Heima er bezt - 01.12.1964, Page 9

Heima er bezt - 01.12.1964, Page 9
S. B. OLSON: LANDNÁMSÞÆTTIR FRIÐRIK A. FRIÐRIKSSON ÞÝDDI FORMÁLI / Um nokkurt skeið undanfarið hef ég verið að íhuga það, að yngri kynslóðinni kynni að þykja nokkurs um vert, að lesa um lifnaðarháttu og lífskjör íslenzku frumhy ggjanna. Álít ég að í því efni geti ég lagt fram nokkurn skerf athyglisverðra staðreynda, með því að ég átti því láni að fagna, að eiga nána samleið með land- nemum Þingvallanýlendunnar í Saskatchewan, svo og þeim, er síðar námu land á vesturströnd Manitóbavatns. Flestir þessara dugmiklu brautry ðjenda eru nú komn- ir undir græna torfu, en vel mætti hetjuleg barátta þeirra verða núlifandi kynslóð eggjun til dáða. Þeir kvöddu sitt ástkæra ísland til að leita börnum sínum betri framtíðar. Ótrúlegar þrautir og erfiðleikar urðu á leið þeirra, en í því stríði áunnu þeir sjálfum sér og niðjum sínum sæmd. Þeir áttu sinn þátt í því, að leggja grundvöllinn að framförum Manitóbafylkis. Þeir erfið- uðu ekki til ónýtis. Átök þeirra báru ríkulegan ávöxt. Sáum eins og þeir, og uppskerum enn ríkulegri ávöxt. Þætti þessa rita ég einkum handa börnum mínum og barnabörnum. Og færi svo að þessar endurminningar mínar vektu jafnframt athygli einhverra annarra af- komenda hinna ótrauðu og þrautgóðu frumbyggja, tel ég tíma mínum og fyrirhöfn vel varið. I. LANDNÁMIÐ í ÞINGVALLABYGGÐ r grÁrri morgunskímunni 30. apríl 1886 klifu fjórtán manneskjur upp á vagn, sem á var tvístór vagn- kassi. Fyrir hann var beitt efldu hestasameyki. Loftið var hrollkalt, enda eldsnemma dags, er við lögðum upp frá litla og draugalega þorpinu Solsgirth, Manitóba, og stefndum norðvestur. Ákvörðunarstaðurinn var bærinn Shellmouth, Mani- tóba, í Shell-ár-dalnum, rétt vestur við landamæri Saskatchewan-fylkis. Á framsætinu sat, auk ekilsins, Helgi Jónsson, innflytjendaráðunautur ríkisstjórnarinn- ar, — ritstjóri og útgefandi íslenzka vikublaðsins „Leif- ur“, sem gefið var út í Winnipeg. Aftar voru: Guð- björg Suðfjörð (kona Einars Suðfjörð) og dætur henn- ar fjórar, Sigríður, Móníka, Kristín og María; roskin hjón, Ástríður og Narfi Halldórsson, og Guðbrandur sonur þeirra; okkar fjölskylda, móðir mín, Guðrún Jónsdóttir, kona Björns Ólafssonar (Olson), systur mín- ar tvær, Guðný og Guðríður, og sjálfur ég, Þorsteinn (Steini). Áttundi afmælisdagur minn var nýlega um- liðinn, og þótti mér ferðalag þetta ærið merkileg upp- lifun. Áður höfðum við farið frá Winnipeg með Kanadisku Kyrrahafs-járnbrautinni (Canadian Pacific Railway — C. P. R.) vestur til Portage la Prairie, og þaðan með Manitóba- og Norðvesturlands-brautinni Þorsteinn B. Olson. Heima er bezt 437

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.