Heima er bezt - 01.06.1963, Side 36

Heima er bezt - 01.06.1963, Side 36
181. Við tökum nú að athuga málið og ráðgast um, hvað gera skuli. Skyldi nokk- ur önnur leið finnanleg út úr þessum klettagöngum? Ráðsmaðurinn ákvað að rannsaka það nánar. Hann heitir Dikk og ég mun kalla hann Dikk frænda. 182. Ég er nú orðinn svo þreyttur og syfjaður eftir næturvökur, strit og þraut- ir, að Dikk frændi stingur upp á því, að ég skuli reyna að halla mér út af dálitla stund, meðan hann fari í rannsóknar- ferð um klettagöngin. 183. Dikk frændi þarf nú á ljósi að halda, áður en hann fer lengra inn í myrkrið. Hann finnur kubb, sem er al- veg gegnsósa af trjákvoðu og klýfur sér nokkrar grannar flísar af honum og not- ar þær sem blys. 184. Hann gengur lengra og lengra inn eftir námugöngunum, sem eru mjög krókótt, og allt í einu ná þau ekki lengra. Dikk frændi er þá kominn inn í geysimikinn helli. Og ofarlega á vegg sér hann allmikið op. 185. Dikk frændi er ekki af því tagi manna, að hann gefist upp við rann- sóknarerfiðleika. Hann stingur nokkrum logandi tréflísum í sprungu og klifrar svo upp undir hellisþakið og kemst alveg upp í holumynnið þar uppi. 186. Það reynist rétt, að þarna eru líka námugöng. Og svalur loftstraumur berst á móti honum. „Hér hljóta að vera ein- hver göng út úr námunni, um það er ekki að villast. Loftstraumurinn segir til um það!“ 187. Námugöngin verða alltaf brattari og brattari og ganga loks nærri því beint upp .... Og þarna uppi sér hann hreina dagsbirtuna! Borgið! Nei, ekki enn .... fyrst er nú að komast upp! .... 188. Hann sér að það er alveg vonlaust að klifra upp vegginn, hann er alltof brattur til þess, það sér Dikk frændi und- ir eins. Ég verð að búa mér stiga, og með ýmsu grinda- og spýtnabraki í námu- göngunum tekst það samt eflaust. 189. Þetta er mesta hættuspil, sem Dikk frændi hefur tekizt á hendur: að fá festi í blautum og hálum námuveggjunum fyrir alla þá stokka, spýtur og spírur, sem á þarf að halda, og það í myrkri. En þetta tekst samt.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.