Heima er bezt - 01.06.1963, Blaðsíða 16
BÖÐVAR MAGNÚSSON, LAUGARVATNI:
Draumar
GUÐMUNDUR Á AUÐNUM.
g mun hafa verið á 10.—12. arinu, þegar mig
dreymdi þetta:
Eg þóttist vera á ferðalagi suður með sjó,
gangandi. Umhverfis mig þótti mér allmikil
hraun, og að ég væri í útjaðri þeirra. Einhvern veginn
þóttist ég vita, að þetta væru „EIraunin“ fyrir sunnan
Hvassahraun í Gullbringusýslu, og staðurinn sem ég
var staddur á, væri kallaður Hraunsnef.
Þóttist ég þá mæta öldruðum manni ríðandi. Eg
spurði hann að heiti, og kvaðst hann heita Guðmund-
ur Guðmundsson og vera bóndi á Auðnum á Vatns-
leysuströnd. Kveðst hann ætla til Reykjavíkur. — Var
draumurinn ekki lengri. En svo var mynd Guðmund-
ar á Auðnum skýrt og glöggt mótuð í huga mínum
upp frá þessu, að ég þóttist alveg viss um, að ég myndi
þekkja hann, hvar sem ég sæi hann, bæri hann aftur
fyrir mig.
Nú líða mörg ár, — sennilega 15—17, að aldrei bar
Guðmund fyrir mig, en um hann heyrði ég oft talað
sem mikinn formann og stórbónda.
Svo bar það við eitt haust, að við Páll á Hjálmsstöð-
um vorum að reka sauðfé til slátrunar suður í Kefla-
vík, eins og bæði fyrr og síðar. Við vorum að sleppa út
úr verstu hraununum, og minnir mig, að þar heiti
„Hraunsnef“.
Þar mætum við ríðandi manni. Var ég nú staddur
nákvæmlega á sama bletti og í draumnum forðum, er
ég mætti Guðmundi á Auðnum, og maðurinn nákvæm-
lega eins, svo að ég þóttist alls ekki þurfa að spyrja
hann að heiti, þótt ég að sjálfsögðu gerði það til þess
að vera viss um að vita rétt, hver maðurinn væri.
Þama hittumst við þá aftur, nákvæmlega á sama stað,
off Guðmundur var svo nákvæmlecra eins og mig hafði
dreymt hann fyrir 15—17 áram.
Hver skilur þetta? Þegar mig dreymdi drauminn, 10
—12 ára ungling, hafði ég varla heyrt Guðmund nefnd-
an, svo að ég, unglingurinn, veitti því ekki neina veru-
lega athygli, og ekki sá ég hann nema í þetta eina sinn,
og einu sinni aftur, og líf okkar var að engu leyti tengt
né fléttað saman nema að þessu leyti.
Um þennan mann hafði ég ekkert hugsað, og því síð-
ur um ferðalag suður með sjó, suður í Gullbringusýslu.
Hver stjórnar þessu ferðalagi og sýnir mér Guðmund
á Auðnum? Og til hvers er mér sýndur hann svo greini-
lega, að ég þekki hann strax og ég sá hann á sama stað
og mig dreymdi hann fyrir mörgum árum, og nú al-
veg eins og mér birtist hann í draumnum. Hafði hann
þó vitanlega breytzt og elzt allmikið á þessu tímabili,
frá því ég sá hann í draumnum, og þar til ég sá hann
nú aftur, ljóslifandi, — ríðandi við Hraunsnefið. — Hver
ræður alla þessa gátu?
HARÐINDA-DRALTMUR.
Allir eldri bændur, að minnsta kosti hér á Suðurlandi,
minnast haustsins 1913, vetrarins og vorsins 1914 sem
verstu missira í sínum búskap.
Ég var illa undir veturinn og vorið 1914 búinn, því
að sumarið 1913, sem öllum reyndist erfitt, var mér af-
ar vont, því að í norðanveðri um mánaðamótin ágúst—
september missti ég hátt á fjórða hundrað hesta af heyi.
Var það slæmur undirbúningur undir þau harðindi, sem
framundan voru.
Þótt ég fargaði óvanalega miklu af skepnum mínum
um haustið, langt fram yfir venju, kæmi sumu á fóður,
sem aldrei skyldi verið hafa, og gerði allt sem ég hafði
vit á til að reyna að sjá mér borgið með það, sem sett
var á vetur, var ég þó alltaf síhræddur um veturinn, að
ekkert myndi duga.
Svo var það um veturinn 1914 á Þorra, að mig
dreymdi, að ég væri niðri í kúahlöðunni, sem tók 500—
600 hesta, og var að hringsóla kringum smástabba, 2—3
álnir á hvern vegg, sem var við stoð í miðri hlöðunni.
Var ég afar hryggur yfir, að svona lítið skyldi vera eftir
í henni.
Allt í einu þykir mér faðir minn koma niður stigann,
— hann dó 1908. Þóttist ég verða mjög feginn komu
hans og fer að útmála fyrir honum, hvílíkt vandræða
ástand þetta sé að eiga ekki meira hey en þetta fyrir
svo margan fénað, og ekki búinn Þorri. Þykir mér hann
ganga í kringum stabbann ofurrólegur og segja svo að
lokum með mestu hægð:
„Ójá, ekki er það nógu gott, en þó ekki verra en ein-
hvern tíma hefur verið áður hér á Laugarvatni.“
Þetta rólega svar hans þótti mér vænt um í svefnin-
um.
Ekki var þessi draumur lengri, og setti ég hann því
lítið á mig og gleymdi honum, þar til ég fór að láta í
hlöðuna um sumarið 1914. Man ég þá allt í einu eftir
honum, því að þá sé ég, að á sama stað og stabbinn stóð
í hlöðunni í draumnum um veturinn, er nákvæmlega
jafnstór stabbi, sem eftir hafði orðið um vorið. Ekki
af því, að ég hefði ekki getað verið búinn að gefa hann,
heldur af því, að ég var að treina hann fyrir kálfa um
vorið.
Svona rættist nú þessi draumur bókstaflega. Og þótt
ég yrði sem allir aðrir fyrir verulegum skaða þetta vor,
urðu þó margir verr úti, þar sem ég fargaði svo miklu
af skepnum mínum haustið áður. Enda aldrei neitt vit í
að setja fénað á gaddinn. (Framhald.)
204 Heima er bezt