Heima er bezt - 01.06.1963, Síða 25
Dimmir í lofti og dökknar sær,
dynur nú aldan há.
Háreistir boðar á hendur tvær,
svignar hver rá, súð gefur á.
Hugur minn flýgur þá heim til þín,
hjarta mitt örar slær.
Heima þú sefur, nú svefninn þig vefur,
mitt saklausa barn, þú ert vonin mín.
Ég er á sænum og sendi með blænum
minn söknuð og þrá til þín.
Þá kemur hér ljóðið Hún Kata mín og ég:
Við kynntumst fyrst í Keflavík
hún Kata mín og ég,
á Kvennaskólastígnum, undir hólnum.
Hún var öllum fremri,
svo fríð og elskuleg,
svo frjáls og glöð, í nýja græna kjólnum.
Það hoppaði í mér hjartað,
er hendi rétti hún mér,
í hnjánum fann ég titring,
en sálin varð sem smér.
— Og síðan er ég allur annar maður.
Ljóðið Nú vaggar skip er þýtt úr dönsku af S. E.:
Nú vaggar skip á úthafs breiðu öldunum
og undra-ljóma á sæinn máninn slær.
Bjart er yfir báru hvítum földunum
og brosir máni á himni undraskær.
Þá farmann dreymir um fortíð horfna;
hann fær vart blundað þótt taki að morgna.
En andvarp hans með öldugjálfri hljóðna nær,
er eygló morgunljóma á hafið slær.
Síðasta ljóðið heitir Kátir dagar. Höfundur Ijóðsins
er Jenni Jónsson:
Kátir dagar koma og fara.
Hvað er það, að lifa og spara.
Dátt við syngjum, dönsum nætur,
dröttumst oftast seint á fætur.
Vífin ungu vefjum örmum,
villumst stundum, gleymum hörmum.
Oft um nætur ástin brennur, —
öll á burt, er dagur rennur.
Þannig áfram, áfram ævin líður,
undur fljótt og tíminn aldrei bíður.
Svífa í sæludraumi svannar og halur fríður
syngja og dansa og tra-la-la.
Þessi ljóðasyrpa verður ekld lengri að sinni. Enn þá
liggja hjá mér beiðnir um ljóð, sérstaklega frá fyrri ára-
tugum, sem ég hef enn ekki getað fundið, en ef til vill
koma þau allt í einu í leitirnar. Stefán Jónsson.
Hversu Iengi
lifa fræin?
Það hefur lengi verið áhugamál fræðimanna, hversu
lengi fræ plantna gætu lifað í moldinni. Alþekkt er sag-
an um múmíuhveitið egvpzka, sem sagt var að haldið
hefði grómætti sínum um þúsundir ára. Það mun nú
talin þjóðsaga. En hinu verður ekki neitað að lífsþrótt-
ur fræja getur haft hagnýtt gildi, í jarðyrkju, t. d. um
illgresisfræ, en í öllum jarðyrkjulöndum er baráttan
hörð við illgresið og kostar mikið fé og fyrirhöfn.
Fyrir rúmum 80 árum gerði amerískur vísindamaður
tilraun til þess að fá úr því skorið, hversu lengi fræ ým-
issa plantna fengju lifað í mold, þar sem þau ekki höfðu
möguleika á að spíra. Hann gróf 20 krukkur með fræi
niður í mold. í hverri krukku voru fræ 23 tegunda, 50
af hverri. Mest voru þetta algengar illgresistegundir.
Krukkurnar hafa síðan verið grafnar smám saman upp,
með tilteknu millibili. Síðan hefur fræjunum verið sáð
við hagkvæm skilyrði, til að reyna hver þeirra héldu
enn grómætti sínum. Eftir 10 ár voru 12 tegundir út-
dauðar. Ein þeirra kom að vísu fram seinna. Að 40 ár-
um liðnum voru 14 tegundir úr sögunni, en nú fækk-
aði þeim ört, svo að eftir 60 ár voru einungis þrjár teg-
undir eftir, sem gátu spírað. Af einni þeirra, lurukku-
njóla, sem er náskyldur heimulunjólanum og finnst sem
slæðingur hér á landi, var þó einungis eitt fræ eftir
spíruhæft af þeim 50, sem í tilrauninni voru. Af ann-
arri, náttljósi, voru um 10% spírunarhæf og ein tegund,
kóngaljós (ýmsar tegundir þess eru ræktaðar hér í görð-
um) var enn svo þróttmikil að um 70% fræjanna spír-
uðu. Þessar þrjár tegundir lifðu einnig eftir 80 ár, en
allt bendir þó til, að senn sé komið að lokum þessarar
tilraunar. Sá Ijóður er þó talinn á tilraun þessari, að ekki
voru þar með tegundir af þeim ættum plantna, sem al-
mennt eru taldar bera langlífust fræ, svo sem ertublóm-
anna.
En allt um það er tilraunin skemmtileg, og senni-
lega mun fáa óra fyrir því, að fræ geti yfirleitt lifað
svona lengi, eða með öðrum orðum, að fræ sem þrosk-
azt hefðu kalda sumarið 1882, gætu ef til vill gevmzt
enn í jörðinni, og spírað á því sumri, sem nú stendur
yfir, ef það fengi vaxtarskilyrði.
(Endursagt.)
Heima er bezt 213