Heima er bezt - 01.06.1963, Blaðsíða 34
mér huggun og hann gagntekur mig, og enginn verður
sælli en ég. Því að sá, sem leitar gleðinnar í þessum
heimi, hann verður fyrir sárri sorg. En sá, sem leitar
Guðs í sorginni, hann finnur gleðina. Minnstu þess nú,
Kristín, að ég tala af reynslu .... “
Daginn eftir kom Ólöf á Syðri-Völlum. Var hún á
Bökkunum næstu vikur, eða þangað til Kristín var orðin
allhress.
Fregnin um þennan hryggilega atburð barst um alla
sýsluna og jafnvel lengra. Alönnum varð og kunnugt
um, hve móðir litla drengsins hafði tekið sér nærri hvarf
hans. Allt var rakið, sem máiinu kom við. Allt kom
fram: Skyndi-ákvörðun Sveinka að kvænast, rétt eins
og honum hefði vitrast nauðsyn þess undir lestrinum.
Ferðalag þeirra hjóna út í Tungur. Og að lokum þátt-
ur Gvendar, og það var aðalþátturinn. Auðvitað var
það í raun og veru Gvendur, sem bar ábyrgðina á því,
að strákamir fóru í þetta ferðalag. Þvaðrið í honum við
strákana sína um Gljúfurneskirkju hafði valdið því, að
tvíburarnir fóru upp í hraun. Það duldist engum. Það
var meiri ólánsmaðurinn! Fæstir áttu orð til að útmála
það eins og vert var.
Það var nú svo komið fyrir Gvendi, að hann átti bágt
með að fá sig til að fara upp að Bökkunum. Og þó gat
hann ekki komizt hjá því. Honum fannst einatt hann
eiga þangað erindi. En hann fækkaði komum sínum
þangað eins og hann gat. Honum duldist ekki, að hann
var þar enginn aufúsugestur. Reyndar sýndi honum
það enginn viljandi, nema Guðrún. Hún fór ekkert
dult með álit sitt á honum, þótt hún að vísu segði ekki
margt. Gvendur tók sér allt þetta svo nærri, að hann
vissi varla sitt rjúkandi ráð. Hann var jafnvel farinn að
efast um, að það gæti gengið, að hann færi að láta gifta
sig eins og á stóð. Hann minntist á það við Möngu og
hún sagði, að það væri bezt fyrir hann að fara upp að
Faugum og spurja prófastinn. Það gerði Gvendur.
Prófastur horfði á Gvend og vissi varla, hvernig hann
átti að taka þessari spurningu. Hann minntist þess, að
Gvendur hafði verið alltregur til að ganga í hjónaband.
Gat skeð, að hann væri nú fallinn frá því enn einu sinni
og ætlaði að nota þennan sorgar-atburð sem átyllu, eða
spurði hann í hjartans einfeldni? Og prófastur sá brátt,
að svo mundi vera. Hann brosti og sagði, að hann
myndi framkvæma þetta embættisverk eins og önnur,
enda væri búið að lýsa og áltveða giftingardag. Með
það fór Gvendur. Nokkrum dögum síðar lagði hann
af stað í kaupstaðinn til þess að sækja brennivínið í
veizluna.
Hann kom við á Faugum. Þar var þá staddur Þórar-
inn sýslumaður. Hafði hann verið að þinga og var nú
á útleið. Fylgdarmenn hans tveir voru ekki vel kunn-
ugir leiðinni, rötuðu að vísu, en óvanir að ferðast yfir
sandana. Aftur á móti hafði Gvendur oft farið yfir þá
og var öllum leiðum kunnugur, þótt ekki væri hann
talinn neinn sérstakur ferðagarpur. Séra Ingimundur
benti nú svslumanni á, að ekki myndi saka þótt Gvend-
ur fylgdist með þeim vestur yfir sand. Sýslumanni leist
vel á það. Svo það varð úr, að þeir riðu allir saman
eins og leið lá út sveitina, sýslumaður, fylgdarmenn
hans og Gvendur á þeim jarpa, sem nú var orðinn gam-
all og allstirður.
Skammt fyrir austan Syðri-Velli mættu þeir manni.
Það var Steini á Bökkunum. Ætlaði hann varla að trúa
sínum eigin augum, þegar hann sá, að Gvendur var
kominn þarna í fylgd með sýslumanni. Minntist hann
nú ummæla Gvendar kvöldið góða, er þeir voru að
koma frá lambánum, vorið, sem þeir voru á Bökkunum
og talið hafði -borizt að Katli Björnssyni fyrrverandi
sýslumanni, sem þá var að kveðja. Steinn kastaði kveðju
á Gvend og sagði:
„Svo þú ert kominn í fylgd með sýslumanni.“
Gvendur heyrði ekki. Hann barði fótastokkinn og
hélt áfram ferðinni án þess að svara Steina.
Svona hélt ferðinni áfram alla leið vestur á sand.
Gvendur var jafnan nokkurn kipp á eftir og barði fóta-
stokkinn. Þeir höfðu komið við á bæ einum rétt hjá
sandinum. Þar fréttu þeir, að óvenju mikið væri í vötn-
unum, benti jafnvel ýmislegt til, að hlaup væri í aðsigi.
Sýslumaður vildi hraða ferðinni enn meir, er hann
heyrði þessar fréttir, svo að hann kæmist leiðar sinnar
áður en væntanleg hlaup byrjuðu. Reið hann allgreitt,
er hann fór frá bænúm. Varð það til þess, að Gvendur
dróst enn lengra aftur úr en áður.
Þegar þeir komu að aðalvatninu, riðu þeir upp með
því um hríð, námu svo staðar litla stund, en héldu því
næst út í. Hirtu þeir ekki um að bíða eftir Gvendi. Sá
hann þá hverfa niður fyrir bakkann, því að há sandalda
var austan megin við vatnið. Þegar Gvendur kom upp
á ölduna, sá hann að þeir voru komnir alllangt út í
vatnsflauminn. Skipti það engum togum, að hlaup kom
úr jöklinum og kollvarpaði bæði hestum og mönnum.
Drukknaði annar fylgdarmaðurinn þegar, en hinn
komst á fætur og svo sýslumaður. Varð hann viðskila
við hest sinn, en fylgdarmaðurinn gat náð í taglið á
sínum hesti og bjargast þannig til sama lands. Kom nú
önnur alda og sló sýslumanni flötum. Þó komst hann
enn á fætur og óð knálega í áttina til lands.
Á allt þetta hafði Gvendur horft eins og í leiðslu,
þar sem hann sat á þeim jarpa á bakkanum. Það þurfti
nokkurn tíma til þess að átta sig á því, sem nú var að
gerast. Höfðingi var í lífsháska. Og það sem út yfir
tók: Réttlætið var þarna að brjótast um út í ánni, að
því komið að drukkna.
Sýslumaður óð enn í áttina til lands og jökulvatnið
náði honum í axlir. Gvendur kippti í tauminn, barði
fótastokkinn og reið þeim jarpa út í fljótið. Hann stýrði
klámum beint á móti sýslumanni og hugðist myndu
bjarga lífi hans. En er hann átti eftir nokkra faðma að
honum, kom þriðja flóðaldan. Þá hvarf Réttlætið í
djúpið. Sá jarpi skelltist á hliðina og Gvendur losnaði
úr söðlinum.
Þeir druldmuðu báðir, Þórarinn sýslumaður og Guð-
mundur á Bakkakoti.
Sögulok.
222 Heima er bezt