Heima er bezt - 01.06.1963, Page 30
unni og kíkti inn um gluggana. Ég gat ekki séð neinn
inni. Samt opnaði ég kirkjuhurðina og læddist hljóð-
lega inn. Björn lá á hnjánum framan við gráturnar. Mér
brá, svo að mér lá við að reka upp óp, en áttaði mig
svo á, að hann myndi vera þarna sökum þess, að hann
hefði þörf fyrir að vera einn með guði sínum.
Ég færði mig því varlega aftur í átt til dyranna og
læddist út í þeirri von, að ég hefði ekld truflað hann.
Ég skammaðist mín svo, að ég gat varla gengið að
leiði Dóru og beðið hana fyrirgefningar á allri tor-
tryggni minni í hennar garð. En ég gerði það samt og
fannst mér líða miklu betur á eftir. Svo gekk ég langt
út úr þorpinu. Þegar ég kom heim, var ég dauðþreytt
og sofnaði óðar, er ég lagðist á koddann.
Mér fannst ég verða að „gera“ eitthvað. Þótt ég ætti
að teljast húsmóðirin á heimilinu, var þar allt óbreytt.
Anna sá um allt, ég bara hjálpaði til, þegar ég nennti.
Hamingjan hjálpi mér, hefði ég þurft að taka við öll-
um verkunum! Þá hefði ég gefizt upp eftir viku í þess-
ari eilífu hringrás frá morgni til kvölds: elda mat, þvo
upp, hita kaffi, þvo upp aftur, skúra og skrúbba, þurrka
af og þvo þvotta!
Nei, við slíku óaði mig, — og ég sem hafði ætlað að
vera svo dugleg húsmóðir! En meðan Anna var við
heilsu, þurfti ég engu að kvíða. Hún var bjargið, sem
ekki myndi bregðast. En þegar hennar nyti ekki leng-
ur við? — Jæja, koma dagar og koma ráð!
Nú var ég því ákveðin í „að gera eitthvað“, og að
fara að læra hjúkrun, í alvöru að því er ég bezt vissi.
Björn brosti glettnislega, þegar ég sagði honum frá
þessari ákvörðun minni, en ekki mótmælti hann einu
orði, spurði bara, hvenær ég tæki til starfa.
„Heizt strax!“ sagði ég.
„Mættu þá klukkan sjö í fyrramálið,“ sagði hann
spotzkur. —
Grútsyfjuð klæddi ég mig um leið og Björn. Hvílík
fótaferð, klukkan ekki hálf sjö! — Ég hafði enga lyst
á kaffinu, en Bjöm gerði því góð skil. Við leiddumst
til sj úkrahússins, og hann sagði mér frá uppskurðinum,
sem í vændum var.
„Bara einfaldur botnlangaskurður,“ sagði hann.
Éor var hin brattasta. Það var svo sem ekki mikið. Ég
hafði séð, hve örin eftir hann vora lítil, en Björn brosti
í kampinn yfir kjarki mínum.
Ekkert átti ég nú samt að gera. Mér fannst það hálf-
gerð móðgun og hvíslaði að Birni, hvort hann væri bú-
inn að gleyma, þegar ég hjálpaði honum að taka á móti
barninu forðum.
Nei, hann sagðist engu hafa gleymt, en það væri nú
venja, að tilvonandi hjúkrunarkonur aðeins horfðu á
í fyrstu skiptin.
Jæja, var það þannig. Mér fannst hann segja „tilvon-
andi hjúkrunarkonur“ eitthvað svo skrítilega. — Efað-
ist hann virkilega um, að mér væri alvara?
Það var heitt inni, og ég varð strax miður mín, áður
en maðurinn var einu sinni sofnaður. Og svo kom að
því, að Björn beitti hnífnum. Ég starði á með saman-
218 Heima er bezt
bitnum tönnum. Ég skyldi ekki guggna. En ekki hafði
hnífurinn fyrr rist sundur húð mannsins, en ég fór að
sjá rautt, hvert sem ég leit. Síðan sá ég ekki neitt, nema
brosandi augu Björns fyrir ofan hvíta grímuna.
Einhver tók mig í fangið og bar mig fram. Ég skamm-
aðist mín agalega, þangað til hjúkrunarkonan hvíslaði
að mér, að það sama hefði hent sig í fyrsta sinn sem
hún sá uppskurð, og flestar mættu til að yfirgefa skurð-
arstofuna, áður en uppskurði væri lokið, svona í fyrstu
skiptin.
Ég hresstist töluvert við þetta. En gæti ég horft á
það sama aftur? Nei, ég ætlaði bara að hjálpa til í stof-
unum, eins og ég hafði gert, eftir hádegið, en láta Björn
eiga sig með morgunverk sín. Ég held að honum hafi
létt, þegar ég sagði honum hikandi þessa ákvörðun
mína, og morguninn eftir svaf ég vel út! — Drottinn
minn góður, að fara á fætur kl. 6, og stundum fyrr á
hverjum morgni, eins og Björn gerði, það náði ekki
nokkurri átt!
Loks skildist mér þó, að ekki væri von, að hann lang-
aði út á kvöldin eftir langan vinnudag. Páll var oft sár-
lasinn, og ég vissi að Björn varð að bæta hans störfum
á sig líka. Það var ekki hlaupið að því að fá aðstoðar-
lækni, sögðu þeir, en höfðu þó von um að fá lækna-
nema í nokkra mánuði. Páll varð að fara suður, og of-
an á allt annað bættust nú áhyggjur af heilsu hans á
Björn.
Ég get varla sagt, að við töluðumst við. Hann var
svo þreyttur, að hann sofnaði, um leið og hann lagðist
á koddann. Ég tók stundum eftir því í miðri setningu,
að ég talaði við sjálfa mig. Hann steinsvaf. Stundum
kom hann ekki heim, fyrr en seint og síðar meir. Þá
hafði hann verið í sjúkravitjunum út í sveit.
XI.
Eina nóttina vaknaði ég við, að hann stakk böggli
niður undir sængina til mín. Ég reis upp og horfði for-
vitin á lítinn dökkan drengjakoll og tvö blá augu, sem
skinu eins og stjörnur. Hann var bara 11 mánaða og
horfði nú á mig með ekki minni undran og forvitni en
ég á hann.
„Sá er ekki feiminn!“ sagði Bjöm og horfði brosandi
á okkur.
„Hver á hann?“ spurði ég.
„Kona lengst fram í dal. Hún á sjö fyrir og var nú
að eignast son í nótt. Ég sá ekki, að neins staðar væri
pláss fyrir þann nýfædda, nema ég tæki þennan með
mér. Hvernig lízt þér á að fóstra hann um tíma?“
„Vel,“ sagði ég ánægð yfir að fá þennan fallega snáða
til að leika mér við, þegar mér leiddist.
„Vertu nú mömmuleg og búðu út ból handa hon-
um,“ sagði Björn, „á meðan ég fer niður og fæ mér
kaffisopa.“
(Framhald.)