Heima er bezt - 01.05.1964, Qupperneq 19

Heima er bezt - 01.05.1964, Qupperneq 19
ÞATTUR ÆSKUNNAR NAMSTJ RITSTJORI HVAÐ UNGUR NEMUR Frá Fyggáum Breiáaf jaröar 1. FÖGUR OG SÖGULEG STRANDLENGJA. 2. í SUMARLEYFI í ELLIÐAEY. Flinn 18. janúar síðastliðinn lauk merkum áfanga í vegagerð á Snæfellsnesi. Þann dag var með hátíðlegri athöfn opnaður nýr bílvegur undir Ólafsvíkurenni. Er þessi vegagerð undir Ólafsvíkurenni merkasti tæknileg- ur sigur í vegamálum hér á landi, allt til þessa tíma. Næstu tæknilegir stórsigrar verða væntanlega: Stráka- vegur úr Fljótum til Siglufjarðar og vegurinn fyrir Ól- afsfjarðarmúla, milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Á árunum 1927—30 átti ég þess kost að fara ríðandi á sólríkum blíðum sumardögum alla leiðina frá Önd- verðarnesi á Snæfellsnesi í kringum Breiðafjörð, með öllum sínum innfjörðum, vogum og víkum vestur að Reykhólum. Þá átti ég vitanlega eftir allvænan spöl vestur á Látrabjarg, en þangað var ferðinni heitið sum- arið 1927, en af sérstökum ástæðum varð ég að hætta við þá ferð. Ég' var einhesta á duglegum, þægilegum hesti, sem ég keypti í byrjun ferðarinnar, og ætlaði mér svo að selja, er ég hefði lokið ferðinni og farið í kring- um Breiðafjörð vestur að Bjargtöngum. Þar ætlaði ég að taka hnakkinn á bakið, komast að Sauðlauksdal, fá mig fluttan yfir fjörðinn til Patreksfjarðarkauptúns og ná þar í skipsferð til Stykkishólms. Þetta fórst fyrir hjá mér, en síðan hef ég farið mikið af þessari leið, en ekki í einunt áfanga. Á þessari fögru strandlengju, umhverfis Breiðafjörð, voru þá fáar leiðir bílfærar, en öll leiðin sæmilegur reiðvegur. Þó voru á leið þessari tveir viðsjálir staðir, jafnvel fyrir lausríðandi ferðafólk. Þessir tveir hættu- staðir voru leiðin undir Ólafsvíkurenni og Búlands- höfði. En nú er sigurinn unninn í baráttunni við þessa þjóðfrægu hættustaði. Nú getur hver gætinn, góður bif- reiðarstjóri ekið bíl sínum alla leið frá Flellissandi í kringum Breiðafjörð vestur á Látrabjarg. Öll leiðin er tæplega 500 km, en öll leiðin frá Reykjavík vestur í kringum Snæfellsnes og kringum Breiðafjörð vestur á Látrabjarg mun vera 800 til 900 km. — Þegar ég fór mest af þessari leið ríðandi fyrir rúmum þrjátíu árum, held ég að fáir hafi verið svo bjartsýnir að búast við því, að árið 1964 yrði orðið vel bílfært alla þessa löngu leið. F.n nú hefur draumurinn unt bílveginn rætzt, fvrr en nokkur bjóst við. Stórvirk vinnutæki, sem ekki þekktust þá, hafa unnið kraftaverk, ásamt hugviti og verktækni. Ólafsvíkurenni er þverhnípt móbergsfjall allhátt og fellur úthafsbrimið upp að rótum fjallsins. Skriðuföll eru þarna alltíð og grjóthrun. Þarna lá þjóðleiðin undir móbergsklettunum með úthafsölduna á aðra hönd. Um

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.