Heima er bezt - 01.05.1964, Page 36

Heima er bezt - 01.05.1964, Page 36
280. Lögregluna! A nú að sækja mig og taka mig fastan! En þá heyri ég rödd Walls verkfræðings kalla upp: Nei, frammi við dvrnar. Drengurinn sá arni er saklaus! Eg skal skýra frá þessu .... 281. Wall verkfræðingur er allmiklu ráðandi í vélaverksmiðju-rekstrinum, og maðurinn með vindilinn andmælir hon- um ekki. Verkfræðingurinn fer fram á að segja honum sjálfur alla söguna um bílinn. 282. A leiðinni frá skrifstofunni segir Wall verkfræðingur við mig: Eg er ekki búinn að launa þér björgun dóttur minnar. Er nokkuð sem ég get gert fyrir þig? — Eg bið hann að tala máli félaga minna og reyna að breiða yfir sök þeirra. 283. Wall verkfræðingur biður mig þá að fara með sér til þessara slysapilta, og ég er fús til Jress. Og uni kvöldið fer ég með honum til Jieirra Serkis, Áka og Kláusar, sem allir eru saman að vanda. 284. Verkfræðingurinn heldur alllanga ræðu yfir hausamótum strákanna og skýrir fyrir þeim að lokum, að það megi þeir þakka mér að sleppa við allar illar afleiðingar gerða sinna, því að ég hafi beðið svo innilega, að þeim væri hlíft. 285. Þegar Wall verkfræðingur var far- inn, og við fjórir einir eftir, rjúka allir strákarnir á mig og klemma mig og kreista í Jrakkarskyni og eru alveg í loft- inu yfir að mér skuli hafa tekizt þetta svona ágætlega! 286. Þegar verkfræðingurinn seinna biður okkur að hjálpa til að safna fatn- aði handa fátæklingum í hernámslönd- unum, erum við allir fúsir til Jtess, — og spörum nú hvorki kjaft né krafta, segja strákamir þrír. 287. Okkur gengur söfnunin vel. Og einn daginn áræði ég loks að leita til al- ræmda svíðingsins og maurapúkans Fúk- sens gamla. Og hann rausnast til að gefa mér gamlan yfirfrakka. 288. Feginn og talsvert lireykinn fer ég á burt frá einkabýli karlsins, en rétt í því ég er að fara út um garðshliðið, kem- ur karlinn hlaupandi á eftir mér og kall- ar hástöfum: Bíddu, bíddu, drengur. Ég Jrarf að segja þér nokkuð!

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.