Heima er bezt - 01.05.1964, Side 2

Heima er bezt - 01.05.1964, Side 2
Nýir skólar Nokkrar umræður hafa farið fram undanfarið hér á landi um stofnun lýðskóla í líkingu við lýðskólana dönsku, sem kenndir voru við Grundtvig á sínum tíma. Einna fastast form hafa umræður þessar fengið í sam- bandi við Skálholt, þar sem gert er ráð fyrir lýðskóla á vegum þjóðkirkjunnar og undir verndarvæng henn- ar. En einnig eru uppi ráðagerðir um samnorrænan lýðskóla hér á landi. Það er athyglisvert tímans tákn, að umræður þessar skuli hefjast nú, þegar kalla má að skólakerfi landsins sé fastmótað, og tiltölulega vel séð fyrir möguleikum allra unglinga til skólanáms. Naumast verður það skilið á annan hátt, en mönnum þyki skólakerfinu of þröngur stakkur skorinn og eitthvað vanti í það, til þess að það fái fullnægt þeim uppeldis- og menningarkröfum, sem til skólanna verða gerðar. Þetta minnir dálítið á það, þegar Grundtvig gamli fyrir meira en heilli öld kvaddi sér hljóðs um hinn nýja skóla í uppreisnarhug gegn þröngsýnni kirkju og jafnvel enn þrengri skóla, sem haldið var í viðjum hinna fornklassisku fræða. Er það ef til vill svo, að oss þyki einhvers staðar of þröngt, eða oss skorti vekjandi afl í menningu vora? Vér hljótum að spyrja, er þörf á nýju skólaformi, og er það vænlegra til úrbóta en að breyta því, sem fyrir er? Það skal þegar fram tekið að þótt jákvætt svar við fyrri spurningunni um þörf nýs skólaforms væri fyrir hendi, þá leysir það oss engan veginn undan þeirri skyldu að endurbæta það sem fyrir er, svo að ■skólar vorir megi hverju sinni svara kröfum tímans. Ef vér viljum svara því, hvort oss sé þörf skóla með lýðskólasniði, þá verðum vér fyrst að skyggnast um reynslu nágranna vorra á Norðurlöndum í því efni. En engum getur dulizt hvílíku feikna menningarhlutverki þeir skólar hafa gegnt og gegna enn þrátt fyrir breytta tíma og þjóðfélagsviðhorf. Og enginn mun draga í efa í þeim löndum, að lýðskólanna sé full þörf, enda þótt hið fastbundna skólakerfi landanna sé fullkomið og gefi marga möguleika og opni nemendum fleiri leiðir, en skólakerfi vort gerir. Og er ástæða til að ætla, að það sem þrautreynt er í þjóðaruppeldi frændþjóða vorra sé óþarfi vor á meðal. Ég held varla. Þegar vér lítum á skólakerfi vort sjáum vér við fyrstu sýn að skólarnir eru prófskólar, þar sem fyrst af öllu er krafizt tiltekinnar þekkingar í mörgum ólíkum náms- greinum, og vankunnátta eða getuleysi í einni grein getur orðið nemendunum að fullkomnu fótakefli. Af þessu leiðir óhjákvæmilega, að meginorka kennara fer til þess að kenna hið lögboðna efni, og nemendunum gefst því ekki færi á að sinna sérstökum hugðarefnum, og því miður vinnst of lítill tími til þess að sinna al- mennu uppeldi og því að móta persónu og skaphöfn nemenda. Skólarnir eru meira lærdómsskólar en almenn- ar menningarstofnanir. Því verður ekki neitað, að í nútímaþjóðfélagi, sem krefst mikillar kunnáttu og færni á sem flestum svið- um, eru slíkir lærdómsskólar óhjákvæmilegir. Kunnáttu og færni þarf fremur að auka en minnka, en hins vegar getur svo farið að beina verði skólunum meira inn á sérnámsbrautir en nú er. En einmitt þessi staðreynd sýnir Ijósast, að þörf er fyrir einhverja hliðargrein, þar sem námið er frjálsara og meiri áherzla lögð á hið al- menna menningaruppeldi og siðrænan þroska. I þá skóla geta allir sótt eitthvað, jafnvel þótt þeir hafi lok- ið sínum tilskildu prófum í almennum skólum. I nú- tíma þjóðfélagi er það lífsnauðsyn, að ríkur þáttur þjóð- aruppeldisins snúist um að kenna æskulýðnum frum- atriði í mannhelgi og grundvallarhugsjónum hins sanna lýðræðis. Lýðskólarnir eru hugsaðir sem höfuðvígi frjálsrar hugsunar. Þeir eru skapaðir meira til að vekja en bein- línis til fræðslu. Þeir eru mótaðir af hugsjónum frjáls- lynds kristindóms og þjóðlegri vakningu og sögu. Þess- ari stefnu hafa þeir verið trúir til þessa dags, og íslenzk- ir lýðskólar, ef stofnaðir yrðu, hlytu að reisa á sama grunni. Og jafnframt hagnýta sér hið frjálsa kennslu- form lýðskólanna. Varla mun aftur verða snúið með lýðskólastofnun í Skálholti. En mikill vandi verður þeim skóla á hönd- um, ef hann á að verða brautryðjandinn í hinni nýju skólastefnu. Og einkum verður slíkum skóla vandhfað vegna þess, að lýðskólahugmyndin hefur ekki átt mik- inn byr meðal þjóðarinnar nú um alllangt skeið, og jafnvel hvað minnst meðal skólamanna. Þar er gjör- breyting frá því sem var fyrir svo sem 30—40 árum. Héraðsskólarnir, sem í öndverðu voru að nokkru leyti hugsaðir sem lýðskólar, hafa sveigzt inn undir hið al- menna skólakerfi. Ýmislegt í þjóðlífi voru bendir til þess, að þjóðin sé að glata hinum fornu dyggðum, og enn hefur hún ekki lært nýjar. Hraðfara breytingar í þjóðfélagsháttum valda því, að vér glötum þjóðlegum verðmætum. Ys og þys daglega lífsins glepur oss sýn, svo að vér skynj- um síður verðmæti hins innra lífs, hugsunar og trúar. 170 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.