Heima er bezt - 01.12.1964, Qupperneq 7
Þá líður að lokum, búið er að skoða í alla bögglana,
börnin sitja í gjafahrúgunni og segja: „Er ekkert meira,“
og mæðusvipur kemur á andlitin, því bögglarnir eru
ekki fleiri.
Það er tiltölulega stutt síðan að jólagjafir urðu al-
mennar á íslandi, en fyrir erlend áhrif og vaxandi vel-
megun fólks í landinu hafa þær aukizt hröðum skrefum.
Fyrr þótti nóg að fá nýja flík, nóg að borða og nokkur
kerti tii að kveikja á í baðstofunni. Fjölmargir íslend-
ingar eiga þó bjartar minningar frá jólunum eins og
þau tíðkuðust í einfaldleik og fábrotnu lífi.
Margir hafa skráð hugljúfar endurminningar um jól-
in, þar sem dulmögnuð fegurð hvílir yfir frásögninni,
enda þótt skort hafi allt ytra skraut. Og skáldin okkar
hafa ort ódauðleg ljóð um jólin í litlu fátækulegu bað-
stofunni sinni. Þegar hugur þjóðskáldsins okkar, séra
Matthíasar, eftir fimmtíu ár, hvarflar heim í htlu bað-
stofuna í Skógum, verður honum minnisstæðastur jóla-
boðskapur móður sinnar, sem hann hlustaði á í bernsku.
Hann minnist jólanna sinna eftir hálfa öld með fögn-
uði, og bregður upp mynd af bræðrunum fjórum, þar
sem þeir sitja við baðstofuborðið og horfa fagnandi á
litlu kertin, sem „brunnu björt í lágum snúð“. En svo
kemur mamma og sezt sjálf við borðið hjá drengjunum
sínum og segir þeim söguna um jólin. „Hin heilögu
sagnamál“ móður þeirra orkuðu þannig á hugi drengj-
anna ungu, að himnesk birta skein í sál þeirra og lýsti
þeim langa ævi.
Þegar börn okkar og barnabörn, sem nú alast upp
fara að rifja upp minningar frá sínum bemsku- og æsku-
jólum bera þær án efa annan blæ en jólaminningar þjóð-
skáldsins, og hætt er við að þær verði ekki nútímafólki
slíkir fjársjóðir sem áður var, enda þótt margföld sé
eyðslan, óhófið og bruðlið.
Og hver er þá ástæðan? Er ekki orsakanna að leita
hjá okkur fullorðna fólkinu, höfum við ekki gleymt í
öllu umstanginu og sýndarmennskunni því, sem öllu
máli skiptir — hátíðinni sjálfri, uppruna hennar og helgi?
Daglega heyrum við talað um eitthvert vandamál,
sem þyrfti að leysa. Er ekki eitt vandamálið, hvernig
við höldum jól.'Væri ekki reynandi að leysa þann vanda
með því að breyta ögn til og fara að dærni Þóru í Skóg-
um, að setjast við borð barna okkar og segja þeim í al-
vöru frá hátíðinni miklu, en láta okkur minna skipta
dýrar mafir og fánýtt skraut. Segja þeim eins og þjóð-
skáldið kemst að orði, að
„þessa hátíð gefur okkur guð,
guð, hann skapar allan lífsfögnuð,
án hans gæzku aldrei sptytti rós,
án hans náðar dæi sérhvert ljós“.
GLEÐILEG JÓL!
j-
©
t
I
é
4
Ý
&
I
v
©
I
4
4
4
4
4
jr
e
4
4
4
4
4
•t-
3»
4
4
&
<■
©
4
•<-
©
4
4
4
-4-
©
t-
©
&■
Pétur Aðalsteinsson, Stóru-Borg
fvö kvœéi
FOLI
Gagnbitað hægra, fjöður framan.
Fjögurra vetra, brúnn að lit.
Ur augunum brennur hið eilífa frelsi
öræfanætur stjörnuglit.
Reistur er makki, fimur fótur
fatast ei skeið um urð og gjótur.
I stóðsins gáska fremstur í flokki
hann fer, eins og eldur um gróna jörð.
Það rýkur úr melum og moldarbökkum
er marka hófamir þurran svörð.
Hér er gróandans kraftur úr læðing leystur.
Hér er lífinu fagur varði reistur.
Um breiðar lendur og blikandi heiðar
hver brumknappur angar, er vorið hlær.
Og frelsið er eilíft og æskan og gleðin
er ilmandi leikur í faxi hlær.
Hver dagur endist til unaðar leika
er alsælar hjarðir um löndin reika.
Sólskinið glitrar. Við sífrandi lindir
er svalað þorsta um heitan dag.
Og gulstararsafinn flæðir um flipa
og fjörið ólgar, sem dunandi lag.
En sumarið endar og örlög kalla.
Aftur haustar og grösin falla.
VOR UM VOGA
Syngur hann við skerin sólþíði blærinn.
Sefur ofar fjörunni lágreisti bærinn.
Bátur í nausti býður til farar.
Bláleitur kræklingur voginn skarar.
Selurinn dottar á dökkum hleinum,
drjúglátir mávar sitja á steinum.
Æðurin lónar með unga frá sandi.
Unaður ríkir á hafi og landi.
Heima er bezt 435