Heima er bezt - 01.05.1964, Side 7
JÓNAS A. HELGASON:
Davið Stefánsson frá Fagraskógi. (Ljósm. B. S.)
I.
Snautt er líf
án lista og snilli,
— fátt um fyrirheit.
Því er þeim
er þjóðum lýsa
aldrei ofþakkað.
Gott er að minnast
göfugs þjóðskálds
er látið lifir.
Guð og gæfan
gefi íslandi
fræja þess fagurvöxt.
II.
Það heyrðist stuna er boginn brast
— þá blævana hún þögn snerti strenginn.
Og þjóðarhörpunnar Ijúfasta lag
svo leikur nú fimlega enginn.
En Fjallkonu tárperlur falla mn kinn
er hún faðmar sinn vaskasta drenginn.
Snemma í víking um himnanna höf
hann hóf sig í svansins líki.
í lyftingu stóð hann þar fagur og frjáls,
— það fannst ekki neinn hans glíki.
Og guðirnir kornungan kjöru hann
konung í andans ríki.
Og trúmennska sjálfs hans varð sigurför þar,
— af sjáandans guðmóði brann 'ann.
Og gersemar margar á gnoð sína hann bar.
Og Golíat heimsins vann 'ann.
I þjáning og afneitun uppskeran var:
eldinn loinn dýrasta fann 'ann.
Svo hóf hann að syngja. Það hlustar hver sál,
hvert hjarta, hvert blóm, sem á rætur.
Hann syngur um vorið, æsku og ást
og unaðsdýrð sólbjartrar nætur,
— um harmsáran trega og höfga þrá.
Af hrifningu moldin grætur.
í auðmýkt svo gaf hann ættlandi og þjóð,
þann auð, sem ei kennist til málma.
Hann vann fyrir jafnrétti, frelsi og frið
á feigðaröld blóðugra skálma.
Og samstillt krýpur nú þjóðin í þögn,
— í þökk fyrir Davíðs sálma.
Davíé Stefánsson
frá Fagraskógi
Pjóðskálcl íslenclinga
Heima er bezt 175