Heima er bezt - 01.05.1964, Síða 16

Heima er bezt - 01.05.1964, Síða 16
HULDA Á. STEFÁN SDÓTTIR skrifar fyrir húsmœour Gamla fólkið Flestir munu sammála um, að daufur sé barnlaus bær, en líklega eru það færri sem halda því fram, að nauðsynlegt sé að hafa gamalmenni á heimil- inu, án gamalmennis sé heimilið illa statt. Fyrir nokkrum dögum rakst ég á grein í útlendu blaði með fyrirsögninni: „Gamla fólkið“. Ég las grein þessa með athygli, því mér hefur ætíð þótt vænt um gamla fólkið og fundið til með því. Greinin snerti mig og rifjaði upp fyrir mér margs konar hugrenningar, sem ég heft oft glímt við í einver- unni, því fáir hafa hlustað á mig, né verið mér sammála, þegar mál gamla fólksins hafa borið á góma. Engum blandast hugur um það, að margir erfiðleik- ar fylgja ellinni, en einna erfiðast mun gömlu fólki að sætta sig við að vera ofaukið meðal ættingja og vina, ættingja, sem gamla fólkið hefur þó búið í haginn fyrir og ausið úr kærleikslindum sínum þeim til blessunar. í umræddri grein er skýrt frá því, að Grikkir telji hvert það heimili illa statt, sem ekki eigi sinn „hæru- koll“. Að ung hjón, sem stofni heimili telji það nauð- syn að hafa gamalmenni á heimilinu. Og þeirri skoðun fylgi svo mikil alvara, að sé ekki ættingjum til að dreifa, þá reyni fólk að verða sér úti um óskylt gamalmenni, einhvem einstæðing, þá fyrst séu líkur til að heimilið verði hamingjusamt og hjúskapurinn blessist. Sömu sögu heyrði maður frá Kína hér áður fyrr og Ítalíu. Meðal þessara þjóða var litið upp til gamla fólksins og það virt eins og vera ber. Því ætti ekki að virða gamalt fólk, er barizt hefur heiðarlegri lífsbaráttu og á í fór- um sínum dýrmæta lífsreynslu, sem þeir yngri hefðu gott af að kynna sér. Ég býst við að gömlu fólki sé líkt farið, hvort heldur það elur aldur sinn í suðlægum eða norðlægum löndum. Ævi þess hefur farið í að hugsa um bú og börn, jafnvel barnabörn. Það hefur neytt allrar orlcu til að sjá sér og sínum farborða, beðið fyrir bömum og barnabörnum, gefið á báða bóga af auði hjarta síns. Og hver em svo launin hjá okkur? Vist á gamal- mennahæli. Það er fjarri mér að setja út á eða lasta gam- almennahælin okkar, þau hafa unnið þarft verk og að þeim ber að hlynna eins og kostur er. En ég vil beina orðum mínum til unga fólksins og þess miðaldra. Lang- ar ykkur til að vera slitin upp með rótum frá heimili ykkar og þeim sem ykkur þykir vænt um, þegar elhn sældr ykkur heim og holað niður á elliheimili, fjarri ættingjum og venzlafólki. Ég er þess fullviss, að elh- heimilin okkar gera það sem í þeirra valdi stendur fyr- ir gamla fólkið, en þau geta aldrei komið í stað gamla góða heimilisins. Þau geta ekki bætt gamalli móður eða föður missi barna og barnabama. Það er furðulegt, hvernig ungt og jafnvel miðaldra fólk talar um gamla fólkið, og lítur á það eins og óþarfa gripi, gamalæra, sem ekki hafi vit á neinu, sem skeður í kringum það. Oft hefur það þó mörg vitin þeirra yngri, þó um það séu engar algildar reglur. 184 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.