Heima er bezt - 01.11.1958, Side 39

Heima er bezt - 01.11.1958, Side 39
261. Það er orðið dimmt, þegar ég loks kemst í húsaskjól og hef komið húsbónda mínum í rúmið. Nú er Nikulás afar blíð- ur í skapi. Og hann er mér þakklátur fram úr öllu hófi. Ég kemst alveg við af þessu. 262. Þegar ég rétt á eftir stend við elda- vélina og er að malla kvöldverðinn, þá þakka ég Guði í huga mínum fyrir, hve þetta hefur allt gengið vel. Bara að Nik- ulás gæti nú haldið heit sitt að hætta að drekka! 263. Næstu dagar eru mér bæði erfiðir og ábyrgðarmiklir. Nikulás verður rúm- fastur fyrst um sinn vegna meiðslanna, og þá verð ég að sjá um allt, sem að heimilisstörfunum snýr og dvöl okkar hérna. 264. Einn daginn segir Nikulás við mig: „Þú ert skolli duglegur strákur, Óli! Geturðu fyrirgefið mér, að ég tor- tryggði þig? Ég hef verið þér svo vond- ur, að ég dauðskammast mín fyrir það. Geturðu virkilega fyrirgefið mér?“ 265. Ég fullvissa hann um, að þetta sé allt fyrirgefið og gleymt af minni hálfu, og hann fer að gráta og sver, að héðan af skuli hann aldrei framar bragða dropa af víni! „Vinir mínir í landi skulu ekki geta freistað mín framar," segir hann. 266. Nú segir Nikulás: „Þú hefur bjarg- að lífi mínu, Óli! Það hefurðu gert, þótt þú hefðir fyllztu ástæðu til að hata mig. Nú ætla ég að votta þér þakklæti mitt. Er ekkert, sem ég get gert fyrir þig? Segðu mér það, Óli minn.“ 267. Ég segi, að ég æski ekki eftir öðru en að við séum vinir og hann haldi lof- orð sitt um að hætta að drekka. Allt í einu man ég eftir Mikka. Ætti ég að biðja um að fá að sækja hann 268. Ég segi Nikulási frá Mikka og spyr svo, hálfsmeykur þó, hvort hann vilji nú ekki hjálpa mér til að lýsa eftir hundinum. Og Nikulás lofar því strax fúslega. 269. Síðan er ákveðið, að ég skuli sigla inn til meginlandsins og koma auglýs- ingu um Mikka í blöðin. Nikulás býðst til þess af mestu rausn að borga allan auglýsingakostnað.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.