Heima er bezt - 01.05.1964, Síða 6
ungra manna starfsorku og starfsgleði. Ungmennafé-
lögin voru þá ung í landinu og á þeim þróttmikill æsku-
bragur. Gekk Bjarni snemma í fylkingu þeirra, hinna
ótrauðu, ósérplægnu og hugsjónaríku vormanna Islands.
Það var auðvitað, að Bjarni gerðist kennari að námi
loknu. Hann hafði búið sig undir það starf og nýút-
skrifaður var hann ráðinn kennari við barnaskólann á
Blönduósi. Var það upphaf að löngu og farsælu kenn-
arastarfi hans og varð ekki slitrótt, hélzt óslitið í fjöru-
tíu og tvö ár.
Sveitamannseðlið var svo ríkt í Bjarna, að hann gat
ekki fest rætur í kaupstað. Hann þurfti að hafa gróna
jörð undir fótum og fyrir augurn hið næsta sér. Hann
efndi til búskapar heima í Litladal vorið 1916 og um
ieið gerðist hann kennari í Svínavatnshreppi, heima-
byggð sinni.
Bjarni kvæntist vorið 1923 Önnu Sigurjónsdóttur
Jóhannssonar hreppstjóra í Mjóadal Sigvaldasonar.
Móðir hennar, kona Sigurjóns, var Ingibjörg Jónsdótt-
ir frá Móbergi Guðmundssonar. Anna er alsystir Jóns
Baldurs fyrrum kaupfélagsstjóra á Blönduósi. Hún er
hin bezta og merkasta kona og hefur verið manni sín-
um farsæll og góður förunautur. Þau hafa eignast sex
börn og eru fimm á lífi, tveir synir og þrjár dætur.
Árið sem Bjarni festi ráð sitt keypti hann Blöndu-
dalshóla, gamalt prestssetur, og þar hafa þau hjón bú-
ið til skamms tíma, en nú er Jónas sonur þeirra tekinn
við búi af þeim. Hólar er mikil jörð og góð að fornu
og nýju, en var í nokkurri niðurníðslu er Bjarni kom
þar, túnið ekki mikið og þýft og byggingar hrörnað-
ar. I höndum hans hefur jörðin tekið stórfelldum
stakkaskiptum, svo nú er allt á annan veg um að litast
þar, en áður var. Geysimikil nýrækt, gott íbúðarhús,
hlöður miklar og peningshús blasa þar við augum, all-
mikill matjurtagarður og fallegur trjáreitur. Það þykir
að vísu engin nýjung nú á dögum, að jarðir gerbreyt-
ist til batnaðar, jafnvel svo, að sum kotin hafa orðið
stórbýli og vaxið fram úr gömlu höfuðbólum, í hönd-
um dugmikilla bænda. En það hefur suma hent, að fara
fullgeyst og kollhlaupa sig og auðnast svo ekki að njóta
ávaxtanna af erfiði sínu. Bjarni í Hólum hefur alltaf
kunnað að sjá fótum sínum forráð, hygginn og athug-
ull og því voru framkvæmdir hans í jarða- og húsabót-
um jafnan á öruggum grunni.
Snemma voru Bjarna falin ýmis trúnaðarstörf. Hann
var aðeins 26 ára er hann var skipaður hreppstjóri í
Svínavatnshreppi og tók þar við af föður sínum. Því
starfi gegndi hann, meðan hann bjó í hreppnum. Síð-
ustu árin hefur hann verið hreppstjóri í Bólstaðarhlíð-
arhreppi og er enn. Fjölmörg störf önnur hafa á hann
hlaðizt í þágu sveitar og samfélags og öllum gegnt af
þegnskap og trúmennsku.
Það er almæli, að Bjarni hafi verið góður bóndi og
góður kennari. En af öðrum störfum sem hann hefur
unnið að um dagana hygg ég, að þrennt hafi verið hon-
um hugstæðast: Ungmennafélagsskapurinn, samvinnu-
hreyfingin og þjóðleg fræði. Á ungmennafélögin er
Bjarni Jónasson. Myndin gerð af Ríkharði Jónssyni og gefin
af sveitungum Bjarna á sjötugsafmœli hans. Afsteypa i Húna-
veri.
þegar minnzt. Fyrir þau vann hann mikið starf og gott,
bæði í félagi sínu í heimasveitinni og í Sambandi ung-
mennafélags Austur-Húnvetninga, var þar í stjórn og
jafnan í fremstu röð áhugamanna um málefni þeirra.
Kaupfélögin og samvinnufélagsskapurinn yfirleitt
hafa átt og eiga góðan og óhvikulan stuðningsmann þar
sem Bjarni er. Hann var í áratugi deildarstjóri í Kaup-
félagi Húnvetninga og hefur jafnan verið í fremstu röð
forustumanna þess. Hann hefur kynnt sér sögu félags-
ins eins og þættir úr sögu þess, sem hann ritaði í Sam-
vinnuna á sínum tíma bera vitni um.
Bjarni fékk þegar ungur að aldri áhuga á þjóðlegum
fræðum, einkum ættfræði og sögu Húnavatnssýslu.
Hann var einn af forgöngumönnum þess að stofnað var
Sögufélagið Húnvetningur 1938 og í stjórn þess frá
upphafi. Hann hefur lagt drjúgan skerf til sagnaþátta-
safns, er félagið hefur staðið að og gefið út og á þar
Framhald á bls. 179.
174 Heima er bezt