Heima er bezt - 01.06.1963, Page 6

Heima er bezt - 01.06.1963, Page 6
Sýn úr Ingólfshöfða til Örœfajökuls og austur með ströndinni. Riðið úr Ingólfshöfða heim að Fagurhólsmýri. Undir skýja- bakkanum sér i Öræfajökul. Það sýnir bezt áhugann fyrir rafvirkjunum, að ekki voru full 8 ár liðin frá því, að fyrsta rafstöðin var reist í Öræfum, þangað til flest býli sveitarinnar voru raf- lýst. Fjárhagur flestra bænda var þá þröngur, en allt fólkið í heimilunum studdi þessar framkvæmdir, og út- sjónarsemi Flelga, veglyndi og höfðingslund leysti þá margan vandann. Fleiri áttu þátt í þessu. Hagleiksmenn- irnir góðkunnu, Bjarni Runólfsson í Hólmi og Skarp- héðinn Gíslason á Vagnstöðum settu líka upp rafstöðv- ar hér í sveitinni. — En Helgi fór einnig í önnur héruð og kom þar upp rafvirkjunum. Helgi er völundur á smíðar og áhugamikill að hverju sem hann gengur. Hann er greiðvikinn mjög. Aldrei verður metið eins og vert væri það, sem hann hefur unnið fyrir sína sveitunga, oftast endurgjaldslaust, við lagfæringar á vélum og öðrum dýrum tækjum, auk fjölmargra annarra starfa, er hann hefur leyst af hönd- um fyrir þá. Ennfremur hafa verk hans oft orðið þeim til fyrirmyndar. Sem dæmi uin það má nefna vagna- smíðar hans. Árið 1922 höfðu fáir bændur hér byrjað heyflutninga á hestkerrum. Um það leyti keypti Helgi ónýt vagnhjól í Reykjavík. Hann gerði þau upp heima og útbjó aktygi handa sér. Þetta varð öðrum lagtækum mönnum hvatning til að reyna að koma sér upp kerr- um á þennan hátt. Helgi útvegaði fyrir þá gamla öxla og biluð kerruhjól fyrir lítið verð. Þeir smíðuðu svo sjálfir upp hjólin og notuðu ýmist rekavið til þess eða efni úr strönduðum skipum. Þetta flýtti mildð fyrir 194 Heima er beit

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.