hér er um vinsælt viðfangs- efni að ræða, og að örlög orðanna heilla hugi margra Xslendinga, eins og raunar mátti vænta. Það er ekki á mínu færi að rekja hér einstök atriði né gagnrýna skoðanir höfundar. Slíkt læt ég sérfræðingum eftir. En margir hlutir hafa mér þótt þar nýstárlegir og gir'nilegir til fróðleiks. Og lesendum Heima er bezt vildi ég benda á þessa bók, því að hún er gædd þeim kostum góðrar bókar, að hún er skemmtileg aflestrar og auðskilin hverjum manni, jafnframt því sem hún er þrungin fróðleik og vekur til umhugsunar. Og sennilegt þykir mér, að við lestur hennar rifjist margt upp fyrir athugulum les- anda, sem hann gæti lagt af mörkum til íslenzkra málrannsókna. Og sízt megum vér gleyma því, að tungan er einn dýrasti arfur- inn, sem vér eigum, og að allt það, sem getur vakið oss til hugs- unar um verndun hennar og viðhald, má vera hverjum íslend- ingi kærkomið. En til þeirra hluta eru bækur sem þessi harla vænlegar. Rauðskinna IX—X. Safnað hefur Jón Thorarensen. Sagnagestur III, Þórður Tómasson. Vestfirzkar þjóð- sögur IH, 1, safnað hefur Amgrímur Fr. Bjamason. Reykjavík 1958. Isafoldarprentsmiðja h.f. ísafoldarprentsmiðja hefur fyrir skömmu sent þrjú sagnasöfn á markaðinn. Sýnir það ótvírætt, að enn eru slíkar bókmenntir vinsælar meðal þjóðarinnar og að enn muni vera um allauðugan garð að gresja í þessum efnum meðal íslenzkrar alþýðu. Þótt öll þessi rit fjalli um skyld efni, þ. e. íslenzka þjóðhætti, þjóðtrú og æviþætti, eru þau samt sitt með hverju sniði og býsna ólík að efnisvali og framsetningu. 1 Rauðskinnu eru engar þjóðsagnir að þessu sinni. Heldur fjall- ar þetta hefti eingöngu að kalla má um daglegt líf fólks við Faxa- flóa á síðastliðinni öld. Meginþættirnir eru saga býlisins Stafness og tveir minningaþættir um daglegt líf í Höfnum og á Seltjarnar- nesi. Geysimikill fróðleikur er þar saman kominn um sjósókn og annað, sem þar að lýtur, og ber margt skemmtilegt á góma, þó að yfirleitt verði ekki sagt, að þættir þessir séu skemmtilestur. Til þess er frásögnin of nákvæm og of mikið um upptalningu atriða, sem nauðsynleg eru til þess að lýsingarnar verði fullkomn- ar. Við lestur þessara þátta hvarflar það í hug manns, hvort ekki sé senn tími til kominn að semja heildarrit um venjur og hætti við sjóinn á liðnum txma, eftir mörgum þeim ágætu heimildum, sem þegar eru fram komnar úr ýmsum áttum hin síðari árin. Mundi enginn vera betur til slíkra hluta fær en safnandi Rauð- skinnu, síra Jón Thorarensen. Meginuppistaða Sagnagests eru minningaþættir tveggja Skaft- fellinga. Er þar víða við kornið, þótt ekki séu öll söguefnin stór. Lýst er þar æviatriðum höfundanna og ættmenna þeirra, hrakn- ingum á sjó og landi, fyrirburðum og ýmsum þáttum hins dag- lega lífs. Eru það allt skemmtilegar smámyndir úr lífi íslenzkrar alþýðu og vitnisburðir um menningu, sem er að hverfa. Aftast í heftinu er safn sjálfstæðra sagna og kvæða. Er allt efnið hið læsilegasta og gefur innsýn í hugsunarhátt og lífslxaráttu geng- inna kynslóða. Vestfirzku sagnimar eru með mestum þjóðsagnablæ, enda bera þær einar þessara bóka þjóðsagnaheitið. Enda þótt margar sög- urnar séu samtíma frásagnir og geti þvi naumast kallazt þjóð- sögur, þar sem munnmælin hafa ekkert í þær skáldað, þá eru þær í ósviknum þjóðsagnastíl og skilgetin börn íslenzkrar þjóð- trúar, eins og hún hefur verið öldum saman. Mesta athygli vek- ur, hversu margt er þar af huldufólkssögum og þeim býsna ný- legum. Virðist svo, sem sá þáttur þjóðtrúarinnar sé enn bráðlif- andi þar vestur á fjörðum. Guðrún Sigurðardóttir: Leiðin til þroskans. Akureyri 1958. Aðalumboð Bókaforlag Odds Bjömssonar. Bók þessi er næsta nýstárleg í islenzkum bókmenntum. Hún er til komin á þann hátt, að höfundurinn, Guðrún Sigurðardóttir, hefur lesið hana fyrir á meðan hún var í miðilssvefni — trance. Voru lestrar hennar teknir jafnóðum á segulband og hún mælti orðin fram, og hefur bókin verið skráð orðrétt eftir því, nema bætt inn í fyrirsögnum eftir því, sem efnið var í hverjum kafla. Efni bókarinnar birtist miðlinum í myndum, og er frásögnin lýsing þess, sem fyrir hana bar, en Haraldur Níelsson stjórnaði miðilssambandinu að handan. Meginefni bókarinnar er um lífið fyrir handan landamærin miklu. Verður það ekki rakið hér, enda er þar um svo marg- brotnar lýsingar að ræða, að hver og einn verður að kynna sér þær sjálfur. Eg býst við að skoðanir verði skiptar um þessa bók, a. m. k. að því er snertir það, hvernig hún er til orðin. Þeir, sem skilyrðis- laust neita því, að um framhaldslíf sé að ræða, eða að ókleift sé (Framhald á bls. 400). Heima er bezt 397

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.