Heima er bezt - 01.06.1963, Blaðsíða 20
Brettingsstaðadalir séðir af Hofsholti. (Ljósm. af málverlci eftir Grím Sigurðsson frá Jökulsá.)
Guðjón Þorkelsson bjó að Hofi síðustu 10 ár aldar-
innar. Hann var bróðir Árna hreppstjóra í Grímsey, og
voru þeir niðjar Þorkels prests, er fórst á messuleið.
Fyrstu 30 ár 19. aldar bjó að Hofi Jón Kristjónsson af
Buchs-ætt. Hann á marga niðja. Ein dóttir hans var
Margrét kona Baldvins Friðfinnssonar á Kotamýrum.
Synir þeirra búa nú á Sandhólum á Tjörnesi. Garðar
Pálsson frá Garði í Fnjóskadal var síðastur bænda að
Hofi. Hann var kvæntur Líneyju Árnadóttur frá Eyri.
Þau keyptu jörðina og eiga hana enn. Þau bjuggu þar
frá 1931—1937, en fluttu þá heim að Garði. Þau voru
síðustu ábúendur á Hofi, en eru nú flutt suður á land.
Eyri. „Ásbjörn nefna fer ég fyrst / Flateyjar á daln-
um. / Knarrar-byggði eyri yzt / öldu nærri salnum.“
Þannig hefjast Finnbogarímur. Knarrarevri var forna
nafnið, en nú er bærinn jafnan nefndur Eyri.
Finnbogasaga er að mestu sltáldsaga, einhver hin elzta
á íslenzku. En snilligáfa horfins höfundar hefur enn þá
mátt og heldur huga lesandans á tuttugustu öld föst-
um með lifandi frásögn, svo Eyri á Flateyjardal verður
merkur sögustaður.
Eyri veruleikans er ekkert stórbýli. Yfir bænum rís
Hágöng með urðarhlíð hið næsta, og fellur Dalsá að
fjalli. Skammt sunnan við bæinn beygir áin þó fram á
sléttlendið. Þríhyrningur myndast milli árinnar, sjávar-
ins og fjallsins. Þar er bærinn og túnið örskammt frá
sjó, og lokar þó malarkambur og Eyrarhóll að mestu
sjávarsýn.
Eyrar-land er mikið að víðáttu, en torsótt. Það er
allt austan Dalsár, inn til heiðar og suðaustur með sjón-
um. Grýtt er hlíðin að ánni hið næsta bænum, en er
innar dregur til heiðar skógarhlíð og engjar á slétt-
lendi. Þar heitir Eyrarfjall, hið fegursta land. Hjalli
breiður er í fjallið ofan við bæinn á Eyri í 200 m hæð,
og síðan lægð með háfjallinu. Þar heitir Urðardalur og
er talsvert gróðurland. Sumir hyggja að Tóttir, bær
Syrpu og LTrðarkattar úr Finnbogasögu hafi verið í
Urðardal. Eyri á land langt inn með flóanum, langa
strönd með hömrum. Reki mikill er á Eyri.
Draflastaða-kirkja eignaðist Eyri á 15. öld, og fylgdi
hún Draflastöðum jafnan síðan, unz söfnuðurinn tók
við kirkjunni á þessari öld, og „eignum bændakirkjunn-
ar“ var skipt milli erfingja Sigurðar eldri Sigurðssonar
á Draflastöðum, og hlaut Kristján Sigurðsson á Hall-
dórsstöðum í Kinn Eyri til eignar.
Árið 1819 flytur að Eyri Jón Jónsson. Hann og synir
hans tveir, Jón og Davíð, búa á Evri til 1866. Ganga af
þeim feðgum margar sögur. Þeir voru greindir menn
og skáldmæltir, ortu meðal annars rímur. Þórhalla hét
dóttir yngra Jóns. Hún giftist Ásmundi á Kussungs-
stöðum, þeim er orti Finnbogarímur. Sonur þeirra hét
Sigtryggur, kallaður „drengurinn“. Hann varð gamall
maður, en þó jafnan að sumu barn í háttum, en hafði
frábært næmi og minni.
Eftir Sigtryggi Ásmundssyni er frásögn þessi orðrétt:
„Jón afi minn bjó á Eyri. Einu sinni kom þar maður
fyrripart vetrar og barði að dyrum svona í hálfrökkr-
208 Heima er bezt