Heima er bezt - 01.06.1963, Síða 33
um hélt hún áfram:
„Ef hann hefur fest fótinn, þá hefur hann reynt og
reynt að losa sig. Reynt og reynt, árangurslaust. Get-
ur þú hugsað þér aðrar eins kvalir? Að vera brotinn
með beinin út í holdið — og fastur! Hugsaðu þér önn-
ur eins ósköp, aðra eins örvæntingu — sjö ára drengur
— einn, einhvers staðar úti í kolsvörtum brunanum —
týndur. Hvað heldurðu, að hver stund hafi verið löng
fyrir hann? Manstu ekki, hvað þú sagðir, þegar hann
var skírður — og þú varst að tala um tímann? Ég sat
þá með hann á brjóstinu. Ég hlustaði á þig, á hvert
orð. Ég var svo sæl. Sú stund var stutt. Síðustu dagana
hef ég oft hugsað um það, sem þú sagðir. Þeir hafa ver-
ið langir, síðustu dagarnir, síðustu næturnar. Tíminn,
tíminn hefur verið langur, honum hefur gengið seint
að líða hjá mér. Hjá mér, sem þó er ómeidd og í rúm-
inu. Hvað þá hjá honum! Hvert augnablik hefur verið
honum jafnlangt og mér heill dagur. Máttinn hefur
dregið úr honum smátt og smátt. Hvað hefur honum
fundizt sá tími langur? Geturðu sagt mér það? Síðast
hefur hann varla getað hreyft sig. Þá hefur augnablik-
ið ekki lengur mjakzt áfram. Tíminn hefur staðið í
stað. Og hvað heldurðu, að þá hafi orðið? Veiztu það?
Ég veit það. Hrafninn hefur komið — eina lifandi ver-
an, sem á heima í brunanum. Hann hefur komið. Hann
hefur sezt rétt hjá honum. Krúnkað. Fært sig nær —
og nær — og ráðizt á hann — og hann ekki getað varið
sig. Hrafninn. Hann hefur kroppað úr honum augun
— lifandi! Heyrirðu það? — Þegar ég kom hingað á
sunnudaginn áður en ég gifti mig, þá fundum við Brynj-
ólfur lambakónginn, elzta lambið mitt, afvelta, skorð-
að upp við hraunbrún. Það var ósjálfbjarga. Hrafninn
var búinn að kroppa úr því annað augað, og þó lifði
það, þegar við komum að því .... Ég er svo hrædd
.... Ég er svo hrædd, að annað eins og þetta hafi kom-
ið fyrir hann Kjartan minn .... Bara hann hefði fund-
izt, dáinn, ef ekki lifandi, — þá hefði ég getað séð ....
þá hefði allt verið gott.“
Hún hélt áfram að gráta og séra Ingimundur þagði
sem fyrr og lét hana gráta út. Svo sagði hann:
„Þú verður að hætta að láta þessar ljótu hugsanir ná
valdi yfir þér, því að þá er voðinn vís. Hugsaðu þig nú
um. Nikulás litli var svo uppgefinn, þegar hann skreið
inn í hraunholuna, að sennilega hefði hann aldrei kom-
ið til meðvitundar aftur, ef leitarmennimir hefðu ekki
gengið beint að honum. Það var eins og menn segja
hrein tilviljun, en í sannleika Guðs mildi. Það bendir
allt til, að einmitt svo hafi farið fyrir Kjartani, hann
hafi skriðið inn í aðra holu, aðframkominn af þreytu,
og aldrei vaknað aftur, aldrei komizt til meðvitundar.
