Heima er bezt - 01.06.1963, Qupperneq 7
fm', að flest heimili hér komu sér á skömmum tíma
upp kerrum til heyflutninga og annarra aðdrátta.
Helgi er ókvæntur. Hann hefur félagsbú með Sigurði
bróður sínum á Fagurhólsmýri. Orðtakið „saman er
bræðra eign bezt“ á við um búskap þeirra. — Fyrstir
sveitunga sinna luku þeir við að slétta túnið sitt, sem
var mjög þýft. Það var gert með reku og ristuspaða.
Ari, faðir þeirra, vann einnig að þessu með þeim af
miklum dugnaði. Seinna hófu þeir nýrækt með hesta-
verkfærum. Svo eftir að mýrarnar hér voru ræstar með
skurðgröfu og stórvirkar dráttarvélar komu hingað,
hafa þeir lagt í miklar jarðræktarframkvæmdir. íbúðar-
hús stórt og vandað byggðu bræðurnir handa sér fyrir
nokkrum árum. Þeir hafa líka unnið mikið að öðrum
húsabótum á jörð sinni. Heimilið er fólksmargt, og þar
er gestrisni mikil. Á Halldóra Jónsdóttir, kona Sigurð-
ar, góðan þátt í því.
Þeir bræður keyptu fyrstu sláttuvélina og rakstrar-
vélina, sem komu í Oræfin. Og fyrsta bíiinn, sem flutt-
ur var í sveitina, fékk Helgi ásamt frændum sínum á
Kvískerjum.
Helgi er símstöðvarstjóri á Fagurhólsmýri. Hann
annast þar veðurathuganir fyrir Veðurstofuna, er af-
greiðslumaður Flugfélags íslands í Oræfum. Hann var
um skeið vitavörður við Ingólfshöfðavitann, einnig
deildarstjóri og afgreiðslumaður Öræfadeildar Kaupfé-
lags Skaftfellinga.
Fróðleik frá fyrri tíð um margs konar efni hefur
hann safnað og fengið aldrað fólk hér til að skrá ýmis-
legt frá liðnum tímum um búnaðarhætti og fleira sem
snertir þessa sveit.
Helgi er skarpgreindur og mjög hugkvæmur, víð-
lesinn og manna skemmtilegastur í kunningja hópi.
Starfstími hans er orðinn langur, enn vinnur hann þó
ótrauður að áhugamálum sínum.
Ég vil að lokum tjá Helga þakkir fyrir góðvild hans
og áma honum allra heilla.
Gamli vitinn i Ingólfshöfða og Jón Eiríksson frá Volaseli.
Ibúðarhúsin á Fagurhólsrnýri.
Efri bcerinn á Fagurhólsmýri. Nýja íbúðarhúsið er í smiðum.
Á flugvellinum á Fagurhólsmýri.
Heima er bezt 195