Heima er bezt - 01.06.1963, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.06.1963, Blaðsíða 12
STEINDÓR STEINDÓRSSON FRÁ HLÖÐUM: /■ o róður (Framhald.) Rannsóknir mínar á dreifingu íslenzkra plantna leiddu til þess, að Ijóst varð, að miklu mestur hluti allra sjald- gæfra tegunda í landinu hnappast saman á fá tiltekin svæði, sézt slíkt bezt þegar dreifingarsvæði þeirra eru mörkuð á uppdrætti. Eftir allnákvæma rannsókn á þess- um hlutum varð mér ljóst að svæði þessi eru 6 alls, og kalla ég þau miðsvæði plantnanna eða gróðureyjar. Svæði þessi eru: 1. Breiðafjarðarsvæðið, fyrir botni Breiðafjarðar. 2. Vestfirðir. 3. Eyjafjarðarsvæðið, milli Skagafjarðar og Skjálf- anda. 4. Austfirðir frá Héraðsflóa suður til Öræfa. 5. Mýrdalssvæðið, sunnan undir Mýrdals- og Eyja- fjallajöklum. 6. Hvalfjarðarsvæðið, frá Esju til Borgarfjarðar. Þegar litið er á landslag þessara svæða, bera þau þess vitni, að þar eru möguleikar á, að einstök fjöll eða fjalla- ranar hefðu getað staðið upp úr meginjökli Isaldarinn- ar. En utan þessara svæða finnast margar einkennis- plantna þeirra á stöðum, þar sem hnjúkar (nunatakk- ar) hefðu getað verið auðir á fsöld. En það er ekki nóg að benda á útbreiðslu tegund- anna eina saman. Einnig verður að svipast um, hvort tegundir þær, sem um ræðir væru líklegar til þess að hafa lifað af harðræði ísaldarinnar. í því efni verða fyrst fyrir þær tegundir, sem á Norðurlöndum eru kall- aðar vesturarktískar. Um þær er naumast ágreiningur meðal skandinaviskra vísindamanna, að þær hafi lifað þar af jökultímann. Engar þeirra finnast annars staðar á meginlandi Evrópu, en eru hins vegar til fyrir vestan haf. Alls eru þær 27. Af þeim finnast 13 tegundir á ís- landi. í Skandinavíu eru þær allar fjallaplöntur, svo er og meiri hluti þeirra hér á landi og meðal þeirra þær tegundir, sem vaxa hæst upp eftir íslenzkum fjöllum. Flestar þessar tegundir eru einangraðar á tilteknum svæðum í Skandinavíu, en hér á landi eru 7 þeirra mið- svæðaplöntur, en 5 eru útbreiddar um mestan hluta landsins. Fimm af þessum tegundum hafa megin út- breiðslu á Eyjafjarðarsvæðinu, og fjórar af þeim naum- ast fundnar utan þess og alls ekld nema á áðurnefnd- um gróðureyjum eða í námunda við nunatakka. Teg- undir þessar eru: fjallabláklukka, finnungsstör, kollstör, snækobbi og þúfukrækill. Ein tegund fjallafræhyrna (kirtilfræhyrna) er tvísvæðaplanta, vex aðallega á Eyja- fjarðarsvæði og Austfjörðum, tröllastakkur er þrísvæða- planta og línarfi er einsvæðisplanta á Vestfjörðum. Hef- ur hann fundizt þar á tveimur stöðum en langt á milli. 200 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.