Vissulega hefur hann verið dáinn, þegar hópar leitar-
manna gengu þarna alls staðar um og hrópuðu á hann
— annars hefði hann látið heyra til sín. Þessu geturðu
treyst, Kristín, því að Guð er miskunnsamur. Og
gleymdu því aldrei, að Guð hefur gefið manninum
frjálsan vilja. Frá vöggunni til grafarinnar er vilji
mannsins frjáls fyrir Guði. Guð vill ekki, að menn-
irnir séu þrælar heldur frjálsir. Menn bera því ábyrgð
á gerðum sínum sjálfir, barn og gamalmenni og allir þar
á milli. Mennirnir bera ábyrgð á gerðum sínum og
gerðum hver annars. Það er Guð, sem gerir gott. Og
nú segi ég við þig enn einu sinni: Láttu huggast, hertu
upp hugann. Minnstu þess, að sorgin og fórnin er ör-
uggasta leiðin inn í ríki Guðs, ef þú trúir honum. I ríki
Guðs er drengurinn þinn nú og þar muntu finna hann,
þegar þinn tími kemur, ef þú ert dugleg og treystir
skapara þínum. Auðmýktu þig fyrir honum og lofaðu
hann og flyttu honum bæn, og þú munt sanna, að þér
mun líða vel, mitt í sorginni. Fyrir alla muni rístu ekki
upp á móti Guði, því það er sú mesta heimska, sem
hugsast getur, því að Guð er ljósið, sjálft ljósið og sjálft
lífið. Sá, sem snýr baki við honum, hlýtur að lenda í
myrkri og dauða, það er alveg óhjákvæmilegt. Minnstu
þess, barn, á hverri stundu, á hverju augnabliki, ann-
ars er voðinn vís.“
Nú varð þögn nokkra stund. Kristín var hætt að
gráta, en var með ekka. Svo sagði hún:
„Þú hefur aldrei átt bam. Ég sé hann Kjartan minn
alltaf fyrir mér með augun full af tárum, eins og þegar
ég kvaddi hann. Þá rétti hann mér faðminn og bað mig
að lofa sér að koma með, en ég sagði nei. Hvemig á ég
að geta .... “ Hún var aftur farin að gráta. Hún grúfði
sig niður og grét — lágt, næstum hljóðlaust.
Séra Ingimundur lét hana gráta um hríð. Svo sagði
hann:
„Ég get fullvissað þig um það, Kristín, að ef þú snýrð
þér í einlægni til Guðs og lofar hann og tilbiður í sorg
þinni, þá snýst sorgin í gleði, það er eins víst og sólin
skín og gefur birtu; annars verður myrkur í sál þinni.
Trúðu mér, Kristín. Ég fer ekld með fleipur. Ég hef
margt reynt, þótt þú haldir, að ég hafi aldrei átt barn.
En fyrri kona mín dó af barnsförum og barnið líka.
Það hefur þú annað hvort ekki heyrt eða þú hefur
gleymt því; þú varst þá kornung.
Ég unni konunni minni mikið. Við vorum nýkomin
hingað, nýgift. Ég hlakkaði til að verða faðir. Við töl-
uðum oft um litla barnið og hvað við myndum verða
sæl, er við héldum á því og gældum við það. Og ég
lofaði Guð með 4jálfum mér fyrir konuna mína og
bamið, sem enn var ófætt. Og þó------og þó svipti hann
mig þeim báðum. Heldur þú, að það hafi ekki verið
sárt? Og hvað átti ég að halda um Drottinn minn? Um
hann, sem ég hafði svo oft þakkað fyrir það, sem hann
nú svipti mig? Heldur þú, að mér hafi liðið vel? Nei,
ég kvaldist. Og af hverju heldurðu, að ég hafi kvalizt
mest? Af því, að ég efaðist um gæzku Guðs. Já, jafn-
vel um tilvera hans, þótt ég vildi ekki viðurkenna það
fyrir sjálfum mér. Þangað til ég skildi. Ég sagði við
sjálfan mig: Guð er lífið, Guð er Ijósið, Guð er kær-
leikurinn. Og Guð er ótal margt meira gott, sem er
fyrir ofan skilning minn. Þess vegna hljóta allar ráð-
stafanir hans að vera góðar, þótt ég skilji þær ekki---
og þótt þær ljósti mig. Ég á aðeins að beygja mig. Ég
á að beygja mig í duftið og lofa hann. Þá sendir hann
Heima er bezt 221