Heima er bezt - 01.12.1964, Síða 10

Heima er bezt - 01.12.1964, Síða 10
(sem C. P. R. keypti seinna) til Solsgirth. Lengra náðu brautarteinarnir ekki 29. apríl 1886. Um nóttina svaf allur hópurinn á gólfinu í biðskála íárnbrautarstöðvarinnar og kvartaði enginn um óþæg- indi. Við sváfum öll svefni úttaugaðra og vorum vakin, er enn var myrkt af nóttu, til að halda áfram hinni löngu ferð, sem við áttum fyrir höndum, til Shell- mouth. Við vorum vel á veg komin, þegar sólin kom upp. Sæti höfðum við ekki önnur en koffort og sængurfatn- að, og morgunkalsinn og þrotlaus hristingurinn og hoss- ið á hinum löngu og ósléttu kerrutroðningum gerði ferðalagið í mesta máta óþægilegt. En um leið og sólin hóf sig upp á alheiðan himin- inn, hlýnaði strax og ferðafólkið tók þegar að skyggn- ast forvitnilega um umhverfið. Þar var raunar ekkert, sem drægi að sér athyglina, annað en endalaus og kol- grá sléttan og nýgræðingurinn, sem byrjað var rétt að- eins að votta fyrir í sinuþembunum frá sumrinu áður. Farið var yfir nokkur gil og ársprænur. Vatnið náði næstum upp að vagnkassanum, en botninn var harður og góður. Það var hörkuátak fyrir hestana, að draga vagninn neðan úr gilbotninum og upp á jafnsléttu. Til þess að létta hann, var okkur krökkunum lofað að fara af honum og koma gangandi á eftir upp á brún. Þetta var kærkomin tilbreyting frá kreppusetunni og hrist- ingnum. Og með því að hvorki eyðileiki umhverfisins né einræni og tíðindaleysi ferðarinnar gat lamað eðli- lega lífsgleði okkar, hlupum við í ærslafullum sprettum upp gilbrekkurnar. Þetta var okkur, sem aldrei höfð- um komið út fyrir borgarmærin, spánný reynsla og dásamlegt ævintýri. Allan liðlangan daginn og alla næstu nótt var ferð- inni haldið áfram í norðvesturátt. Við sólaruppkomu náðum við til Shellmouth. Það var mikill léttir, að kom- ast af vagninum og geta teygt úr þreyttum og stirðum limum sínum eftir þessa nótt, sem aldrei virtist ætla að enda. Ekki var til neins að reyna að festa svefn fyrir rykkjum og hnykkjum kerrunnar. En nú hýrnaði yfir hópnum, er við litum þá undra- fögru sjón, er við okkur blasti þennan sólbjarta morg- un hinn fyrsta dag maímánaðar. Gleymd var þegar öll armæða næturinnar. í sólskininu birtist okkur þorpið, sem hreiðraði sig niðri í dalnum, og, handan hans, hin mikla hæðakeðja, sem teygði sig lengst í norður. Þessi hýri og hressandi landssvipur hefur alltaf geymzt mér í minni. Ferðinni lauk með því, að við ókum upp að heimili Helga Jónssonar og konu hans, Ingibjargar Guðmunds- dóttur. Stóð húsið á bala nálægt austurhlíð dalsins og sá þaðan yfir bæinn og vesturyfir. Þegar þetta var, hafði verið útmælt fyrir framleng- ingu Manitóba- og Norðvesturlands-járnbrautarinnar vestur frá Solsgirth og skyldi hún lögð um þetta land- svæði. Það var vegna þessa fyrirheits, að Shellmouth- þorpið hafði myndazt. Fjöldi landnema hafði þar við- dvöl, áður en þeir héldu út í óbyggðina 24 km þar fyr- ir norðvestan, er verða skyldi svonefnd Þingvalla- byggð. A eystri árbakkanum var rekin sögunar- og hefil- verksmiðja, sem veitti æði mörgum mönnum atvinnu. Þarna voru líka þrjár verzlanir, járnsmiðja, skóli, út- keyrslustöð og aðrar starfsbækistöðvar, svo og striáling- ur af íbúðarhúsum. Eina verzlunina átti fyrrnefndur Helgi Jónsson. Járnsmiðurinn var Vigfús Þorsteinsson, sem komið hafði til þorpsins, ásamt fjölskyldu sinni, þá fyrir nokkrum mánuðum. Sögunarverksmiðjuna áttu tveir Englendingar og unnu saman að rekstri hennar undir firmanafninu „Mitchell & Bucknell“. Þeir höfðu leigt skógarhöggs- land um 150 km norður af Shellmouth og yfir vetrar- mánuðina höfðu þeir þar fjölda manns í vinnu. I vatna- vöxtum á vorin var trjánum fleytt niður Shell-ána, síð- an voru þau söguð og unnin til að fullnægja timbur- þörf héraðsbúa. Vonin ,um tilkomu járnbrautarinnar í náinni framtíð fyllti þennan litla bæ með lífi og starfi. íbúarnir voru að meiri hluta Skotar og írar, dálítill slatti af kynblendingum (meztísum: Indíánum og Evrópumönnum) og allmargir íslenzkir landnemar, sem voru á leið út í hina fyrirhuguðu Þingvallabyggð. # # # Foreldrar mínir og börn þeirra höfðu komið frá Akranesi á Islandi í hópi íslenzkra innflytjenda í júlí- mánuði 1878 til Nova Scotia (á austurströnd Kanada. Sjá eftirmála). Búréttarland, 160 ekrur að stærð, þar af 1 ekra (0.4 hektari) rudd skógi, stóð til boða ókeypis til eignar hverjum þeim, er þar vildi setjast að, að því einu tilskildu, að búsetan yrði varanleg. Allmargir í hópnum hurfu að þessum kosti, og mvnd- aðist þegar dálítil nýlenda. En brátt varð það augljóst mál, að búland, sem næstum var alþakið risavöxnum harðviðarskógi, var svo ægilega erfitt viðureignar, að ofurefli hlaut að verða, jafnvel berserksátökum og bjartsýni hinna fyrstu íslenzku landnema, svo hraustir sem þeir þó voru. Nýlendan varð því skammlíf. Sumir fluttust til Norður-Dakóta, aðrir til Manitóba. Meðal landnemanna í Nova Scotia var Brynjólfsson- fjölskyldan, sumir Skaptason-anna, J. Magnús Bjarna- son (skáld) og foreldrar hans, og aðrir, sem ég man ekki lengur nöfnin á.*) Við áttum þar heima í 4 ár. Faðir minn fékk vinnu á stórum búgarði, sem Laurie liðsforingi átti, skozkur að ætt. Daglaunin voru 90 sent og hádegismatur í kaupbæti. Þetta var allra hæsta kaup, sem greitt var fyrir almenna erfiðisvinnu á þeirri tíð. Lifnaðarhættirnir voru geysiólíkir því, sem vér eig- urn nú að venjast. Daglegt mataræði var miklu óbrotn- ara, og þó viðunandi fyrir hvern og einn. Sykur sáum *) Hftf. minnist hér á fólk, sem alkunnugt varð vestra. (Þýð.) 438 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.