Heima er bezt - 01.05.1964, Side 24
Þá hefur í nokkrum bréfum verið beðið um ljóðið
Maður og kona, sem þau Sigurður Ólafsson og Soffía
Karlsdóttir sungu saman á hljómplötu. Höfundurinn er
Jenni Jónsson:
Hann: Á hveitibrauðsdögunum, kát varstu þá
svo kelin og ástrík og broshýr á brá
nú bjástrandi og rexandi berð þér á lær
og bægslast um hlaðið svo nágranninn hlær.
Aha — oho — aha — oho.
Nú bjástrandi og rexandi berð þér á lær,
og bægslast um hlaðið svo nágranninn hlær.
Hún: Ó, áður var indælt, nú umbreyting er
þú alltaf við búverkin hjálpaðir mér,
bónaðir gólfið og bauðst til að þvo
bollana og diskana og kysstir mig svo.
Aha — oho — o. s. frv.
Hann: Þú andlit þitt málar svo illt er um vik
svo eldrauðar varir og brúnimar strik
í eyrun svo hengir þú glingur og gler
það get ég ei liðið svo smekklaust það er.
Aha — oho — o. s. frv.
Hún: Nú ef þú ert heima og átt eitthvert frí
þú óðara bælir þig sófanum í.
Þú görmunum hendir í gólfið hjá mér
ég get ekki afborið letina í þér.
Aha — oho — o. s. frv.
Hann: Á kvöldin þá börnin loks komast í ró
það kvelur mig löngum, ég umber það þó
þá hengir þú vírmsl í hárið á þér
svo hreint enginn friðtur á koddanum er.
Aha — oho — o. s. frv.
Bæði: Ef kærleikur ríkir milli konu og manns
ef konan er ástrík og viljinn er hans
þá erjur og ákærur engu fá breytt
því ástin það mildar og þau em eitt.
Þá kemur hér lítið lióð fyrir yngstu lesendurna, sem
heitir Mömmuleikur. Ómar Ragnarsson höfundur Ijóðs-
ins hefur sungið það inn á hljómplötu:
Má ég vera með þér úti
í mömmuleik í kassa,
sem er bak við húsið.
Við skulum hafa heljarbú
hesta kindur og eina kú.
Ég er mamma, en þú ert pabbinn,
við emm bæði hjón
og þessir bangsar eru börnin okkar
Bíbí og Hannes Jón.
192 Heima er bezt
Ég skal elda matinn oní þig
og eftir það skúrarðu fyrir mig.
Ég fer oní bæ
og ég fæ
mér dragt, pels og kjól og kápu.
Ég fer í saumaklúbb á kvöldin
og kannski þú á fund
þegar þú ert búinn að þvo upp
og þurrka dálitla stund.
(En strákurinn vill ekld þvo upp og fara í mömmuleik
og stelpan fer að gráta og kallar á heimavarnarliðið):
Mamma, hann er að hrekkja mig,
Mamma, hann er að svekkja mig
Mamma, komdu og tuskaðu hann til
takt’ann og rassskelltu hann
hann vill aldrei gera eins og ég vil.
Mamma, sko nú er hann að apa eftir mér,
ég skal aldrei vera með þér.
Þú ert svo mikið hrekkisvín
og ættir bara að skammast þín.
Ó mamma, komdu til mín.
Að lokum birti ég hér ljóð, sem oft hefur verið beð-
ið um. Það heitir Síldarvalsinn. Höfundur er Steingrím-
ur Sigfússon:
Syngjandi sæll og glaður, til síldveiða nú ég held
það er gaman á Grímseyjarsundi,
við glampandi kvöldsólar eld.
Þegar hækkar í lest, og hleðst mitt skip.
Við háfana fleiri og fleiri
svo landa ég síldinni sitt á hvað
í Dalvík og Dagverðareyri.
Seinna er sumri hallar, og súld og bræla er
þá held ég fleyi til hafnar
í hrifningu skemmti ég mér.
í dunandi dansi, við dillandi spil
og dansana fleiri og fleiri,
því nóg er um hýrevg og heillandi sprund
á Dalvík og Dagverðareyri.
Ennþá bíða hjá mér beiðnir um Ijóð, sem ég hef ekki
getað svarað og þar á meðal er bréf frá tveimur ísfirzk-
um stúlkum, en þær rituðu svohljóðandi stöku aftan á
umslagið:
Má ekki týnast,
því síður sýnast
bögglast né brjótast,
berist sem fljótast.
Ég þakka ungfrúnum bréfið og stökuna.
Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135.